Wednesday, October 12, 2005

Meditative iron redemption

Fór í matarboð á laugardaginn var. Drakk allt of mikið og varð frekar fullur. Drakk m.a. hvítvín, bjór, Cremé de Mint, koníak og eitthvað dularfullt brennivín sem var ca. 70% áfengt. Útkoman úr þessu varð (surprise, surprise) hörmuleg þynnka.

Ekki nóg með það. Ég bókstarflega missti lífsviljan. Ónæmiskerfið fékk skýrar ordrur um að leggja niður störf og ég varð hreinlega veikur. Öll mín vandamál (þau eru allnokkur....believe it, or not) uxu mér gríðarlega í augum og mér leið bara alveg skelfilega. Þetta heitir á góðri íslensku að fara á bömmer. Maður álasar sjálfum sér fyrir að hafa verið svona mikið fífl að drekka allt of mikið og upp úr því þróast svo almenn hrina sjálfsásakana af ýmsu tagi.

Á mánudag var ég veikur. Hiti, höfuðverkur og almenn vanlíðan. Ég fór ekki í vinnuna, en var samt að vinna heima við, enda í dæmigerðu tölvu/farsíma-djobbi. Um kvöldið tók ég meðvitaða ákvörðun um að gera eitthvað í þessu. Ég tók spikfeita íhugun og fór snemma að sofa.

Morgunin eftir tók ég aðra íhugun. Fór svo í vinnuna. Ég var ennþá hálf-slappur, en ákvað samt að fara að lyfta í hádeginu. Ég hækkaði vel í ipod-inum og tók svo á því af öllum kröftum. Og viti menn! Ég fylltist þvílíkri vellíðunartilfinningu að ég man vart annað eins. Vanlíðanin var algerlega afgreidd.

Þetta sýnir manni það að maður getur stundum einfaldlega rifið sig upp á rassgatinu þegar maður dettur í hinn fúla pytt vanlíðunar, sjálfsvorkunar og þunglyndis.

1 comment:

Anonymous said...

Just Bloggin away, I like your site!

direct mail mailing list

Hi, I was just blog surfing and found your site! If you are interested, please see my site at direct mail mailing list It can help you build your FREE double opted Mailing List.