Friday, December 30, 2005

Jóla- og nýársblogg

Hello my darlings

Vona að þið hafið haft það gott um jólin. Ég hef sjálfur haft það afar gott. Búinn að éta fullt af góðum mat og fékk fullt af skemmtilegum pökkum.

Fyndnasta gjöfin var frá Knútnum. Hann gaf mér disk með Miles Davis- sem út af fyrir sig væri ekkert sérlega fyndið ef ég hefði ekki gefið honum disk með Miles Davis. Great minds think alike

Ég fékk þrjár bækur í jólagjöf: Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson og Vetrarborgina eftir Arnald. Er búinn að lesa tvær fyrstnefndu og er byrjaður á Arnaldi. Allt fínar bækur. Það er eitthvað heillandi við að lesa sögur sem eru skrifaðar af samlöndum manns og gerast í okkar kúltúr. Þessar sögur ná betur til manns en erlendir reyfarar. Ég fæ reyndar svipaðan fíling þegar ég les Skandenavíska krimma.

Nú líður að áramótum. Eins og venjulega á þessum tíma þá lítur maður yfir farinn veg og spáir í framtíðina.

Ég held að árið hjá mér hafi bara verið með besta móti. Hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta var engin lognmolla a.m.k. Það var brjálað að gera hjá mér þegar ég var hjá Fræðslunetinu- mjög áhugavert og lifandi starf. Starfið hjá Alcoa er hins vegar draumastarfið, enda ekki til meira spennandi gigg á mannauðssviðinu á Íslandi. Og jafnvel þótt víðar væri leitað. Það er ekki algengt að menn fái tækifæri til að byggja svo stórt fyrirtæki upp frá grunni. Og ég hef aldrei kynnst öðrum eins metnaði á sviði mannauðsstjórnunar. Ég held að næstu ár hjá Alcoa-Fjarðaáli verði stórskemmtileg og spennandi.

Á þessum tíma árs er ég vanur að setja mér markmið fyrir komandi ár. Það er misjafnt hvernig mér tekst að ná þeim, en yfirleitt hafa hlutirnir þróast nokkurnvegin í þá átt sem ég hef stefnt að í upphafi árs. Ég hef nú ekki verið að flíka þessum markmiðum mínum mikið, en nú datt mér í hug að gera þetta bara fyrir opnum tjöldum. Þá hef ég þetta skráð á aðgengilegum stað og er að auki búinn að setja nokkurn þrýsting á sjálfan mig með að standa við stóru orðin. Markmiðin fyrir árið 2006 eru eftirfarandi:

Ég ætla að:

 • Stunda meiri útivist- Ganga helst daglega með hundinn
 • Bæta mataræðið- borða minni fitu og minna af slæmum kolvetnum
 • Létta mig í 82 kg
 • Stunda hugleiðslu á hverjum degi
 • Drekka minna af áfengi
 • Horfa minna á sjónvarp
 • Lesa meira af góðum bókum (alvöru bókum!)
 • Vera enn betri og ástríkari eiginmaður og faðir
 • Halda góðu sambandi við vini mína
 • Leggja mig fram um að kynnast nýju fólki
 • Auka hæfni mína markvisst og ná frábærum árangri í nýja starfinu
 • Forðast það að flækjast fyrir sjálfum mér

Hananú.............ég held að þetta sé orðið gott. Ef þetta tekst allt saman, þá held ég að ég sé bara í nokkuð góðum málum. We'll see.

Annars vil ég nota tækifærið og óska öllum sem þetta lesa gleðilegs árs. Ég vona að þið hafið það öll sem best á næsta ári! Rock on!

Tuesday, November 29, 2005

Pönnukökur með sírópi

Var að koma heim frá Kanada. Þar var gaman. Og kalt. Ferðin gekk í stórum dráttum vel, en hún byrjaði þó ekki vel.

Hún byrjaði nefnilega á því að ég gleymdi vegabréfinu mínu. Maður þarf öllu jöfnu að muna eftir þremur hlutum þegar maður fer til útlanda: Vegabréfinu, Visakortinu og hausnum á sér. Yfirleitt er two out of three ekki slæmt þegar ég er annarsvegar, en mér leið samt eins og amöbu þegar daman í á check-in deskinu spurði hinnar óhjákvæmilegu spurningar: "Ertu með vegabréf?". Mér hefði ekki orðið meira um þótt hún hefði vippað sér fram fyrir borðið og þrusað í punginn á mér.....í takkaskóm. Mér hefur aldrei fundist ég vera jafn heimskur. Ekki hjálpaði til að ég var í hópi fólks sem var á leið í sama flug- þ.m.t. yfirmaður minn. Dísus kræst.

Mér tókst að fara alla leið til Keflavíkur án þess að hugsa nokkurntíman um fokking vegabréfið! Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég hef tekið ákvörðun um að láta taka skinn af fætinum á mér og græða á magann á mér þannig að ég hafi þar lítinn poka (svona eins og á kengúrum). Þar ætla ég að geyma vegabréfið. Alltaf.

Anyhoo........Ferðin var að öðru leyti fín. Ég fræddist um það hvernig ál er framleitt og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Quebéc-búar eru með eindæmum skemmtilegt og léttlynt fólk sem hefur gaman af því að borða, drekka og hlæja. Ég held að ég hafi aldrei heyrt jafn mikinn hlátur á einum vinnustað og í álverinu í Deschambault.

Við gistum á litlu gistihúsi sem var eins og klippt út úr væminni bíómynd- alveg ótrúlega flott og kósí- komplít með feitum, skeggjuðum vert sem heitir Claude. Hann eldar besta morgunmat sem ég hef smakkað: Pönnukökur með sírópi og.............wait for it...............SKINU OG OSTI! Þvílík snilld. Ég táraðist af sorg yfir því að Fjalar skyldi ekki vera með mér til að upplifa þetta. Allur annar matur þarna var reyndar alveg frábærlega góður- ég borðaði m.a. önd og dádýr (Andrés og Bamba) og var hvort tveggja hrikalega gott.

