Tuesday, November 29, 2005

Pönnukökur með sírópi

Var að koma heim frá Kanada. Þar var gaman. Og kalt. Ferðin gekk í stórum dráttum vel, en hún byrjaði þó ekki vel.

Hún byrjaði nefnilega á því að ég gleymdi vegabréfinu mínu. Maður þarf öllu jöfnu að muna eftir þremur hlutum þegar maður fer til útlanda: Vegabréfinu, Visakortinu og hausnum á sér. Yfirleitt er two out of three ekki slæmt þegar ég er annarsvegar, en mér leið samt eins og amöbu þegar daman í á check-in deskinu spurði hinnar óhjákvæmilegu spurningar: "Ertu með vegabréf?". Mér hefði ekki orðið meira um þótt hún hefði vippað sér fram fyrir borðið og þrusað í punginn á mér.....í takkaskóm. Mér hefur aldrei fundist ég vera jafn heimskur. Ekki hjálpaði til að ég var í hópi fólks sem var á leið í sama flug- þ.m.t. yfirmaður minn. Dísus kræst.

Mér tókst að fara alla leið til Keflavíkur án þess að hugsa nokkurntíman um fokking vegabréfið! Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég hef tekið ákvörðun um að láta taka skinn af fætinum á mér og græða á magann á mér þannig að ég hafi þar lítinn poka (svona eins og á kengúrum). Þar ætla ég að geyma vegabréfið. Alltaf.

Anyhoo........Ferðin var að öðru leyti fín. Ég fræddist um það hvernig ál er framleitt og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Quebéc-búar eru með eindæmum skemmtilegt og léttlynt fólk sem hefur gaman af því að borða, drekka og hlæja. Ég held að ég hafi aldrei heyrt jafn mikinn hlátur á einum vinnustað og í álverinu í Deschambault.

Við gistum á litlu gistihúsi sem var eins og klippt út úr væminni bíómynd- alveg ótrúlega flott og kósí- komplít með feitum, skeggjuðum vert sem heitir Claude. Hann eldar besta morgunmat sem ég hef smakkað: Pönnukökur með sírópi og.............wait for it...............SKINU OG OSTI! Þvílík snilld. Ég táraðist af sorg yfir því að Fjalar skyldi ekki vera með mér til að upplifa þetta. Allur annar matur þarna var reyndar alveg frábærlega góður- ég borðaði m.a. önd og dádýr (Andrés og Bamba) og var hvort tveggja hrikalega gott.

Við heimsóttum höfuðborg Quebéc sem heitir Quebéc City. Það er fallegasta borg sem ég hef komið til í N-Ameríku. Miðborgin er öll byggð á milli 1600 og 1700 og er nánast óbreytt (engin fokking McDonalds og KFC skilti). Í Quebec City keypti ég mér geðveikan sparigrís og málverk.

Á heimleiðinni stoppaði ég eina nótt í Boston og chillaði þar í einn dag. Mældi götur og slappaði af þess á milli. Keypti fátt- ef undan eru skildar smá gjafir handa eiginkonu og dóttur. Jú, ég keypti mér reyndar Tivoli útvarp. Snilldargræja. Ég fór líka í frábæra gítarbúð sem heitir First Act. Þeir eru með sitt eigið merki og framleiða alveg dæmalaust svala gítara. Mæli með þeim.

Svo er orðið ljóst mál að ég má ekki fara inn í bókabúðir. Mér tókst að forðast það alla ferðina, en svo datt ég inn í bókabúð á flugvellinum í Boston. Gekk út með ævisögu Anthony Kiedies (of Chilipepper fame) og Ghengis Khan (of chopping people to tiny bits fame), auk nýrrar skáldsögu eftir Stephen King (of writing stories about people being chopped to tiny bits fame).

Það er ljóst að ferðalögum er ekki lokið hjá mér. Ég er að fara til Hollands í næstu viku og til Búdapest um miðjan janúar. Jæja...........mér leiðist ekki á meðan.

Smell you later............

Wednesday, November 16, 2005

Ekki rífast

Ég sat og drakk rauðvín (og hvítvín.........og bjór.........og gin) með tveimur bestu vinum mínum um síðustu helgi. Á einhverjum tímapunkti byrjuðum við að rífast- sem við gerum mjög sjaldan.

Það voru engar rökrænar ástæður fyrir þessu rifrildi okkar. Við ákváðum bara á einhverjum tímapunkti að grafa skotgrafir og byrja að henda handsprengjum.

Þetta byrjar á því að maður fer að leika útsendara djöfulsins- eða devil's advocate, upp á engilsaxnesku- og áður en maður veit af þá er maður farinn að trúa því sem maður segir....eða er a.m.k. ekki til umræðu að maður hafi hugsanlega rangt fyrir sér.

Deepak Chopra predikar að maður eigi aldrei að berjast fyrir skoðunum sínum. Tjá þær bara skýrt og greinilega og kinka svo kurteislega kolli þegar aðrir tjá sínar. Ég held sveimér þá að hann hafi rétt fyrir sér.

Ég bið hérmeð þessa tvo dásamlegu vini mína afsökunar á framferði mínu og lofa bót og betrun. I love you guys.......sniff, sniff.

