Wednesday, October 19, 2005

Þrjátíuogeins

Á morgun verð ég þrjátíuogeins árs gamall. Kemst sem sagt formlega á fertugsaldurinn. Sjjjjjitt hvað tíminn flýgur.

Rak augun í það áðan að ég hef póstað 31. sinni á þessa síðu. Tilviljun?

Þetta er búið að vera ágætis ár. Ég er a.m.k. búinn að læra margt nýtt, gera margt skemmtilegt, lesa góðar bækur, uppgötva nýja tónlist, kyssa Jónu og Siggu Theu ca. 12.000. sinnum, kaupa mér hús, fá mér hund, nýjan bíl (með plássi fyrir hundinn), ferðast til Englands, Portúgal og Bandaríkjanna, stofna hljómsveit, kynnast nýju, skemmtilegu fólki, detta allnokkrusinnum hressilega í'ða og enda svo árið á að fá mér nýja vinnu.

Þetta er engin lognmolla......er það?

Ég er líka ekki frá því að ég hafi þroskast eitthvað á árinu. Ég gæti þó haft rangt fyrir mér.

Ég get ekki sagt að ég finni mikið fyrir aldrinum. Ég hef aldrei verði líkamlega sprækari og getan til að læra nýja hluti virðist ekkert vera að minnka. Maður áttar sig samt sífellt betur á því með aldrinum hvað það er margt sem maður veit EKKI. Og mun aldrei vita- aldrei verða- aldrei upplifa.

Lífið er eins og bygging með milljón dyrum. Við veljum dyr sem okkur líst á, opnum og göngum í gegnum þær. Þær kviklæsast um leið og við lokum þeim. Þá erum við stödd í örlítið minni sal með færri dyrum........o.s.frv. You get the picture.

Dapurlegt? Já.

En kannski er þetta ekki rétt samlíking? Kannski getum við alltaf sparkað upp kviklæstu hurðunum og ráfað hvert sem við viljum um ranghala lífsins? Kannski er það bara óttinn sem veldur því að við sættum okkur við það að loka okkur inni í einu herbergi, læsa dyrunum, bregða slagbrandinum fyrir og sitja svo með trekkta haglabyssu úti í horni með augun á snerlinum. Margir lifa lífi sínu þannig.

Svei!

Ekki ég! I will not go gently into that sweet night!

Now where's my prune juice?!! Pruuuuuuune Juuuuuuuuuuice! :-)

Ég ætla að halda upp á afmælið mitt með því að fara á Grillið á Sögu og éta á mig gat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast mín mega láta eitthvað af hendi rakna í styrktarsjóð heimilslausra múrmeldýra.


Love you all:

Grampa Siggi

Monday, October 17, 2005

I'm hot!

Ég eyddi helginni á Akureyri hjá Mömmu ásamt fjölskyldunni. Það var rosalega ljúft. Við átum pizzu og indverskan take away, fórum í bíó og sáum "Bölvun Vígakanínunnar" (sem var HRIKALEGA fyndin). Þess á milli lá ég og las bók eftir Theroux sem er einhver mesta snilld sem ég hef komist í lengi.

Á sunnudaginn fórum við hjónin svo í rúmfatalagerinn. Tilgangurinn var að kaupa okkur nýjar sængur. Við erum búin að vera saman í 11 ár og höfum aldrei fjárfest í slíkum fyrirbærum. Við höfum notast við sængur sem við fengum í barnæsku sem eru orðnar verulega lúnar. (Rykmaurarnir í þeim voru sennilega alveg við það að lýsa yfir sjálfstæði og gera uppreisn gegn "hvítu skvapguðunum" sem hafa reglulega þurrkað út heilar kynslóðir þeirra.)

Við eyddum drjúgum tíma í að skoða hinar ýmsu tegundir sænga (uhhh.....sængna?) án þess að komast að neinni niðurstöðu. Við vissum ekki alveg hvað við vildum, en þó ljóst að markmiðið var að kaupa sængur sem ekki væru of heitar, enda eru við hjónin fremur heitfeng í svefni.

