Skip to main content

Posts

Showing posts from July, 2005

Soppy bastard

Var að keyra inn Reyðarfjörð í gær. Kominn fram hjá verðandi álveri. Keyrði fram á tjald (fuglinn sko) sem var búið að keyra yfir og lá á miðri götu. Í vegkantinum stóð makinn vængbrotinn (ekki bókstaflega sko) og starði á lík lífsförunautsins dapurlegur á svip. Ég fékk kökk í hálsinn. Gat ekki að því gert.

Þegar ég keyrði til baka í gærkvöldi var líkið horfið af veginum. Það lá í vegkantinum og makinn stóð þar ennþá. Ráðvilltur og vængbrotinn.

Ágætis áminning. Við deyjum öll. Allt sem er lifandi, deyr. Þeir sem við elskum geta á hverri stundu orðið fyrir bíl. Við hin stöndum í vegkantinum, ráðvillt og vængbrotin.

(Snýt)

Soppy bastard