Wednesday, October 19, 2005

Þrjátíuogeins

Á morgun verð ég þrjátíuogeins árs gamall. Kemst sem sagt formlega á fertugsaldurinn. Sjjjjjitt hvað tíminn flýgur.

Rak augun í það áðan að ég hef póstað 31. sinni á þessa síðu. Tilviljun?

Þetta er búið að vera ágætis ár. Ég er a.m.k. búinn að læra margt nýtt, gera margt skemmtilegt, lesa góðar bækur, uppgötva nýja tónlist, kyssa Jónu og Siggu Theu ca. 12.000. sinnum, kaupa mér hús, fá mér hund, nýjan bíl (með plássi fyrir hundinn), ferðast til Englands, Portúgal og Bandaríkjanna, stofna hljómsveit, kynnast nýju, skemmtilegu fólki, detta allnokkrusinnum hressilega í'ða og enda svo árið á að fá mér nýja vinnu.

Þetta er engin lognmolla......er það?

Ég er líka ekki frá því að ég hafi þroskast eitthvað á árinu. Ég gæti þó haft rangt fyrir mér.

Ég get ekki sagt að ég finni mikið fyrir aldrinum. Ég hef aldrei verði líkamlega sprækari og getan til að læra nýja hluti virðist ekkert vera að minnka. Maður áttar sig samt sífellt betur á því með aldrinum hvað það er margt sem maður veit EKKI. Og mun aldrei vita- aldrei verða- aldrei upplifa.

Lífið er eins og bygging með milljón dyrum. Við veljum dyr sem okkur líst á, opnum og göngum í gegnum þær. Þær kviklæsast um leið og við lokum þeim. Þá erum við stödd í örlítið minni sal með færri dyrum........o.s.frv. You get the picture.

Dapurlegt? Já.

En kannski er þetta ekki rétt samlíking? Kannski getum við alltaf sparkað upp kviklæstu hurðunum og ráfað hvert sem við viljum um ranghala lífsins? Kannski er það bara óttinn sem veldur því að við sættum okkur við það að loka okkur inni í einu herbergi, læsa dyrunum, bregða slagbrandinum fyrir og sitja svo með trekkta haglabyssu úti í horni með augun á snerlinum. Margir lifa lífi sínu þannig.

Svei!

Ekki ég! I will not go gently into that sweet night!

Now where's my prune juice?!! Pruuuuuuune Juuuuuuuuuuice! :-)

Ég ætla að halda upp á afmælið mitt með því að fara á Grillið á Sögu og éta á mig gat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast mín mega láta eitthvað af hendi rakna í styrktarsjóð heimilslausra múrmeldýra.


Love you all:

Grampa Siggi

4 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið. Þú berð aldurinn nú bara skratti vel.
Steinunn Þóra

Stefán Arason said...

kitl!
(sjá bloggið mitt)

Stefán Arason said...

og til hamingju með daginn, þarna um daginn!

Steinunn Þóra said...

Kitl ktil. Sjá http://kaninka.net/steinunnthora/013897.html