Thursday, November 10, 2005

Kitl

Það er búið að kitla mig tvisvar. Óþolandi fyrirbæri, en ég get varla skorast undan lengur. Here we go:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

 • Ganga Camino de Santiago
 • Taka 140 kg. í bekkpressu
 • Skrifa skáldsögu
 • Fá skáldsögu útgefna
 • Gera álver Alcoa á Reyðarfirði að draumavinnustað
 • Fara í vín"smökkunar"ferð til Nýja-Sjálands
 • Fara í "matarferð" til Ítalíu

Sjö hlutir sem ég get:

 • Spilað og sungið "Summertime" eftir George Gershwin
 • Tekið 130 kg. í bekkpressu
 • Jóðlað
 • Eldað ofurgóða chilikássu
 • Talað og skrifað lýtalitla ensku
 • Hlegið þar til tárin renna niður kinnarnar á mér
 • Talað eins og Andrés Önd
Sjö hlutir sem ég get ekki:

 • Smíðað
 • Gert við bíla
 • Beygt mig fram án þess og beygja mig í hnjánum og snert á mér tærnar
 • Þolað Davíð Oddsson
 • Spilað fótbolta
 • Staðist suðið í dóttur minni
 • Munað afmælisdaga
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

 • Greind
 • Ákveðni
 • Stór brjóst
 • Risastór brjóst
 • Meðalstór brjóst
 • Litil brjóst
 • Rass

Sjö þekktir sem heilla:

 • Inga Lind
 • Jennifer Lopez
 • Madonna
 • Beyonce Knowles
 • Beverly D'Angelo
Blah..........man ekki eftir fleirum.


Sjö setningar sem ég segi oft:

 • Það minnir mig á............
 • Djöfuls snilld
 • Þegiðu Loppa!
 • Loooooppa! Komdu kellingin
Blahhhh........I'm stumped


Sjö hlutir sem ég sé núna:

 • Söðul
 • Tekkskenk
 • Hálftómt mjólkurglas
 • Styttur af gömlu fólki
 • Inniskónna mína
 • Sjónvarpið (Simpsons)
 • Dagblað (Guardian)

No comments: