Friday, April 29, 2005

Máttur þess sem gefið er í skyn

Þetta kannski banal pæling- en mér finnst nútímamaðurinn vanmeta mátt þess sem gefið er í skyn.

Þessi blessaða dægurmenning okkar er ofboðslega lítið á þeim nótunum, sama hvort um er að ræða kvikmyndir, skáldsögur eða tónlist. Allt þarf að vera "in your face". Klám og erótík eru góð dæmi. Klámið er vúlgart og "in your face" (eða reyndar oftast "in HER face" en það er önnur saga). Erótíkin gefur í skyn. Stríðir manni með því að gefa manni smá hint. Og þessi smá hint eru svo miklu öflugri og skemmtilegri heldur en að fá allt í andlitið. Minna er meira.

Það sama gæti maður sagt um muninn á bókum og sjónvarpi. Bækur gefa í skyn- virkja ímyndunaraflið- á meðan sjónvarpið er "in your face". Góðir leikstjórar átta sig reyndar á þessu prinsippi. Þetta sést t.d. í snilldarþáttunum "the office" þar sem þagnir og augngotur segja meira en þúsund orð. Ég veit ekki hvort einhver man eftir "Blair Witch Project", en hún gekk algerlega út á að virkja ímyndunarafl áhorfandans. Þeim sem hafa dauft ímyndunarafl fannst hún enda ömurlega léleg. Allar almennilegar hryllingsmyndir byggja á því sem ekki sést á skjánum. Man einhver eftir Signs eftir M. Night Shamalan (örugglega vitlaust stafsett hjá mér)? Skrambi góð meginstraumsmynd sem byggir á því að gefa hlutina í skyn.

Mér finnst ég sífellt betur kunna að meta það sem er gefið í skyn. Mæli með því að menn (og konur) prófi að velta fyrir sér muninum á þessu tvennu og upplifa.