Sunday, March 13, 2005

Tilvistarkreppa

Kynslóðin mín er tilvistarkreppukynslóð (whoa.........flott orð!). Mér finnst ótrúlega margir af minni kynslóð vera óöruggir með val sitt á viðfangsefni í lífinu. Ég er með skýringu á þessu.

Skýringin er sú að við eigum fleiri valmöguleika en nokkur önnur undangengin kynslóð. Við getum orðið hvað sem okkur sýnist. Fyrri kynslóðir höfðu mun þrengri tækifæri, annað hvort af abolút ástæðum (svo sem skorti á fjármunum) eða félagslegum (sterk tilhneyging til að halda sig innan þeirrar stéttar sem maður fæðist inn í).

Þessi valkvíði var sem sagt mun minni hér áður fyrr vegna takmarkaðri tækifæra. En aukinn valkvíði minnar kynslóðar á sér fleiri rætur.

Málið er nefnilega að fólk af minni kynslóð vill vera ALLT. Gera ALLT. Eiga ALLT. Mig langar til að vera rithöfundur, rokkstjarna, leikari, fræðimaður og framkvæmdastjóri. Mig langar til að bæta heiminn, en líka til að verða ríkur og voldugur. Ég vil bæði vera brandarakjúklingur og ofurhetja.

Þetta er ekki bara græðgi, þótt hún komi vissulega við sögu (við erum náttúrulega spilltir krakkagemlingar). Ég held að stærsti hluti ástæðunnar sé sú staðreynd að við eyðum mörgum klukkutímum á dag á kafi í lífi annars fólks. Lífi sem er ekki einu sinni raunverulegt. Hér er ég náttúrulega að tala um sjónvarpið. Það er endalaust verið að dingla milljón möguleikum fyrir framan nefið á okkur og því er ekkert skrítið þótt við viljum gera allt og vera allt. Og það vandar málið enn frekar ef fólk sem sæmilega greint og fjölhæft. Er það furða þótt okkur reynist erfitt að velja okkur eina braut til að ganga. Mannshugurinn er nógu óreiðukenndur fyrir, þó að ekki sé verið að bæta í hann milljón klippum úr lífi annarra.

Þetta er ein ástæða þess hvað nútímamaðurinn er uppriðinn (fucked up).

Ég veit ekki svo gjörla hver lausnin á þessu vandamáli gæti verið, en það væri reynandi að slökkva bara á aulakassanum. Verst að það væri eins og að slíta úr sér hjartað. Maður er hrikalega háður þessu helvíti.

Kannski maður ætti samt að reyna? hmmmmmmmmmmmmmmmmmmm...........

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert alltaf í svo djúpum pælingum maður ;o)
En það er mikið til í þessu hjá þér. Held samt að það megi alveg bæta við þetta að við erum af óskaplega sjálfumglaðri kynslóð. Við þurfum samt að bíða í 20 til 30 ár til að sjá hvort við náum að toppa '68 kynslóðina í sjálfumgleði.

Steinunn Þóra

Siggi Óla said...

Thjáhhhh.........Ég er náttúrulega alger hylur maður..........hóst.... Hvort fannst ykkur Hildur Vala eða Heiða vera betri?.........Hva?...Horfið'ekki á ædol?

Þetta með sjálfumgleðina er auðvitað alveg rétt. Sjálfumgleði er óhjákvæmilegur fylgifiskur stjórnlausrar einstaklings- og neysluhyggju.

Einar S. said...

Heiða var svo miklu betri... ég held samt að ég sé eini sjónvarpssjúklingurinn sem líður bara vel með að vera sjónvarpssjúklingur :)

Siggi Óla said...

Heiða! Ert'ekki í lagi?!

Annars er bara gott ef þú ert sáttur við sjálfan þig fyrir framan skjáinn. Hómer Simpson orðaði þetta fallega: "Let's all bask in television's warm glowing warming glow"