Þar sem við erum að skoða hinar ýmsu sængur kemur einhver krypplingur sem virtist vera stafsmaður rúmfatalagersins og spurði hvort hann gæti aðstoðað. Við sögðum honum að hverju við værum að leita og hann fór strax að benda okkur á dúnsængur. Hann fullyrti að manni yrði ekki eins heitt með dúnsæng og með sæng úr gerviefnum af því að það loftaði betur í gegnum þær, þær væru léttari og bla bla bla.

Við hjónin gleyptum þetta "sink, line and hooker" og keyptum tvær sængur sem kostuðu 8000 kall stykkið. Keyptum auk þess fín sængurver úr satíni. Samtals kostaði þetta hátt í 25.000 kr.

Í morgun vaknaði ég kófsveittur og sannfærður um að ég væri að deyja. Sennilega 8000 kall down the drain. Ég er að spá í að fara í Rúmfatalagerinn, leita uppi starfsmanninn OG TROÐA DÚNSÆNGINNI UPP Í RASSGATIÐ Á HONUM.

Eða........kannski er þetta ekki manngreyinu að kenna. Kannski er ég bara svona hot.

Saturday, October 15, 2005

Ef við værum nakin

Hvernig væri heimurinn ef við kæmum öll til dyranna eins og við erum klædd? Eða ef við værum ekkert klædd yfir höfuð? Ef við segðum alltaf það sem okkur býr í brjósti? Ef við skærum utan af okkur þessa þéttofnu púpu hálfsannleika sem líf okkar er.

I wonder..............

Friday, October 14, 2005

Limbó

Djöfull er skrítið að vera í svona limbóástandi. Hugurinn kominn hálfa leið í nýtt starf, en samt fullt að gera í því gamla. Hjálpar ekki beint upp á impostor syndrómið.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja það hugtak, þá er um að ræða þá tilfinningu að maður sé að þykjast vera eitthvað sem maður er ekki (eða telur sig ekki vera). Oftast lýsir þetta sér þannig að "sjúklingurinn" telur sig hafa náð meiri árangri en innstæða er fyrir og hefur það á tilfinningunni að aðeins sé tímaspursmál þangað til verður "flett ofan af honum" og hann afhjúpaður sem aumingi, vitleysingur.........eða meðalmenni.

Allavega......Undirritaður hefur á stundum fundið fyrir þessari tilfinningu, sem ég held að megi rekja til þess hvað ég hef skipt oft um störf á síðustu árum. Ætli þetta hafi ekki byrjað þegar ég var í löggunni, en þar byrjaði ég aðeins 20 vetra gamall. Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa fundið þessa tilfinningu fyrr en þá.

Þegar maður byrjar í nýju starfi, þá veit maður, eðli málsins samkvæmt, lítið í sinn haus fyrst um sinn. Maður þarf þá oft að búlsjitta helling áður en maður nær tökum á því sem maður er að gera- eða "fake it, 'till you make it" eins og engilsaxar orða það snilldarlega. Þegar fram líða stundir nær maður náttúrulega tökum á starfinu- en það getur eimt eftir af þessari "impostor" tilfinningu.

Þessi tilfinning er allt í einu að skjóta upp kollinum- eða skjóta sér upp í kollinum á mér, öllu heldur- með endurnýjuðum krafti. Sennilega vegna þess að ég þarf að tala af sannfæringu sem framkvæmdastjóri Fræðslunetsins á sama tíma og hugurinn er kominn hálfa leið í vinnu hjá Alcoa. Ég þarf meira að segja að koma fyrir Fjárlaganefnd Alþingis í næstu viku og berjast fyrir auknum fjárveitingum til símenntunarmiðstöðvanna. Það ætti að verða áhugavert.

En nóg um það........