Við heimsóttum höfuðborg Quebéc sem heitir Quebéc City. Það er fallegasta borg sem ég hef komið til í N-Ameríku. Miðborgin er öll byggð á milli 1600 og 1700 og er nánast óbreytt (engin fokking McDonalds og KFC skilti). Í Quebec City keypti ég mér geðveikan sparigrís og málverk.

Á heimleiðinni stoppaði ég eina nótt í Boston og chillaði þar í einn dag. Mældi götur og slappaði af þess á milli. Keypti fátt- ef undan eru skildar smá gjafir handa eiginkonu og dóttur. Jú, ég keypti mér reyndar Tivoli útvarp. Snilldargræja. Ég fór líka í frábæra gítarbúð sem heitir First Act. Þeir eru með sitt eigið merki og framleiða alveg dæmalaust svala gítara. Mæli með þeim.

Svo er orðið ljóst mál að ég má ekki fara inn í bókabúðir. Mér tókst að forðast það alla ferðina, en svo datt ég inn í bókabúð á flugvellinum í Boston. Gekk út með ævisögu Anthony Kiedies (of Chilipepper fame) og Ghengis Khan (of chopping people to tiny bits fame), auk nýrrar skáldsögu eftir Stephen King (of writing stories about people being chopped to tiny bits fame).

Það er ljóst að ferðalögum er ekki lokið hjá mér. Ég er að fara til Hollands í næstu viku og til Búdapest um miðjan janúar. Jæja...........mér leiðist ekki á meðan.

Smell you later............

Wednesday, November 16, 2005

Ekki rífast

Ég sat og drakk rauðvín (og hvítvín.........og bjór.........og gin) með tveimur bestu vinum mínum um síðustu helgi. Á einhverjum tímapunkti byrjuðum við að rífast- sem við gerum mjög sjaldan.

Það voru engar rökrænar ástæður fyrir þessu rifrildi okkar. Við ákváðum bara á einhverjum tímapunkti að grafa skotgrafir og byrja að henda handsprengjum.

Þetta byrjar á því að maður fer að leika útsendara djöfulsins- eða devil's advocate, upp á engilsaxnesku- og áður en maður veit af þá er maður farinn að trúa því sem maður segir....eða er a.m.k. ekki til umræðu að maður hafi hugsanlega rangt fyrir sér.

Deepak Chopra predikar að maður eigi aldrei að berjast fyrir skoðunum sínum. Tjá þær bara skýrt og greinilega og kinka svo kurteislega kolli þegar aðrir tjá sínar. Ég held sveimér þá að hann hafi rétt fyrir sér.

Ég bið hérmeð þessa tvo dásamlegu vini mína afsökunar á framferði mínu og lofa bót og betrun. I love you guys.......sniff, sniff.

Thursday, November 10, 2005

Kitl

Það er búið að kitla mig tvisvar. Óþolandi fyrirbæri, en ég get varla skorast undan lengur. Here we go:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

 • Ganga Camino de Santiago
 • Taka 140 kg. í bekkpressu
 • Skrifa skáldsögu
 • Fá skáldsögu útgefna
 • Gera álver Alcoa á Reyðarfirði að draumavinnustað
 • Fara í vín"smökkunar"ferð til Nýja-Sjálands
 • Fara í "matarferð" til Ítalíu

Sjö hlutir sem ég get:

 • Spilað og sungið "Summertime" eftir George Gershwin
 • Tekið 130 kg. í bekkpressu
 • Jóðlað
 • Eldað ofurgóða chilikássu
 • Talað og skrifað lýtalitla ensku
 • Hlegið þar til tárin renna niður kinnarnar á mér
 • Talað eins og Andrés Önd
Sjö hlutir sem ég get ekki:

 • Smíðað
 • Gert við bíla
 • Beygt mig fram án þess og beygja mig í hnjánum og snert á mér tærnar
 • Þolað Davíð Oddsson
 • Spilað fótbolta
 • Staðist suðið í dóttur minni
 • Munað afmælisdaga
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

 • Greind
 • Ákveðni
 • Stór brjóst
 • Risastór brjóst
 • Meðalstór brjóst
 • Litil brjóst
 • Rass

Sjö þekktir sem heilla:

 • Inga Lind
 • Jennifer Lopez
 • Madonna
 • Beyonce Knowles
 • Beverly D'Angelo
Blah..........man ekki eftir fleirum.


Sjö setningar sem ég segi oft:

 • Það minnir mig á............
 • Djöfuls snilld
 • Þegiðu Loppa!
 • Loooooppa! Komdu kellingin
Blahhhh........I'm stumped


Sjö hlutir sem ég sé núna:

 • Söðul
 • Tekkskenk
 • Hálftómt mjólkurglas
 • Styttur af gömlu fólki
 • Inniskónna mína
 • Sjónvarpið (Simpsons)
 • Dagblað (Guardian)

Breaking the silence

Djöööööfull er ég búinn að vera lélegur að blogga! Þetta er náttúrulega augljós leið til að tapa lesendahópnum.

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég er byrjaður í nýju vinnunni og það er búið að vera mikið fjör. Strax á öðrum degi var ég t.d. farinn að kynna fyrirtækið opinberlega. Þetta er upp á amerísku kallað að "hit the ground running". Mér var svo úthlutað lista af verkefnum og ljóst mál að ég mun ekki sitja auðum höndum. Ég verð m.a. ábyrgur fyrir innleiðingu Oracle starfsmannakerfis. Bad karma man! Ég var kominn með upp í kok af Oracle þegar ég hætti hjá Varnarliðinu. Jæja....reynslan nýtist mér vonandi til að tryggja vandræðalausa innleiðingu (knock on wood.........bank, bank,bank)

Mér líst rosalega vel á fólkið sem ég er að vinna með- allt indælt, duglegt, klárt og kraftmikið fólk. Þetta er hörku teymi. Það segir mikið um áherslur fyrirtækisins að mannauðs- og samskiptateymið skuli vera 9 manna hópur. Ég held að það sé ekki fordæmi fyrir slíku á Íslandi. Enda verða margar spennandi nýjungar í starfsmannamálum. Ég held að það sé ekkert verkefni á þessu sviði meira spennandi hér á landi- og þótt víðar væri leitað.

