Friday, May 27, 2005

Farinn til Portúgal

Jææææææja

Nú er ég loks að fara í frí. Ég tók mér 5 daga sumarfrí í fyrra og lítið frí í vetur, þannig að þetta er vissulega langþráð. Djööööööfull skal maður hafa það gott í Portúgal! Við eigum bókaða íbúð á Brisa Sol hótelinu í Albufeira, en skv. Trip Advisor er það besta hótelið í bænum. Næstu tvær vikurnar ætla ég að:

  • Lesa skemmtilegar bækur
  • Borða góðan mat
  • Drekka gott vín
  • Leika við dóttur mína
  • Leika við konuna mína
  • Skokka, gera armbeygjur og kviðæfingar
  • Hugsa um eitthvað ALLT ANNAÐ en vinnuna

Vinnutörn síðustu vikna er búin að vera alger klikkun. Við hjónin höfum átt okkur mjög takmarkað líf. Ég hef þó náð að lesa nokkrar skemmtilegar og gagnlegar bækur síðustu vikurnar.

Bókin "Seven habits of highly effective people" eftir Stephen R. Covey er allger snilld. Ég veit að nafnið hljómar eins og þetta sé einhver froða, en þetta er þvert á móti frekar djúpt og djúsí stöff. Sennilega það besta sem ég hef lesið í þessum success/self-help literatúr.

Ég las líka bók sem heitir "Use Your Head", eftir gaur sem heitir Tony Buzan. Sú bók fyllti mig bjartsýni og gerði mig ákveðinn í því að hella mér út í námstæknipælingar áður en ég skelli mér í nám í Open University í haust. Maður er víst að vannýta heilabúið all-svakalega.

Ég las líka bók sem heitir "Man's search for meaning" eftir Viktor E. Frankl. Gaurinn lifði af dvöl í fangabúðum nasista og fékk actually eitthvað jákvætt út úr þeirri reynslu! Þetta er í raun "first hand" lýsing á upplifun geðlæknis á þeim prósess sem menn ganga í gegnum þegar þeir eru sviptir öllum mannréttindum. Mjög áhrifaríkt og magnað.

Svo las ég alveg hriklega stórskemmtilega bók sem heitir "Olivia Joules and the overactive imagination" eftir Helen Fielding (sú sem skrifaði Bridged Jones's diary). Alveg ótrúlega skemmtileg og sniðug bók um karakter sem á ekki mikið sameiginlegt með Bridget. Mæli eindregið með henni.

Svo tókst mér líka að horfa á tvær mjög skemmtilegar kvikmyndir: "Before sunrise" og "Before sunset". Dásamlega mannlegar, tilgerðarlitlar, innihaldsríkar og fallegar myndir. Mæli eindregið með þeim. Skemmtileg tilbreyting frá öllu ruslinu sem er að finna í hillunum á leigunni (ég keypti þær reyndar á DVD í Bretlandi). Endirinn á þeim báðum var sérlega vel heppnaður.

Anyhoo.......................farinn í sólina

Smell you later

Wednesday, May 18, 2005

Bissí littúl bí

Yeezzzzzz.......I've beeeeeen a bizzzzzzzí littúl beeeeeeeee

Hef verið latur að skrifa undanfarið. Enda verið að drukkna í vinnu. Var að koma frá Englandi, þar sem ég heillaði yfirmenn Open University upp úr skónum með greind minni og útgeislun (hóst, hóst................skyrp)

Var að spá í það þegar ég var úti hvað við erum heppin að vera svona fá í þessu landi. Bretland er ótrúlega ofurskipulagt og fjölmennt. Þetta land er svipað stórt og okkar......nema þar búa einhverjar 50.000.000. Mikið rosalega kann maður að meta allt plássið hérna þegar maður ber þetta saman. Ég hef verið frekar duglegur að ganga á fjöll undanfarið og anda að mér hreina loftinu og ég fékk hálfgert klástrófóbíukast í þessu bíflugnabúi sem Bretland er.

Þessi náttúra okkar- allt plássið og hreina loftið- er ótrúleg auðlind. Og ég er sífellt að læra að meta hana betur. Það jafnast ekkert á við að arka út í náttúruna og upplifa kyrrðina og fegurðina. Það er líka sérlega gaman að fara í göngutúra með kátt hundspott sér við hlið og sjá hvernig skepna sem er fullkomlega andlega heilbrigð hagar sér frjáls úti í náttúrunni. Samanlögð áhrif hreina loftsins, samneytisins við skepnuna og náttúruupplifuninnar, eru hreinlega ótrúlega sterk. Þetta fyllir mann af orku og gleði.