Friday, October 07, 2005

Vistaskipti

Nú er Knúturinn orðinn svo duglegur að blogga að maður verður eiginlega að taka sig á. Here we go:

Þá dregur að lokum ferils míns í menntunarbransanum. Sú vist verður víst ekki lengri en 16 mánuðir eða svo. Ég er sem sagt að hætta hjá Fræðslunetinu til að ganga til liðs við Alcoa-Fjarðaál. Það mun ég ganga inn í öflugt mannauðs- og almannatengslateymi. Líst rosalega vel í liðið sem ég mun vinna með. Hrönn Pétursdóttir er yfirmaður sviðsins og hún slær mig sem mjög hæf og dýnamísk manneskja. Svo er Steini Stellu náttúrulega líka þarna, en hann er náttúrulega algjör snillingur. Flott að hafa annan Norðfirðing til að makka með.

Starfstitillinn er "Starfsmannatengill". Hljómar eins og eitthvað raftæki! Ekki allskostar sáttur við það. Reyni kannski að fá því breytt. Viðfangsefnin verða samt mjög spennandi. Hlutir eins og móttaka starfsmanna, vinnustaðalýðræði, hópvinna, jafnvægi vinnu og einkalífs og mannauðskerfi (Oracle) verða í mínum verkahring. Þetta er m.ö.o. algerlega á mínu sviði.

Ég held að það muni hafa mikil áhrif á álit almennings á fyrirtækinu þegar áherslur þess í starfsmannamálum spyrjast út. Ég fullyrði að þarna eru menn í flottari pælingum heldur en áður hafa sést á Íslandi.

Anyhoo.....Þetta verður örugglega mjög spennandi- þótt einsýnt sé að jafnvægi vinnu og einkalífs muni raskast allverulega. Ég mun m.a. fara til Kanada í nóvember, auk þess sem ég fer sennilega til Noregs og Bandaríkjanna líka.

Það er rosaleg törn að klára það sem út af stendur hjá Fræðslunetinu. Maður þarf að beita sig hörku til að gera allt sem gera þarf. Hugurinn er þegar kominn hálfa leið í nýtt starf og því svolítið erfitt að halda sig við efnið. Ég stefni á að vera út mánuðinn hjá Fræðslunetinu áður en ég skipti yfir til Alcoa. Það verður ekki auðvelt að kveðja það góða fólk sem ég hef unnið með þar. Betri samstarfsmenn er ekki hægt að hugsa sér.

Fyrir þann tíma þyrfti ég eiginleg að hitta Steinunni og Stefán, Helga Seljan o.fl. vini mína sem eru álversandstæðingar og kveðja með virktum. Býst við að verða "persona non grata" fljótlega :-( Þegar ég spái í það þá á ég líka ættingja sem eru harðir andstæðingar álvers- m.a. er tengdafaðir minn harður náttúruverndarsinni. Manni verður kannski úthýst úr jólaboðum líka? Vona ekki. Ég skil þá sem eru á móti þessu öllu saman mjög vel. Ég verð bara að betla smá skilning á móti.

Mér var boðið að vera með í Rockshow-inu hjá Brján. Það vantar axarmann. Ég er á fremsta hlunn með að samþykkja. Þetta er náttúrulega stórskemmtilegur hópur. Þemað er líka skemmtilegt- one hit wonders. Fullt af skemmtilegum lögum. T.d. "Final Countdown"! Verst að ég hef ekki einbeitt mér að gítarleik síðustu árin, heldur flengt bassann af kappi. Jæja.....það hlýtur að rifjast upp. Show-in verða a.m.k. fjögur talsins á Norðfirði og svo á að fara með þetta norður á Akureyri og svo náttúrulega á Broadway. Það yrði samt kraftaverk ef ekkert af sýningunum rekst á ferðalög eða vinnutarnir hjá mér.

Svo er ég líka að hefja nám í Open University. Skráði mig á námskeið í skapandi skrifum. Það stendur í 12 vikur og þarf ég að skila a.m.k. tveimur smásögum. Hlakka mikið til, en rosalega held ég að ég muni hafa knappan tíma til að sinna þessu. Ég geri kannski bara eins og Ólafur Jóhann og skrifa bara í flugvélum og flugvöllum.

Ég er farinn að lyfta á fullu aftur eftir ca. 6 mánaða hlé. Fíla mig vel í því. Keypti mér ipod, sem er besta uppfinning mannsins síðan við bjuggum til hjólið. Þessi græja á eftir að bæta árangurinn hjá manni gífurlega. Ég vippaði 130 kg. í bekkpressu í morgun með "Johnny was a racecar driver" með Primus í botni. Það var ekkert leiðinleg tilfinning. Mæli með því að þið kaupið ykkur ipod ef þið stundið einhverja hreyfingu. Það er ótrúlega mótiverandi að hlusta á tónlist á meðan maður svitnar. Ég er farinn að spá í að kaupa mér annan stærri.

Anyhoo.............

Smell you later

4 comments:

jon said...

Nei kommon! Var sænska velferðarrokkbandið Europe prímfrat? Hvað með Rock the night og Carrie? En auðvitað spilar þú með. Kemur ekki annað til greina.

Siggi Óla said...

Það er skilgreiningaratiði hvort Europe telst prímfrat eða ekki. Final Countdown er eina lagið þeirra sem hefur lifað og orðið klassík. Það stóð líka til að taka "More than a feeling" með Boston. Var Boston one hit wonder? Mér er spurn. Er þér svarn? (svo að ég steli dásamlegri línu frá Orra Smára)

Jóhanna said...

Steinunn og Stefán eru sko ekki fólk sem úthýsa fólki vegna „vitlausra“ skoðana. Alveg einstaklega umburðarlind.

Siggi Óla said...

Enda datt mér það ekki í hug! Allt í gríni.