Ég fer svo til Kanada í þarnæstu viku. Þar er um að ræða vikuferð til Quebec fylkis þar sem við ætlum að skoða flottasta álver Alcoa (flottasta þar til álverið okkar opnar, sko). Við förum fimm héðan, en við erum öll nýlega byrjuð hjá fyrirtækinu. Við munum gista á litlu gistihúsi sem heitir Maison Deschambault . Þarna eru nákvæmlega fimm herbergi, þannig að við leggjum pleisið undir okkur. Þetta er víst rómaðasti veitingastaðurinn á svæðinu og frægur fyrir að valda ótrúlegri þyngdaraukningu á skömmum tíma- sem er ekki gott mál fyrir undirritaðan sem er nálægt sögulegu hámarki í þyngd (88 kg! Glúbb). Þetta verður örugglega góður túr og líklegt að maður komi margs fróðari til baka.

Ég er svo á leiðinni suður um helgina þar sem ég ætla að drekka rauðvín með Jeeves félögum og fara á árshátíð KPMG. Ég fæ sem sagt að djamma með fullu húsi af endurskoðendum og hlusta á Sálina hans Jóns míns (sem hljómar svipað og að fá rótarfyllingu á tónleikum með Kenny G). Það hefur reyndar komið mér á óvart að endurskoðendur eru bara frekar skemmtilegir- eða a.m.k. starfsmenn KPMG (enda hlýtur það að vera skemmtilegt fólk sem velur sér þann starfa að skoða endur daginn út og inn). Auk þess gistum við og borðum á Nordica, sem er nú ekkert slor!

Anyhoo.......

Smell you later:

Siggi

Wednesday, October 19, 2005

Þrjátíuogeins

Á morgun verð ég þrjátíuogeins árs gamall. Kemst sem sagt formlega á fertugsaldurinn. Sjjjjjitt hvað tíminn flýgur.

Rak augun í það áðan að ég hef póstað 31. sinni á þessa síðu. Tilviljun?

Þetta er búið að vera ágætis ár. Ég er a.m.k. búinn að læra margt nýtt, gera margt skemmtilegt, lesa góðar bækur, uppgötva nýja tónlist, kyssa Jónu og Siggu Theu ca. 12.000. sinnum, kaupa mér hús, fá mér hund, nýjan bíl (með plássi fyrir hundinn), ferðast til Englands, Portúgal og Bandaríkjanna, stofna hljómsveit, kynnast nýju, skemmtilegu fólki, detta allnokkrusinnum hressilega í'ða og enda svo árið á að fá mér nýja vinnu.

Þetta er engin lognmolla......er það?

Ég er líka ekki frá því að ég hafi þroskast eitthvað á árinu. Ég gæti þó haft rangt fyrir mér.

Ég get ekki sagt að ég finni mikið fyrir aldrinum. Ég hef aldrei verði líkamlega sprækari og getan til að læra nýja hluti virðist ekkert vera að minnka. Maður áttar sig samt sífellt betur á því með aldrinum hvað það er margt sem maður veit EKKI. Og mun aldrei vita- aldrei verða- aldrei upplifa.

Lífið er eins og bygging með milljón dyrum. Við veljum dyr sem okkur líst á, opnum og göngum í gegnum þær. Þær kviklæsast um leið og við lokum þeim. Þá erum við stödd í örlítið minni sal með færri dyrum........o.s.frv. You get the picture.

Dapurlegt? Já.

En kannski er þetta ekki rétt samlíking? Kannski getum við alltaf sparkað upp kviklæstu hurðunum og ráfað hvert sem við viljum um ranghala lífsins? Kannski er það bara óttinn sem veldur því að við sættum okkur við það að loka okkur inni í einu herbergi, læsa dyrunum, bregða slagbrandinum fyrir og sitja svo með trekkta haglabyssu úti í horni með augun á snerlinum. Margir lifa lífi sínu þannig.

Svei!

Ekki ég! I will not go gently into that sweet night!

Now where's my prune juice?!! Pruuuuuuune Juuuuuuuuuuice! :-)

Ég ætla að halda upp á afmælið mitt með því að fara á Grillið á Sögu og éta á mig gat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast mín mega láta eitthvað af hendi rakna í styrktarsjóð heimilslausra múrmeldýra.


Love you all:

Grampa Siggi

Monday, October 17, 2005

I'm hot!

Ég eyddi helginni á Akureyri hjá Mömmu ásamt fjölskyldunni. Það var rosalega ljúft. Við átum pizzu og indverskan take away, fórum í bíó og sáum "Bölvun Vígakanínunnar" (sem var HRIKALEGA fyndin). Þess á milli lá ég og las bók eftir Theroux sem er einhver mesta snilld sem ég hef komist í lengi.

Á sunnudaginn fórum við hjónin svo í rúmfatalagerinn. Tilgangurinn var að kaupa okkur nýjar sængur. Við erum búin að vera saman í 11 ár og höfum aldrei fjárfest í slíkum fyrirbærum. Við höfum notast við sængur sem við fengum í barnæsku sem eru orðnar verulega lúnar. (Rykmaurarnir í þeim voru sennilega alveg við það að lýsa yfir sjálfstæði og gera uppreisn gegn "hvítu skvapguðunum" sem hafa reglulega þurrkað út heilar kynslóðir þeirra.)

Við eyddum drjúgum tíma í að skoða hinar ýmsu tegundir sænga (uhhh.....sængna?) án þess að komast að neinni niðurstöðu. Við vissum ekki alveg hvað við vildum, en þó ljóst að markmiðið var að kaupa sængur sem ekki væru of heitar, enda eru við hjónin fremur heitfeng í svefni.

Þar sem við erum að skoða hinar ýmsu sængur kemur einhver krypplingur sem virtist vera stafsmaður rúmfatalagersins og spurði hvort hann gæti aðstoðað. Við sögðum honum að hverju við værum að leita og hann fór strax að benda okkur á dúnsængur. Hann fullyrti að manni yrði ekki eins heitt með dúnsæng og með sæng úr gerviefnum af því að það loftaði betur í gegnum þær, þær væru léttari og bla bla bla.

