Saturday, October 15, 2005

Ef við værum nakin

Hvernig væri heimurinn ef við kæmum öll til dyranna eins og við erum klædd? Eða ef við værum ekkert klædd yfir höfuð? Ef við segðum alltaf það sem okkur býr í brjósti? Ef við skærum utan af okkur þessa þéttofnu púpu hálfsannleika sem líf okkar er.

I wonder..............

4 comments:

Anonymous said...

Hann væri örugglega betri! En ákveðin hætta á að kvef og almenn vosbúð settu smá strik í reikninginn.

Steinunn Þóra

Stefán Arason said...

Ef maður fær títt kvef þá er um að gera að skella sér í sjóinn reglulega og hressa aðeins upp á ónæmiskerfið. Tíðni kvefs hjá mér hefur snarlækkað síðan ég byrjaði sjóböð.

Það er oft langt ferli að kasta klæðunum og koma til dyranna eins og maður var fæddur, en svo lengi að viljinn og hugmyndin er fyrir hendi þá er von.

Anonymous said...

Af einhverjum ástæðum hefur þetta snúist upp í umræðu um kvef og sjóböð! Frábært!

Siggi

Hugi said...

Eins og mælt úr mínum munni. Þegar maður er búinn að losa sig við sjónvarpið og símann er þetta augljóst næsta skref.

Svo mælist ég líka til þess að eiginleikar moldar sem byggingarefnis verði endurskoðaðir, hún hefur engan vegin fengið sanngjarna umfjöllun undanfarið vegna áróðurs sementsframleiðenda.