Thursday, November 10, 2005

Breaking the silence

Djöööööfull er ég búinn að vera lélegur að blogga! Þetta er náttúrulega augljós leið til að tapa lesendahópnum.

Það hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast. Ég er byrjaður í nýju vinnunni og það er búið að vera mikið fjör. Strax á öðrum degi var ég t.d. farinn að kynna fyrirtækið opinberlega. Þetta er upp á amerísku kallað að "hit the ground running". Mér var svo úthlutað lista af verkefnum og ljóst mál að ég mun ekki sitja auðum höndum. Ég verð m.a. ábyrgur fyrir innleiðingu Oracle starfsmannakerfis. Bad karma man! Ég var kominn með upp í kok af Oracle þegar ég hætti hjá Varnarliðinu. Jæja....reynslan nýtist mér vonandi til að tryggja vandræðalausa innleiðingu (knock on wood.........bank, bank,bank)

Mér líst rosalega vel á fólkið sem ég er að vinna með- allt indælt, duglegt, klárt og kraftmikið fólk. Þetta er hörku teymi. Það segir mikið um áherslur fyrirtækisins að mannauðs- og samskiptateymið skuli vera 9 manna hópur. Ég held að það sé ekki fordæmi fyrir slíku á Íslandi. Enda verða margar spennandi nýjungar í starfsmannamálum. Ég held að það sé ekkert verkefni á þessu sviði meira spennandi hér á landi- og þótt víðar væri leitað.

Ég fer svo til Kanada í þarnæstu viku. Þar er um að ræða vikuferð til Quebec fylkis þar sem við ætlum að skoða flottasta álver Alcoa (flottasta þar til álverið okkar opnar, sko). Við förum fimm héðan, en við erum öll nýlega byrjuð hjá fyrirtækinu. Við munum gista á litlu gistihúsi sem heitir Maison Deschambault . Þarna eru nákvæmlega fimm herbergi, þannig að við leggjum pleisið undir okkur. Þetta er víst rómaðasti veitingastaðurinn á svæðinu og frægur fyrir að valda ótrúlegri þyngdaraukningu á skömmum tíma- sem er ekki gott mál fyrir undirritaðan sem er nálægt sögulegu hámarki í þyngd (88 kg! Glúbb). Þetta verður örugglega góður túr og líklegt að maður komi margs fróðari til baka.

Ég er svo á leiðinni suður um helgina þar sem ég ætla að drekka rauðvín með Jeeves félögum og fara á árshátíð KPMG. Ég fæ sem sagt að djamma með fullu húsi af endurskoðendum og hlusta á Sálina hans Jóns míns (sem hljómar svipað og að fá rótarfyllingu á tónleikum með Kenny G). Það hefur reyndar komið mér á óvart að endurskoðendur eru bara frekar skemmtilegir- eða a.m.k. starfsmenn KPMG (enda hlýtur það að vera skemmtilegt fólk sem velur sér þann starfa að skoða endur daginn út og inn). Auk þess gistum við og borðum á Nordica, sem er nú ekkert slor!

Anyhoo.......

Smell you later:

Siggi

1 comment:

Anonymous said...

The XForms Flickrbar and Flickr-strips
In my last post I showed a few screenshots of a browser toolbar that allows you to search Flickr.
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

I have a .#<>>http://www.blogger.com/comment.g?blogID=17339350&postID=113097732955208005<<# site/blog. It pretty much covers .#<>>http://www.blogger.com/comment.g?blogID=17339350&postID=113097732955208005<<# related stuff.

Come and check it out if you get time :-)