Við hjónin gleyptum þetta "sink, line and hooker" og keyptum tvær sængur sem kostuðu 8000 kall stykkið. Keyptum auk þess fín sængurver úr satíni. Samtals kostaði þetta hátt í 25.000 kr.

Í morgun vaknaði ég kófsveittur og sannfærður um að ég væri að deyja. Sennilega 8000 kall down the drain. Ég er að spá í að fara í Rúmfatalagerinn, leita uppi starfsmanninn OG TROÐA DÚNSÆNGINNI UPP Í RASSGATIÐ Á HONUM.

Eða........kannski er þetta ekki manngreyinu að kenna. Kannski er ég bara svona hot.

Saturday, October 15, 2005

Ef við værum nakin

Hvernig væri heimurinn ef við kæmum öll til dyranna eins og við erum klædd? Eða ef við værum ekkert klædd yfir höfuð? Ef við segðum alltaf það sem okkur býr í brjósti? Ef við skærum utan af okkur þessa þéttofnu púpu hálfsannleika sem líf okkar er.

I wonder..............

Friday, October 14, 2005

Limbó

Djöfull er skrítið að vera í svona limbóástandi. Hugurinn kominn hálfa leið í nýtt starf, en samt fullt að gera í því gamla. Hjálpar ekki beint upp á impostor syndrómið.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja það hugtak, þá er um að ræða þá tilfinningu að maður sé að þykjast vera eitthvað sem maður er ekki (eða telur sig ekki vera). Oftast lýsir þetta sér þannig að "sjúklingurinn" telur sig hafa náð meiri árangri en innstæða er fyrir og hefur það á tilfinningunni að aðeins sé tímaspursmál þangað til verður "flett ofan af honum" og hann afhjúpaður sem aumingi, vitleysingur.........eða meðalmenni.

Allavega......Undirritaður hefur á stundum fundið fyrir þessari tilfinningu, sem ég held að megi rekja til þess hvað ég hef skipt oft um störf á síðustu árum. Ætli þetta hafi ekki byrjað þegar ég var í löggunni, en þar byrjaði ég aðeins 20 vetra gamall. Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa fundið þessa tilfinningu fyrr en þá.

Þegar maður byrjar í nýju starfi, þá veit maður, eðli málsins samkvæmt, lítið í sinn haus fyrst um sinn. Maður þarf þá oft að búlsjitta helling áður en maður nær tökum á því sem maður er að gera- eða "fake it, 'till you make it" eins og engilsaxar orða það snilldarlega. Þegar fram líða stundir nær maður náttúrulega tökum á starfinu- en það getur eimt eftir af þessari "impostor" tilfinningu.

Þessi tilfinning er allt í einu að skjóta upp kollinum- eða skjóta sér upp í kollinum á mér, öllu heldur- með endurnýjuðum krafti. Sennilega vegna þess að ég þarf að tala af sannfæringu sem framkvæmdastjóri Fræðslunetsins á sama tíma og hugurinn er kominn hálfa leið í vinnu hjá Alcoa. Ég þarf meira að segja að koma fyrir Fjárlaganefnd Alþingis í næstu viku og berjast fyrir auknum fjárveitingum til símenntunarmiðstöðvanna. Það ætti að verða áhugavert.

En nóg um það........

Ég er að lesa stórskemmtilega bók eftir Paul Theroux sem heitir "My other life". Djöfull er gaurinn stórskemmtilegur penni. Ég er búinn að lesa slatta eftir hann- m.a. ferðabókina "Dark Star Safari" og skáldsöguna "Hotel Honolulu". Hvort tveggja frábærar bækur. Mæli með honum.

Horfði í vikunni í fyrsta skipti á spaugþáttinn "Little Britain" á Rúv. Gleypti næstum í mér tunguna af hlátri. Alveg eru Bretarnir dásamlega miklir perrar, sbr. þessi orð sem voru mælt úr munni gamallrar konu í þættinum: "I've said it before and I'll say it again: What that boy needs is a great big cock up is arse". Dásamlegt. Hvenær myndi maður sjá svona þátt í bandarísku sjónvarpi? ALDREI!

Wednesday, October 12, 2005

Meditative iron redemption

Fór í matarboð á laugardaginn var. Drakk allt of mikið og varð frekar fullur. Drakk m.a. hvítvín, bjór, Cremé de Mint, koníak og eitthvað dularfullt brennivín sem var ca. 70% áfengt. Útkoman úr þessu varð (surprise, surprise) hörmuleg þynnka.

Ekki nóg með það. Ég bókstarflega missti lífsviljan. Ónæmiskerfið fékk skýrar ordrur um að leggja niður störf og ég varð hreinlega veikur. Öll mín vandamál (þau eru allnokkur....believe it, or not) uxu mér gríðarlega í augum og mér leið bara alveg skelfilega. Þetta heitir á góðri íslensku að fara á bömmer. Maður álasar sjálfum sér fyrir að hafa verið svona mikið fífl að drekka allt of mikið og upp úr því þróast svo almenn hrina sjálfsásakana af ýmsu tagi.

Á mánudag var ég veikur. Hiti, höfuðverkur og almenn vanlíðan. Ég fór ekki í vinnuna, en var samt að vinna heima við, enda í dæmigerðu tölvu/farsíma-djobbi. Um kvöldið tók ég meðvitaða ákvörðun um að gera eitthvað í þessu. Ég tók spikfeita íhugun og fór snemma að sofa.

Morgunin eftir tók ég aðra íhugun. Fór svo í vinnuna. Ég var ennþá hálf-slappur, en ákvað samt að fara að lyfta í hádeginu. Ég hækkaði vel í ipod-inum og tók svo á því af öllum kröftum. Og viti menn! Ég fylltist þvílíkri vellíðunartilfinningu að ég man vart annað eins. Vanlíðanin var algerlega afgreidd.

Þetta sýnir manni það að maður getur stundum einfaldlega rifið sig upp á rassgatinu þegar maður dettur í hinn fúla pytt vanlíðunar, sjálfsvorkunar og þunglyndis.

