Tuesday, October 19, 2004

The big three oh (oh my God I'm getting old)

Semsagt. Ég verð þrítugur á morgun! Geggjað. Þegar ég var lítill fannst mér þrítugt fólk eldgamalt..........eða allavega gamalt. Ég var 12 ára þegar mamma mín varð þrítug!!!

Ég er svo sem ekkert að fríka á þessu, en þetta vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Mér finnst ég til dæmis ekki hafa áorkað miklu á þessum 30 árum. Stærstan hluta af þessum 30 árum hefur maður eytt í langsetur á skólabekkjum. Svo er maður búinn að eyða a.m.k. 20.000 klst. í að horfa á sjónvarp. Gríðarlegum tíma hefur maður eytt í að sofa, lesa sögubækur, rúnta, sörfa á netinu, lesa dagblöð.............. Við erum alltaf að DREPA tímann. Hafið þið pælt í því?

Samkvæmt lauslegum útreikningum mínum má ég búast við að lifa í rúmlega 700.00 klukkustundir. Ég er nú þegar búinn með rúmlega 262.000 klukkustundir eða 37% af tíma mínum á þessari jörð. Má maður við því að DREPA eitthvað af þessum tíma??? Er maður ekki rosalega sofandi fyrir því hvað tíminn er að hlaupa frá manni?

Málið er að maður veit ekki hvað í fjandanum maður á að gera við þennan tíma.

Ég hélt einmitt að maður ætti að vera búinn að finna út úr því um þrítugt. Not so, my friends, not so.

Jæja, ég ætla ekki að vera með einhverja fokking melankólíu. Ég ætla að taka þetta með stæl. Ég ætla að borða Lasagna hjá tengdó annað kvöld og bjóða Pabba, Kollu og litlu systrum mínum (og öllu Skorrastaðagenginu að sjálfsögðu). Á föstudag ætla ég til Reykjavíkur að hitta Jónu mína. Við ætlum að borða á Tapas bar um kvöldið og fara svo og horfa á íslenska dansflokkinn sprikla í Borgarleikhúsinu. Við gistum að sjálfsögðu á Hótel Sögu. Á laugardag á Jóna að útskrifast úr háskólanum. Þá ætlum við líka í nudd í Mecca Spa, í partí til fyrrverandi nágrannakonu okkar (sem er líka að útskrifast) og svo ætlum við að borða um kvöldið á Grillinu. Þvílíkt prógramm!!!

Föstudaginn 29. október ætlum við svo að halda sameiginlega útskriftar og afmælisveislu í blúskjallaranum og þangað eru allir vinir mínir og kunningjar velkomnir. Þar ætla ég að detta alveg svakalega í það og hlæja keikur framan í dauðann. Faðma mann og annan og hlæja þangað til ég fæ magapínu!

Lífið er bara röð augnablika og ég á mörg skemmtileg augnablik framundan!!

lifið heil!

P.s. By the way....það er verið að tala um Hollywood kúrinn í útvarpinu. HVAÐ GETUR FÓLK VERIÐ VITLAUST???!!! Kaupa flösku af djús fyrir einhverja þúsundkalla! Christ on a pogo stick!

2 comments:

Anonymous said...

Við skulum nú hafa staðreyndirnar á hreinu hérna ef það á eitthvað að dissa þennan ágæta kúr, þetta er djús með steinefnum!!! Guð minn almáttugur fólk þarf að vera algerar vitsmunabrekkur ef það fer á þennan kúr. Kysi frekar vodkakúrinn.
-Trýtilbuxi

Anonymous said...

Djöfull ertu orðinn rosalega gamall maður. Maður skilur varla skriftina þína lengur. Jæja, allavega til hamingju með afmælið "dirty thirty". Reyni að mæta 29. okt.
Valdimar