Friday, October 14, 2005

Limbó

Djöfull er skrítið að vera í svona limbóástandi. Hugurinn kominn hálfa leið í nýtt starf, en samt fullt að gera í því gamla. Hjálpar ekki beint upp á impostor syndrómið.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkja það hugtak, þá er um að ræða þá tilfinningu að maður sé að þykjast vera eitthvað sem maður er ekki (eða telur sig ekki vera). Oftast lýsir þetta sér þannig að "sjúklingurinn" telur sig hafa náð meiri árangri en innstæða er fyrir og hefur það á tilfinningunni að aðeins sé tímaspursmál þangað til verður "flett ofan af honum" og hann afhjúpaður sem aumingi, vitleysingur.........eða meðalmenni.

Allavega......Undirritaður hefur á stundum fundið fyrir þessari tilfinningu, sem ég held að megi rekja til þess hvað ég hef skipt oft um störf á síðustu árum. Ætli þetta hafi ekki byrjað þegar ég var í löggunni, en þar byrjaði ég aðeins 20 vetra gamall. Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa fundið þessa tilfinningu fyrr en þá.

Þegar maður byrjar í nýju starfi, þá veit maður, eðli málsins samkvæmt, lítið í sinn haus fyrst um sinn. Maður þarf þá oft að búlsjitta helling áður en maður nær tökum á því sem maður er að gera- eða "fake it, 'till you make it" eins og engilsaxar orða það snilldarlega. Þegar fram líða stundir nær maður náttúrulega tökum á starfinu- en það getur eimt eftir af þessari "impostor" tilfinningu.

Þessi tilfinning er allt í einu að skjóta upp kollinum- eða skjóta sér upp í kollinum á mér, öllu heldur- með endurnýjuðum krafti. Sennilega vegna þess að ég þarf að tala af sannfæringu sem framkvæmdastjóri Fræðslunetsins á sama tíma og hugurinn er kominn hálfa leið í vinnu hjá Alcoa. Ég þarf meira að segja að koma fyrir Fjárlaganefnd Alþingis í næstu viku og berjast fyrir auknum fjárveitingum til símenntunarmiðstöðvanna. Það ætti að verða áhugavert.

En nóg um það........

Ég er að lesa stórskemmtilega bók eftir Paul Theroux sem heitir "My other life". Djöfull er gaurinn stórskemmtilegur penni. Ég er búinn að lesa slatta eftir hann- m.a. ferðabókina "Dark Star Safari" og skáldsöguna "Hotel Honolulu". Hvort tveggja frábærar bækur. Mæli með honum.

Horfði í vikunni í fyrsta skipti á spaugþáttinn "Little Britain" á Rúv. Gleypti næstum í mér tunguna af hlátri. Alveg eru Bretarnir dásamlega miklir perrar, sbr. þessi orð sem voru mælt úr munni gamallrar konu í þættinum: "I've said it before and I'll say it again: What that boy needs is a great big cock up is arse". Dásamlegt. Hvenær myndi maður sjá svona þátt í bandarísku sjónvarpi? ALDREI!

1 comment:

Anonymous said...

Úff, hvað ætli maður myndi endast lengi í vinnu ef maður sýndi sitt rétta andlit og hvaða vinna myndi henta þessu rétta andliti?
JKÁ