Friday, October 07, 2005

Vistaskipti

Nú er Knúturinn orðinn svo duglegur að blogga að maður verður eiginlega að taka sig á. Here we go:

Þá dregur að lokum ferils míns í menntunarbransanum. Sú vist verður víst ekki lengri en 16 mánuðir eða svo. Ég er sem sagt að hætta hjá Fræðslunetinu til að ganga til liðs við Alcoa-Fjarðaál. Það mun ég ganga inn í öflugt mannauðs- og almannatengslateymi. Líst rosalega vel í liðið sem ég mun vinna með. Hrönn Pétursdóttir er yfirmaður sviðsins og hún slær mig sem mjög hæf og dýnamísk manneskja. Svo er Steini Stellu náttúrulega líka þarna, en hann er náttúrulega algjör snillingur. Flott að hafa annan Norðfirðing til að makka með.

Starfstitillinn er "Starfsmannatengill". Hljómar eins og eitthvað raftæki! Ekki allskostar sáttur við það. Reyni kannski að fá því breytt. Viðfangsefnin verða samt mjög spennandi. Hlutir eins og móttaka starfsmanna, vinnustaðalýðræði, hópvinna, jafnvægi vinnu og einkalífs og mannauðskerfi (Oracle) verða í mínum verkahring. Þetta er m.ö.o. algerlega á mínu sviði.

Ég held að það muni hafa mikil áhrif á álit almennings á fyrirtækinu þegar áherslur þess í starfsmannamálum spyrjast út. Ég fullyrði að þarna eru menn í flottari pælingum heldur en áður hafa sést á Íslandi.

Anyhoo.....Þetta verður örugglega mjög spennandi- þótt einsýnt sé að jafnvægi vinnu og einkalífs muni raskast allverulega. Ég mun m.a. fara til Kanada í nóvember, auk þess sem ég fer sennilega til Noregs og Bandaríkjanna líka.

Það er rosaleg törn að klára það sem út af stendur hjá Fræðslunetinu. Maður þarf að beita sig hörku til að gera allt sem gera þarf. Hugurinn er þegar kominn hálfa leið í nýtt starf og því svolítið erfitt að halda sig við efnið. Ég stefni á að vera út mánuðinn hjá Fræðslunetinu áður en ég skipti yfir til Alcoa. Það verður ekki auðvelt að kveðja það góða fólk sem ég hef unnið með þar. Betri samstarfsmenn er ekki hægt að hugsa sér.

Fyrir þann tíma þyrfti ég eiginleg að hitta Steinunni og Stefán, Helga Seljan o.fl. vini mína sem eru álversandstæðingar og kveðja með virktum. Býst við að verða "persona non grata" fljótlega :-( Þegar ég spái í það þá á ég líka ættingja sem eru harðir andstæðingar álvers- m.a. er tengdafaðir minn harður náttúruverndarsinni. Manni verður kannski úthýst úr jólaboðum líka? Vona ekki. Ég skil þá sem eru á móti þessu öllu saman mjög vel. Ég verð bara að betla smá skilning á móti.

Mér var boðið að vera með í Rockshow-inu hjá Brján. Það vantar axarmann. Ég er á fremsta hlunn með að samþykkja. Þetta er náttúrulega stórskemmtilegur hópur. Þemað er líka skemmtilegt- one hit wonders. Fullt af skemmtilegum lögum. T.d. "Final Countdown"! Verst að ég hef ekki einbeitt mér að gítarleik síðustu árin, heldur flengt bassann af kappi. Jæja.....það hlýtur að rifjast upp. Show-in verða a.m.k. fjögur talsins á Norðfirði og svo á að fara með þetta norður á Akureyri og svo náttúrulega á Broadway. Það yrði samt kraftaverk ef ekkert af sýningunum rekst á ferðalög eða vinnutarnir hjá mér.

Svo er ég líka að hefja nám í Open University. Skráði mig á námskeið í skapandi skrifum. Það stendur í 12 vikur og þarf ég að skila a.m.k. tveimur smásögum. Hlakka mikið til, en rosalega held ég að ég muni hafa knappan tíma til að sinna þessu. Ég geri kannski bara eins og Ólafur Jóhann og skrifa bara í flugvélum og flugvöllum.

Ég er farinn að lyfta á fullu aftur eftir ca. 6 mánaða hlé. Fíla mig vel í því. Keypti mér ipod, sem er besta uppfinning mannsins síðan við bjuggum til hjólið. Þessi græja á eftir að bæta árangurinn hjá manni gífurlega. Ég vippaði 130 kg. í bekkpressu í morgun með "Johnny was a racecar driver" með Primus í botni. Það var ekkert leiðinleg tilfinning. Mæli með því að þið kaupið ykkur ipod ef þið stundið einhverja hreyfingu. Það er ótrúlega mótiverandi að hlusta á tónlist á meðan maður svitnar. Ég er farinn að spá í að kaupa mér annan stærri.

Anyhoo.............

Smell you later

Wednesday, September 07, 2005

Dásamlegt samtal

Eftirfarandi samtal milli tveggja, á að giska 9 ára gamalla drengja, heyrði ég í sundlaug Akureyrar í sumar:

"Það kostar allt í heiminum 250 kall...........nema það sem kostar ekki 250 kall"
"Ekki í Bandaríkjunum..................þar eru dollarar, ekki krónur"
"Jaaaaaaá.........en það eru samt fleiri en 250 kallar í Bandaríkjunum"

Þetta er strangt til tekið allt hárrétt hjá drengjunum! Eitt dásamlegasta samtal sem ég hef heyrt.

Thursday, July 21, 2005

Soppy bastard

Var að keyra inn Reyðarfjörð í gær. Kominn fram hjá verðandi álveri. Keyrði fram á tjald (fuglinn sko) sem var búið að keyra yfir og lá á miðri götu. Í vegkantinum stóð makinn vængbrotinn (ekki bókstaflega sko) og starði á lík lífsförunautsins dapurlegur á svip. Ég fékk kökk í hálsinn. Gat ekki að því gert.