Ég er að lesa stórskemmtilega bók eftir Paul Theroux sem heitir "My other life". Djöfull er gaurinn stórskemmtilegur penni. Ég er búinn að lesa slatta eftir hann- m.a. ferðabókina "Dark Star Safari" og skáldsöguna "Hotel Honolulu". Hvort tveggja frábærar bækur. Mæli með honum.

Horfði í vikunni í fyrsta skipti á spaugþáttinn "Little Britain" á Rúv. Gleypti næstum í mér tunguna af hlátri. Alveg eru Bretarnir dásamlega miklir perrar, sbr. þessi orð sem voru mælt úr munni gamallrar konu í þættinum: "I've said it before and I'll say it again: What that boy needs is a great big cock up is arse". Dásamlegt. Hvenær myndi maður sjá svona þátt í bandarísku sjónvarpi? ALDREI!

Wednesday, October 12, 2005

Meditative iron redemption

Fór í matarboð á laugardaginn var. Drakk allt of mikið og varð frekar fullur. Drakk m.a. hvítvín, bjór, Cremé de Mint, koníak og eitthvað dularfullt brennivín sem var ca. 70% áfengt. Útkoman úr þessu varð (surprise, surprise) hörmuleg þynnka.

Ekki nóg með það. Ég bókstarflega missti lífsviljan. Ónæmiskerfið fékk skýrar ordrur um að leggja niður störf og ég varð hreinlega veikur. Öll mín vandamál (þau eru allnokkur....believe it, or not) uxu mér gríðarlega í augum og mér leið bara alveg skelfilega. Þetta heitir á góðri íslensku að fara á bömmer. Maður álasar sjálfum sér fyrir að hafa verið svona mikið fífl að drekka allt of mikið og upp úr því þróast svo almenn hrina sjálfsásakana af ýmsu tagi.

Á mánudag var ég veikur. Hiti, höfuðverkur og almenn vanlíðan. Ég fór ekki í vinnuna, en var samt að vinna heima við, enda í dæmigerðu tölvu/farsíma-djobbi. Um kvöldið tók ég meðvitaða ákvörðun um að gera eitthvað í þessu. Ég tók spikfeita íhugun og fór snemma að sofa.

Morgunin eftir tók ég aðra íhugun. Fór svo í vinnuna. Ég var ennþá hálf-slappur, en ákvað samt að fara að lyfta í hádeginu. Ég hækkaði vel í ipod-inum og tók svo á því af öllum kröftum. Og viti menn! Ég fylltist þvílíkri vellíðunartilfinningu að ég man vart annað eins. Vanlíðanin var algerlega afgreidd.

Þetta sýnir manni það að maður getur stundum einfaldlega rifið sig upp á rassgatinu þegar maður dettur í hinn fúla pytt vanlíðunar, sjálfsvorkunar og þunglyndis.

Friday, October 07, 2005

Vistaskipti

Nú er Knúturinn orðinn svo duglegur að blogga að maður verður eiginlega að taka sig á. Here we go:

Þá dregur að lokum ferils míns í menntunarbransanum. Sú vist verður víst ekki lengri en 16 mánuðir eða svo. Ég er sem sagt að hætta hjá Fræðslunetinu til að ganga til liðs við Alcoa-Fjarðaál. Það mun ég ganga inn í öflugt mannauðs- og almannatengslateymi. Líst rosalega vel í liðið sem ég mun vinna með. Hrönn Pétursdóttir er yfirmaður sviðsins og hún slær mig sem mjög hæf og dýnamísk manneskja. Svo er Steini Stellu náttúrulega líka þarna, en hann er náttúrulega algjör snillingur. Flott að hafa annan Norðfirðing til að makka með.

