Wednesday, January 12, 2005

Crappy new year!!!

Nýja árið byrjar skemmtilega. Búinn að vera meira og minna lasinn, með ömurlegt kvef og hausverk. Geðveikt að gera í vinnunni. Endalaus vinna við að taka upp úr kössum. Og ekki má gleyma öllum standard heimilsverkum. Ala upp barnið og hundinn, vaska upp, elda mat, bursta tennurnar, skeina sér..................the list goes on and on.......sigh........

Ég er samt búinn að ákveða að rífa mig upp úr aumingjaskapnum. Ég ætla að taka mig á í mataræði og hreyfingu og gá hvort ekki lifnar eitthvað yfir manni. Ég fór yfir skipulagið hjá mér og komst að þeirri niðurstöðu að eini tíminn sem ég hef til að hreyfa mig er á morgnana. Ég þarf því að rífa mig upp á rassgatinu klukkan 6 á morgnana! Gisp! Jæja..........það hlýtur að venjast.

Það hefur fátt verið í fréttum til að gleðja mann. Davíð Oddsson er þó að brillera. Hann heldur uppteknum hætti við að drulla yfir Gallup. Ef hann líkir innrásinni í Írak við krabbameinsaðgerð einu sinni enn, þá æli ég. Er maðurinn endanlega orðinn klikkaður?

Anyhoo................

Debútering Rokkhundanna á Rauða torginu um áramótin var að sjálfsögðu algert success. Rokkuðum á köflum bara ansi feitt. Það skyggði samt á gleðina að Jón Knútur sagði starfi sínu lausu strax á nýju ári. Bömmer. Hann er nefnilega hörkutrommari.

Ég er annars að fara að debútera á öðrum vettvangi á föstudaginn. Ég er að fara að lesa upp ljóð! Það verður skáldaspírukvöld í blúskjallaranum þar sem fram munu koma Ásgrímur Ingi, Sigurður Ingólfsson, Bjartmar Guðlaugsson, Lubbi klettaskáld og fleiri góðir menn. Og ég. Gæti orðið áhugavert. Allavega eitthvað nýtt.

Well..........

Smell you later

1 comment:

Anonymous said...

Ekki vissi ég að í þér leyndist ljóðskáld. Þetta hljómar verulega áhugavert. Óska þér góðs gengis og vona að þetta verði skemmtilegt kvöld. Myndi pottþétt mæta og hlusta ef ég væri í Kaupstaðnum.
Kv.
Steinunn Þóra