Þegar ég keyrði til baka í gærkvöldi var líkið horfið af veginum. Það lá í vegkantinum og makinn stóð þar ennþá. Ráðvilltur og vængbrotinn.

Ágætis áminning. Við deyjum öll. Allt sem er lifandi, deyr. Þeir sem við elskum geta á hverri stundu orðið fyrir bíl. Við hin stöndum í vegkantinum, ráðvillt og vængbrotin.

(Snýt)

Soppy bastard

Tuesday, June 21, 2005

Búhú.........fríið búið

Jæja

Þá er sumarfríið búið :-( Mikið djöfull hafði maður það samt gott í Portúgal. Ég náði m.a. að lesa einar sex skáldsögur, sem var dásamlegt. Yfirleitt hef ég enga þolinmæði í að lesa reifara um morð og viðbjóð, en af einhverjum ástæðum höfðuðu slíkar bókmenntir mjög til mín þar sem ég lá á sundlaugarbakkanum með bjór í hönd. Skrítið.

Við átum líka mikið af góðum mat- sérstaklega fiski, en Portúgalir eru duglegir að elda fisk. Ég drakk líka mörg áhugaverð vín, en ég hef aldrei verið eins ruglaður í ríminu og þegar ég var að reyna að velja vín úti í búð. Ég veit ekkert um Portúgölsk vín- hvorki ræktunarsvæði, né þrúgur. Mörg þeirra vína sem ég smakkaði voru samt glettilega góð.

Það er samt eitthvað sem böggar mig pínulítið við svona algjör ferðamannasvæði. Lífið þarna snýst allt um ferðamennsku og það að plokka sem mesta peninga af túrhestunum. Og ferðamannastraumurinn er svo mikill að þeir þurfa ekki að hafa neitt sérlega mikið fyrir þessu, auk þess sem fjöldinn hefur örugglega ekki jákvæð áhrif á gestrisni og viðmót. Þetta virkaði því á köflum svolítið þurrt og.......................innantómt...........ég kem orðum ekki betur að því.

Reyndar var mér í þessu tilviki fullkomlega sama. Ég var aðeins þarna til að slappa af í friði. Mér var nokkuð sama um lókal kúltúrinn og ég held að það sama eigi við um stóran hluta þeirra sem kaupa sér pakkaferðir til sólarlanda. Dóttur minni fannst líka rosalega gaman, en hún er nú meðhöndlun vegna klór- og rjómaísseitrunar :-) Við fórum að sjálfsögðu að horfa á höfrunga og sæljón og að renna okkur í vatnsrennibrautum og þá skaut nú krakkinn í manni upp kollinum. Það er eitthvað við það að renna í ísköldu vatni á 50 km. hraða með sundskýluna lengst uppi í rassinum sem fær mann til að brosa eins og kjána.

Friday, May 27, 2005

Farinn til Portúgal

Jææææææja

Nú er ég loks að fara í frí. Ég tók mér 5 daga sumarfrí í fyrra og lítið frí í vetur, þannig að þetta er vissulega langþráð. Djööööööfull skal maður hafa það gott í Portúgal! Við eigum bókaða íbúð á Brisa Sol hótelinu í Albufeira, en skv. Trip Advisor er það besta hótelið í bænum. Næstu tvær vikurnar ætla ég að:

 • Lesa skemmtilegar bækur
 • Borða góðan mat
 • Drekka gott vín
 • Leika við dóttur mína
 • Leika við konuna mína
 • Skokka, gera armbeygjur og kviðæfingar
 • Hugsa um eitthvað ALLT ANNAÐ en vinnuna

Vinnutörn síðustu vikna er búin að vera alger klikkun. Við hjónin höfum átt okkur mjög takmarkað líf. Ég hef þó náð að lesa nokkrar skemmtilegar og gagnlegar bækur síðustu vikurnar.

Bókin "Seven habits of highly effective people" eftir Stephen R. Covey er allger snilld. Ég veit að nafnið hljómar eins og þetta sé einhver froða, en þetta er þvert á móti frekar djúpt og djúsí stöff. Sennilega það besta sem ég hef lesið í þessum success/self-help literatúr.

Ég las líka bók sem heitir "Use Your Head", eftir gaur sem heitir Tony Buzan. Sú bók fyllti mig bjartsýni og gerði mig ákveðinn í því að hella mér út í námstæknipælingar áður en ég skelli mér í nám í Open University í haust. Maður er víst að vannýta heilabúið all-svakalega.

Ég las líka bók sem heitir "Man's search for meaning" eftir Viktor E. Frankl. Gaurinn lifði af dvöl í fangabúðum nasista og fékk actually eitthvað jákvætt út úr þeirri reynslu! Þetta er í raun "first hand" lýsing á upplifun geðlæknis á þeim prósess sem menn ganga í gegnum þegar þeir eru sviptir öllum mannréttindum. Mjög áhrifaríkt og magnað.

Svo las ég alveg hriklega stórskemmtilega bók sem heitir "Olivia Joules and the overactive imagination" eftir Helen Fielding (sú sem skrifaði Bridged Jones's diary). Alveg ótrúlega skemmtileg og sniðug bók um karakter sem á ekki mikið sameiginlegt með Bridget. Mæli eindregið með henni.

Svo tókst mér líka að horfa á tvær mjög skemmtilegar kvikmyndir: "Before sunrise" og "Before sunset". Dásamlega mannlegar, tilgerðarlitlar, innihaldsríkar og fallegar myndir. Mæli eindregið með þeim. Skemmtileg tilbreyting frá öllu ruslinu sem er að finna í hillunum á leigunni (ég keypti þær reyndar á DVD í Bretlandi). Endirinn á þeim báðum var sérlega vel heppnaður.