Starfstitillinn er "Starfsmannatengill". Hljómar eins og eitthvað raftæki! Ekki allskostar sáttur við það. Reyni kannski að fá því breytt. Viðfangsefnin verða samt mjög spennandi. Hlutir eins og móttaka starfsmanna, vinnustaðalýðræði, hópvinna, jafnvægi vinnu og einkalífs og mannauðskerfi (Oracle) verða í mínum verkahring. Þetta er m.ö.o. algerlega á mínu sviði.

Ég held að það muni hafa mikil áhrif á álit almennings á fyrirtækinu þegar áherslur þess í starfsmannamálum spyrjast út. Ég fullyrði að þarna eru menn í flottari pælingum heldur en áður hafa sést á Íslandi.

Anyhoo.....Þetta verður örugglega mjög spennandi- þótt einsýnt sé að jafnvægi vinnu og einkalífs muni raskast allverulega. Ég mun m.a. fara til Kanada í nóvember, auk þess sem ég fer sennilega til Noregs og Bandaríkjanna líka.

Það er rosaleg törn að klára það sem út af stendur hjá Fræðslunetinu. Maður þarf að beita sig hörku til að gera allt sem gera þarf. Hugurinn er þegar kominn hálfa leið í nýtt starf og því svolítið erfitt að halda sig við efnið. Ég stefni á að vera út mánuðinn hjá Fræðslunetinu áður en ég skipti yfir til Alcoa. Það verður ekki auðvelt að kveðja það góða fólk sem ég hef unnið með þar. Betri samstarfsmenn er ekki hægt að hugsa sér.

Fyrir þann tíma þyrfti ég eiginleg að hitta Steinunni og Stefán, Helga Seljan o.fl. vini mína sem eru álversandstæðingar og kveðja með virktum. Býst við að verða "persona non grata" fljótlega :-( Þegar ég spái í það þá á ég líka ættingja sem eru harðir andstæðingar álvers- m.a. er tengdafaðir minn harður náttúruverndarsinni. Manni verður kannski úthýst úr jólaboðum líka? Vona ekki. Ég skil þá sem eru á móti þessu öllu saman mjög vel. Ég verð bara að betla smá skilning á móti.

Mér var boðið að vera með í Rockshow-inu hjá Brján. Það vantar axarmann. Ég er á fremsta hlunn með að samþykkja. Þetta er náttúrulega stórskemmtilegur hópur. Þemað er líka skemmtilegt- one hit wonders. Fullt af skemmtilegum lögum. T.d. "Final Countdown"! Verst að ég hef ekki einbeitt mér að gítarleik síðustu árin, heldur flengt bassann af kappi. Jæja.....það hlýtur að rifjast upp. Show-in verða a.m.k. fjögur talsins á Norðfirði og svo á að fara með þetta norður á Akureyri og svo náttúrulega á Broadway. Það yrði samt kraftaverk ef ekkert af sýningunum rekst á ferðalög eða vinnutarnir hjá mér.

Svo er ég líka að hefja nám í Open University. Skráði mig á námskeið í skapandi skrifum. Það stendur í 12 vikur og þarf ég að skila a.m.k. tveimur smásögum. Hlakka mikið til, en rosalega held ég að ég muni hafa knappan tíma til að sinna þessu. Ég geri kannski bara eins og Ólafur Jóhann og skrifa bara í flugvélum og flugvöllum.

Ég er farinn að lyfta á fullu aftur eftir ca. 6 mánaða hlé. Fíla mig vel í því. Keypti mér ipod, sem er besta uppfinning mannsins síðan við bjuggum til hjólið. Þessi græja á eftir að bæta árangurinn hjá manni gífurlega. Ég vippaði 130 kg. í bekkpressu í morgun með "Johnny was a racecar driver" með Primus í botni. Það var ekkert leiðinleg tilfinning. Mæli með því að þið kaupið ykkur ipod ef þið stundið einhverja hreyfingu. Það er ótrúlega mótiverandi að hlusta á tónlist á meðan maður svitnar. Ég er farinn að spá í að kaupa mér annan stærri.

Anyhoo.............

Smell you later