Monday, October 17, 2005

I'm hot!

Ég eyddi helginni á Akureyri hjá Mömmu ásamt fjölskyldunni. Það var rosalega ljúft. Við átum pizzu og indverskan take away, fórum í bíó og sáum "Bölvun Vígakanínunnar" (sem var HRIKALEGA fyndin). Þess á milli lá ég og las bók eftir Theroux sem er einhver mesta snilld sem ég hef komist í lengi.

Á sunnudaginn fórum við hjónin svo í rúmfatalagerinn. Tilgangurinn var að kaupa okkur nýjar sængur. Við erum búin að vera saman í 11 ár og höfum aldrei fjárfest í slíkum fyrirbærum. Við höfum notast við sængur sem við fengum í barnæsku sem eru orðnar verulega lúnar. (Rykmaurarnir í þeim voru sennilega alveg við það að lýsa yfir sjálfstæði og gera uppreisn gegn "hvítu skvapguðunum" sem hafa reglulega þurrkað út heilar kynslóðir þeirra.)

Við eyddum drjúgum tíma í að skoða hinar ýmsu tegundir sænga (uhhh.....sængna?) án þess að komast að neinni niðurstöðu. Við vissum ekki alveg hvað við vildum, en þó ljóst að markmiðið var að kaupa sængur sem ekki væru of heitar, enda eru við hjónin fremur heitfeng í svefni.

Þar sem við erum að skoða hinar ýmsu sængur kemur einhver krypplingur sem virtist vera stafsmaður rúmfatalagersins og spurði hvort hann gæti aðstoðað. Við sögðum honum að hverju við værum að leita og hann fór strax að benda okkur á dúnsængur. Hann fullyrti að manni yrði ekki eins heitt með dúnsæng og með sæng úr gerviefnum af því að það loftaði betur í gegnum þær, þær væru léttari og bla bla bla.

Við hjónin gleyptum þetta "sink, line and hooker" og keyptum tvær sængur sem kostuðu 8000 kall stykkið. Keyptum auk þess fín sængurver úr satíni. Samtals kostaði þetta hátt í 25.000 kr.

Í morgun vaknaði ég kófsveittur og sannfærður um að ég væri að deyja. Sennilega 8000 kall down the drain. Ég er að spá í að fara í Rúmfatalagerinn, leita uppi starfsmanninn OG TROÐA DÚNSÆNGINNI UPP Í RASSGATIÐ Á HONUM.

Eða........kannski er þetta ekki manngreyinu að kenna. Kannski er ég bara svona hot.

2 comments:

Jóhanna said...

Það eru örugglega satínrúmfötin sem láta ykkur svitna. Það eru verstu kaup/gjöf sem ég hef fengið.

Anonymous said...

Acha! Gæti verið málið

kv
Siggi