Anyhoo.......................farinn í sólina

Smell you later

Wednesday, May 18, 2005

Bissí littúl bí

Yeezzzzzz.......I've beeeeeen a bizzzzzzzí littúl beeeeeeeee

Hef verið latur að skrifa undanfarið. Enda verið að drukkna í vinnu. Var að koma frá Englandi, þar sem ég heillaði yfirmenn Open University upp úr skónum með greind minni og útgeislun (hóst, hóst................skyrp)

Var að spá í það þegar ég var úti hvað við erum heppin að vera svona fá í þessu landi. Bretland er ótrúlega ofurskipulagt og fjölmennt. Þetta land er svipað stórt og okkar......nema þar búa einhverjar 50.000.000. Mikið rosalega kann maður að meta allt plássið hérna þegar maður ber þetta saman. Ég hef verið frekar duglegur að ganga á fjöll undanfarið og anda að mér hreina loftinu og ég fékk hálfgert klástrófóbíukast í þessu bíflugnabúi sem Bretland er.

Þessi náttúra okkar- allt plássið og hreina loftið- er ótrúleg auðlind. Og ég er sífellt að læra að meta hana betur. Það jafnast ekkert á við að arka út í náttúruna og upplifa kyrrðina og fegurðina. Það er líka sérlega gaman að fara í göngutúra með kátt hundspott sér við hlið og sjá hvernig skepna sem er fullkomlega andlega heilbrigð hagar sér frjáls úti í náttúrunni. Samanlögð áhrif hreina loftsins, samneytisins við skepnuna og náttúruupplifuninnar, eru hreinlega ótrúlega sterk. Þetta fyllir mann af orku og gleði.

Friday, April 29, 2005

Máttur þess sem gefið er í skyn

Þetta kannski banal pæling- en mér finnst nútímamaðurinn vanmeta mátt þess sem gefið er í skyn.

Þessi blessaða dægurmenning okkar er ofboðslega lítið á þeim nótunum, sama hvort um er að ræða kvikmyndir, skáldsögur eða tónlist. Allt þarf að vera "in your face". Klám og erótík eru góð dæmi. Klámið er vúlgart og "in your face" (eða reyndar oftast "in HER face" en það er önnur saga). Erótíkin gefur í skyn. Stríðir manni með því að gefa manni smá hint. Og þessi smá hint eru svo miklu öflugri og skemmtilegri heldur en að fá allt í andlitið. Minna er meira.

Það sama gæti maður sagt um muninn á bókum og sjónvarpi. Bækur gefa í skyn- virkja ímyndunaraflið- á meðan sjónvarpið er "in your face". Góðir leikstjórar átta sig reyndar á þessu prinsippi. Þetta sést t.d. í snilldarþáttunum "the office" þar sem þagnir og augngotur segja meira en þúsund orð. Ég veit ekki hvort einhver man eftir "Blair Witch Project", en hún gekk algerlega út á að virkja ímyndunarafl áhorfandans. Þeim sem hafa dauft ímyndunarafl fannst hún enda ömurlega léleg. Allar almennilegar hryllingsmyndir byggja á því sem ekki sést á skjánum. Man einhver eftir Signs eftir M. Night Shamalan (örugglega vitlaust stafsett hjá mér)? Skrambi góð meginstraumsmynd sem byggir á því að gefa hlutina í skyn.

Mér finnst ég sífellt betur kunna að meta það sem er gefið í skyn. Mæli með því að menn (og konur) prófi að velta fyrir sér muninum á þessu tvennu og upplifa.

Friday, March 18, 2005

The gospel according to Siggi Óla

Það hefur talsvert verið skrafað um trúarbrögð upp á síðkastið. Bænir í skólum. Er Kristni betri en Islam/Hindúismi o.s.frv. Í kjölfarið fór ég aðeins að pæla.

Ég held að stærsta vandamál trúarbragðanna séu kreddur þeirra aðila sem þykjast starfa í umboði Guðs. Þessir aðilar (prestar, klerkar, kirkjur, moskur, o.s.frv.) telja sig þekkja eitthvað sem ég held að sé í eðli sínu óþekkjanlegt. Trúarbrögðin búa til kenningakerfi til að útskýra heiminn og samband Guðs og manna- sem er svo sem skiljanlegt. Maðurinn er jú ekkert mjög góður í að höndla óvissu. Það er ákveðin fróun í því að vita hvernig heimurinn varð til, hvert við förum þegar við deyjum og að afa og ömmu skuli líða vel í himnaríki. Þessar kreddur hafa líka e.t.v. veitt mönnum einhverja hugarró við ömurleg lífsskilyrði fyrr á öldum og gera e.t.v. enn í fátækari löndum heimsins.

Vandamálið er það að við vitum ekki hvernig heimurinn varð til og við vitum ekki hvað gerist þegar við deyjum. Vegir Guðs ERU órannsakanlegir.

Samt smíða menn fáránlegar kenningar um þrískiptingu Guðdómsins (Faðir, sonur og heilög önd), halda fast í þá skoðun Jesús hafi verið sonur Guðs (í meiri skilningi heldur en ég og þú) og að þessi hörmungaratburður þegar fáfróðir afglapar hengdu hann upp á kross hafi verið Guðs vilji en ekki sorglegt óhæfuverk.

Vandamálið er að það trúa afskaplega fáir á þessar kreddur.

Þetta sló mig í aðventumessu í Hallgrímskirkju í hitteðfyrra. Ég fór einn í messu á sunnudegi, aðallega vegna þess að Karlakór Reykjavíkur var að syngja. Það sló mig hins vegar í messunni að ég trúði ekki einu einasta orði sem presturinn sagði. Þvílíkt endemis bull og þvæla. Þeim tekst meira að segja oftast að troða guðspjallaþvælunni inn í predikanirnar, sem eru annars fyrirtaks tækifæri til að útskýra hvernig Guð getur verið mönnum stoð og stytta í hinu hversdagslega lífi.

Þegar söfnuðurinn fór með trúarjátninguna þagði ég þunnu hljóði- sjokkeraður yfir því að uppgöta að ég get ekki talið mig Kristinn mann.