Thursday, November 10, 2005

Kitl

Það er búið að kitla mig tvisvar. Óþolandi fyrirbæri, en ég get varla skorast undan lengur. Here we go:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

 • Ganga Camino de Santiago
 • Taka 140 kg. í bekkpressu
 • Skrifa skáldsögu
 • Fá skáldsögu útgefna
 • Gera álver Alcoa á Reyðarfirði að draumavinnustað
 • Fara í vín"smökkunar"ferð til Nýja-Sjálands
 • Fara í "matarferð" til Ítalíu

Sjö hlutir sem ég get:

 • Spilað og sungið "Summertime" eftir George Gershwin
 • Tekið 130 kg. í bekkpressu
 • Jóðlað
 • Eldað ofurgóða chilikássu
 • Talað og skrifað lýtalitla ensku
 • Hlegið þar til tárin renna niður kinnarnar á mér
 • Talað eins og Andrés Önd
Sjö hlutir sem ég get ekki:

 • Smíðað
 • Gert við bíla
 • Beygt mig fram án þess og beygja mig í hnjánum og snert á mér tærnar
 • Þolað Davíð Oddsson
 • Spilað fótbolta
 • Staðist suðið í dóttur minni
 • Munað afmælisdaga
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

 • Greind
 • Ákveðni
 • Stór brjóst
 • Risastór brjóst
 • Meðalstór brjóst
 • Litil brjóst
 • Rass

Sjö þekktir sem heilla:

 • Inga Lind
 • Jennifer Lopez
 • Madonna
 • Beyonce Knowles
 • Beverly D'Angelo
Blah..........man ekki eftir fleirum.


Sjö setningar sem ég segi oft:

 • Það minnir mig á............
 • Djöfuls snilld
 • Þegiðu Loppa!
 • Loooooppa! Komdu kellingin
Blahhhh........I'm stumped


Sjö hlutir sem ég sé núna:

 • Söðul
 • Tekkskenk
 • Hálftómt mjólkurglas
 • Styttur af gömlu fólki
 • Inniskónna mína
 • Sjónvarpið (Simpsons)
 • Dagblað (Guardian)

Breaking the silence

Djöööööfull er ég búinn að vera lélegur að blogga! Þetta er náttúrulega augljós leið til að tapa lesendahópnum.

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég er byrjaður í nýju vinnunni og það er búið að vera mikið fjör. Strax á öðrum degi var ég t.d. farinn að kynna fyrirtækið opinberlega. Þetta er upp á amerísku kallað að "hit the ground running". Mér var svo úthlutað lista af verkefnum og ljóst mál að ég mun ekki sitja auðum höndum. Ég verð m.a. ábyrgur fyrir innleiðingu Oracle starfsmannakerfis. Bad karma man! Ég var kominn með upp í kok af Oracle þegar ég hætti hjá Varnarliðinu. Jæja....reynslan nýtist mér vonandi til að tryggja vandræðalausa innleiðingu (knock on wood.........bank, bank,bank)

Mér líst rosalega vel á fólkið sem ég er að vinna með- allt indælt, duglegt, klárt og kraftmikið fólk. Þetta er hörku teymi. Það segir mikið um áherslur fyrirtækisins að mannauðs- og samskiptateymið skuli vera 9 manna hópur. Ég held að það sé ekki fordæmi fyrir slíku á Íslandi. Enda verða margar spennandi nýjungar í starfsmannamálum. Ég held að það sé ekkert verkefni á þessu sviði meira spennandi hér á landi- og þótt víðar væri leitað.

Ég fer svo til Kanada í þarnæstu viku. Þar er um að ræða vikuferð til Quebec fylkis þar sem við ætlum að skoða flottasta álver Alcoa (flottasta þar til álverið okkar opnar, sko). Við förum fimm héðan, en við erum öll nýlega byrjuð hjá fyrirtækinu. Við munum gista á litlu gistihúsi sem heitir Maison Deschambault . Þarna eru nákvæmlega fimm herbergi, þannig að við leggjum pleisið undir okkur. Þetta er víst rómaðasti veitingastaðurinn á svæðinu og frægur fyrir að valda ótrúlegri þyngdaraukningu á skömmum tíma- sem er ekki gott mál fyrir undirritaðan sem er nálægt sögulegu hámarki í þyngd (88 kg! Glúbb). Þetta verður örugglega góður túr og líklegt að maður komi margs fróðari til baka.

Ég er svo á leiðinni suður um helgina þar sem ég ætla að drekka rauðvín með Jeeves félögum og fara á árshátíð KPMG. Ég fæ sem sagt að djamma með fullu húsi af endurskoðendum og hlusta á Sálina hans Jóns míns (sem hljómar svipað og að fá rótarfyllingu á tónleikum með Kenny G). Það hefur reyndar komið mér á óvart að endurskoðendur eru bara frekar skemmtilegir- eða a.m.k. starfsmenn KPMG (enda hlýtur það að vera skemmtilegt fólk sem velur sér þann starfa að skoða endur daginn út og inn). Auk þess gistum við og borðum á Nordica, sem er nú ekkert slor!

Anyhoo.......

Smell you later:

Siggi