Wednesday, November 16, 2005

Ekki rífast

Ég sat og drakk rauðvín (og hvítvín.........og bjór.........og gin) með tveimur bestu vinum mínum um síðustu helgi. Á einhverjum tímapunkti byrjuðum við að rífast- sem við gerum mjög sjaldan.

Það voru engar rökrænar ástæður fyrir þessu rifrildi okkar. Við ákváðum bara á einhverjum tímapunkti að grafa skotgrafir og byrja að henda handsprengjum.

Þetta byrjar á því að maður fer að leika útsendara djöfulsins- eða devil's advocate, upp á engilsaxnesku- og áður en maður veit af þá er maður farinn að trúa því sem maður segir....eða er a.m.k. ekki til umræðu að maður hafi hugsanlega rangt fyrir sér.

Deepak Chopra predikar að maður eigi aldrei að berjast fyrir skoðunum sínum. Tjá þær bara skýrt og greinilega og kinka svo kurteislega kolli þegar aðrir tjá sínar. Ég held sveimér þá að hann hafi rétt fyrir sér.

Ég bið hérmeð þessa tvo dásamlegu vini mína afsökunar á framferði mínu og lofa bót og betrun. I love you guys.......sniff, sniff.

7 comments:

Hugi said...

*sniff sniff* ég elska þig líka :-).

Held samt að afsökunarbeiðnir séu ekki nauðsynlegar. Þetta voru þrælskemmtilegar umræður (þangað til DV blandaðist í málið) og mér fannst nú ekki votta fyrir fyrir mikilli illsku eða kerskni! Frekar að ég ætti að biðjast margfaldrar afsökunar, enda var ég að spila "Devils advocate" allt kvöldið.

Mér finnast rökræður skemmtileg leið til að skipuleggja hugsanir sínar og skerpa á skilningarvitunum - maður verður bara að passa sig að halda rökræðustiginu en ekki lenda út í rifrildi.

Og þótt mér finnist Deepak Chopra mikill snillingur, þá verður maður nú stundum að berjast fyrir skoðunum sínum. Hvar er annars Neville Chamberlain í dag? ;-)

Siggi Óla said...

Þetta voru vissulega fimlegar orðaskylmingar og það getur verið gott að kunna að stunda slíkar skylmingar. Hins vegar er kannski stigsmunur á því hvort maður er í orðaskylmingum við vini sína eða Adolf Hitler.

Ha! Neisko! Er ég farinn að rífast aftur?! Skamm, skamm.

Hugi said...

Hvur fjandinn, ég líkti sjálfum mér óvart við Hitler. Rökræðusnillingur sem ég er!

Anonymous said...

Já, akkúrat. Við vorum að skerpa á skilningarvitunum á föstudagskvöldið.
JKÁ

Fjalar said...

Djöfulsins rugl að hafa misst af þessu, sorry dudes. Var í ruglinu að festa gifsplötur til eitt um nótt. Ég fæ að heyra smáatriðin á næsta fundi. Var búinn að kaupa Ópal snapsh og fleira góðgæti sem hefði eflaust hjálpað til við skylmingarnar.

FJ said...

Ykkur til fróðleiks þá er Ópal snafsinn er víst skilgreindur sem rauðvín á www.novelredwines.org

Siggi Óla said...

Það var náttúrulega skandall að maðurinn sem boðaði til fundarins skildi svo ekki mæta. Ég tel ljóst að konan hafi sett honum passlega mikið fyrir til að hann gæti ekki gert neitt af sér í fjarveru hennar :-)