Samt trúi ég á Guð. Ég tel mig hafa fundið fyrir návist hans/hennar/þess á kveðnum stundum lífs míns. Þessi trú mín er samt mjög óskýr og móðukennd. Ég trúi því að þessi heimur okkar geti verið dásamlegur staður, þótt lífið sé vissulega erfitt. Ég trúi á hið góða- í manninum og náttúrunni. Ég trúi á fegurð og ást. Og ég er sannfærður um að maður getur átt í persónulegu sambandi við Guð, alheiminn eða hvað sem við eigum að kalla það. Ég get hins vegar ekki útskýrt í smáatriðum hver eða hvað Guð er. En það getur líka enginn- sama hvað menn þykjast.

Ég held að það gæti stórlega eflt kirkjuna ef menn horfðust í augu við þá staðreynd að vegir Guðs séu órannsakanlegir. Horfðust í augu við þá staðreynd að lang flestir trúa í hjarta sínu ekki kreddum kirkjunnar- Þær hafa enga merkingu fyrir flest okkar.

Kirkjustarfið ætti að snúast um ástríka samveru fólks sem þjappar sér saman í smæð sinni og vill njóta nærveru við þetta óúrskýranlega alheimsafl og hvert annað, hlusta á fallega tónlist og gleðjast. Slíkt kirkjustarf er vel hægt að skipuleggja án þess að tyggja kreddur upp úr Biblíunni. Kirkjustarfið gæti snúist um það hvernig við getum elskað náungann og sjálf okkur. Hvernig við getum elskað þetta líf sem okkur er gefið og náð sambandi við hið guðdómlega innra með okkur með hugleiðslu, hugleiðingum og orði og æði í daglegu lífi okkar.

Góðar stundir

Sunday, March 13, 2005

Tilvistarkreppa

Kynslóðin mín er tilvistarkreppukynslóð (whoa.........flott orð!). Mér finnst ótrúlega margir af minni kynslóð vera óöruggir með val sitt á viðfangsefni í lífinu. Ég er með skýringu á þessu.

Skýringin er sú að við eigum fleiri valmöguleika en nokkur önnur undangengin kynslóð. Við getum orðið hvað sem okkur sýnist. Fyrri kynslóðir höfðu mun þrengri tækifæri, annað hvort af abolút ástæðum (svo sem skorti á fjármunum) eða félagslegum (sterk tilhneyging til að halda sig innan þeirrar stéttar sem maður fæðist inn í).

Þessi valkvíði var sem sagt mun minni hér áður fyrr vegna takmarkaðri tækifæra. En aukinn valkvíði minnar kynslóðar á sér fleiri rætur.

Málið er nefnilega að fólk af minni kynslóð vill vera ALLT. Gera ALLT. Eiga ALLT. Mig langar til að vera rithöfundur, rokkstjarna, leikari, fræðimaður og framkvæmdastjóri. Mig langar til að bæta heiminn, en líka til að verða ríkur og voldugur. Ég vil bæði vera brandarakjúklingur og ofurhetja.

Þetta er ekki bara græðgi, þótt hún komi vissulega við sögu (við erum náttúrulega spilltir krakkagemlingar). Ég held að stærsti hluti ástæðunnar sé sú staðreynd að við eyðum mörgum klukkutímum á dag á kafi í lífi annars fólks. Lífi sem er ekki einu sinni raunverulegt. Hér er ég náttúrulega að tala um sjónvarpið. Það er endalaust verið að dingla milljón möguleikum fyrir framan nefið á okkur og því er ekkert skrítið þótt við viljum gera allt og vera allt. Og það vandar málið enn frekar ef fólk sem sæmilega greint og fjölhæft. Er það furða þótt okkur reynist erfitt að velja okkur eina braut til að ganga. Mannshugurinn er nógu óreiðukenndur fyrir, þó að ekki sé verið að bæta í hann milljón klippum úr lífi annarra.

Þetta er ein ástæða þess hvað nútímamaðurinn er uppriðinn (fucked up).

Ég veit ekki svo gjörla hver lausnin á þessu vandamáli gæti verið, en það væri reynandi að slökkva bara á aulakassanum. Verst að það væri eins og að slíta úr sér hjartað. Maður er hrikalega háður þessu helvíti.

Kannski maður ætti samt að reyna? hmmmmmmmmmmmmmmmmmmm...........

Wednesday, January 12, 2005

Crappy new year!!!

Nýja árið byrjar skemmtilega. Búinn að vera meira og minna lasinn, með ömurlegt kvef og hausverk. Geðveikt að gera í vinnunni. Endalaus vinna við að taka upp úr kössum. Og ekki má gleyma öllum standard heimilsverkum. Ala upp barnið og hundinn, vaska upp, elda mat, bursta tennurnar, skeina sér..................the list goes on and on.......sigh........

Ég er samt búinn að ákveða að rífa mig upp úr aumingjaskapnum. Ég ætla að taka mig á í mataræði og hreyfingu og gá hvort ekki lifnar eitthvað yfir manni. Ég fór yfir skipulagið hjá mér og komst að þeirri niðurstöðu að eini tíminn sem ég hef til að hreyfa mig er á morgnana. Ég þarf því að rífa mig upp á rassgatinu klukkan 6 á morgnana! Gisp! Jæja..........það hlýtur að venjast.

Það hefur fátt verið í fréttum til að gleðja mann. Davíð Oddsson er þó að brillera. Hann heldur uppteknum hætti við að drulla yfir Gallup. Ef hann líkir innrásinni í Írak við krabbameinsaðgerð einu sinni enn, þá æli ég. Er maðurinn endanlega orðinn klikkaður?

Anyhoo................

Debútering Rokkhundanna á Rauða torginu um áramótin var að sjálfsögðu algert success. Rokkuðum á köflum bara ansi feitt. Það skyggði samt á gleðina að Jón Knútur sagði starfi sínu lausu strax á nýju ári. Bömmer. Hann er nefnilega hörkutrommari.

Ég er annars að fara að debútera á öðrum vettvangi á föstudaginn. Ég er að fara að lesa upp ljóð! Það verður skáldaspírukvöld í blúskjallaranum þar sem fram munu koma Ásgrímur Ingi, Sigurður Ingólfsson, Bjartmar Guðlaugsson, Lubbi klettaskáld og fleiri góðir menn. Og ég. Gæti orðið áhugavert. Allavega eitthvað nýtt.

Well..........

Smell you later