Skip to main content

Pönnukökur með sírópi

Var að koma heim frá Kanada. Þar var gaman. Og kalt. Ferðin gekk í stórum dráttum vel, en hún byrjaði þó ekki vel.

Hún byrjaði nefnilega á því að ég gleymdi vegabréfinu mínu. Maður þarf öllu jöfnu að muna eftir þremur hlutum þegar maður fer til útlanda: Vegabréfinu, Visakortinu og hausnum á sér. Yfirleitt er two out of three ekki slæmt þegar ég er annarsvegar, en mér leið samt eins og amöbu þegar daman í á check-in deskinu spurði hinnar óhjákvæmilegu spurningar: "Ertu með vegabréf?". Mér hefði ekki orðið meira um þótt hún hefði vippað sér fram fyrir borðið og þrusað í punginn á mér.....í takkaskóm. Mér hefur aldrei fundist ég vera jafn heimskur. Ekki hjálpaði til að ég var í hópi fólks sem var á leið í sama flug- þ.m.t. yfirmaður minn. Dísus kræst.

Mér tókst að fara alla leið til Keflavíkur án þess að hugsa nokkurntíman um fokking vegabréfið! Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég hef tekið ákvörðun um að láta taka skinn af fætinum á mér og græða á magann á mér þannig að ég hafi þar lítinn poka (svona eins og á kengúrum). Þar ætla ég að geyma vegabréfið. Alltaf.

Anyhoo........Ferðin var að öðru leyti fín. Ég fræddist um það hvernig ál er framleitt og kynntist fullt af skemmtilegu fólki. Quebéc-búar eru með eindæmum skemmtilegt og léttlynt fólk sem hefur gaman af því að borða, drekka og hlæja. Ég held að ég hafi aldrei heyrt jafn mikinn hlátur á einum vinnustað og í álverinu í Deschambault.

Við gistum á litlu gistihúsi sem var eins og klippt út úr væminni bíómynd- alveg ótrúlega flott og kósí- komplít með feitum, skeggjuðum vert sem heitir Claude. Hann eldar besta morgunmat sem ég hef smakkað: Pönnukökur með sírópi og.............wait for it...............SKINU OG OSTI! Þvílík snilld. Ég táraðist af sorg yfir því að Fjalar skyldi ekki vera með mér til að upplifa þetta. Allur annar matur þarna var reyndar alveg frábærlega góður- ég borðaði m.a. önd og dádýr (Andrés og Bamba) og var hvort tveggja hrikalega gott.

Við heimsóttum höfuðborg Quebéc sem heitir Quebéc City. Það er fallegasta borg sem ég hef komið til í N-Ameríku. Miðborgin er öll byggð á milli 1600 og 1700 og er nánast óbreytt (engin fokking McDonalds og KFC skilti). Í Quebec City keypti ég mér geðveikan sparigrís og málverk.

Á heimleiðinni stoppaði ég eina nótt í Boston og chillaði þar í einn dag. Mældi götur og slappaði af þess á milli. Keypti fátt- ef undan eru skildar smá gjafir handa eiginkonu og dóttur. Jú, ég keypti mér reyndar Tivoli útvarp. Snilldargræja. Ég fór líka í frábæra gítarbúð sem heitir First Act. Þeir eru með sitt eigið merki og framleiða alveg dæmalaust svala gítara. Mæli með þeim.

Svo er orðið ljóst mál að ég má ekki fara inn í bókabúðir. Mér tókst að forðast það alla ferðina, en svo datt ég inn í bókabúð á flugvellinum í Boston. Gekk út með ævisögu Anthony Kiedies (of Chilipepper fame) og Ghengis Khan (of chopping people to tiny bits fame), auk nýrrar skáldsögu eftir Stephen King (of writing stories about people being chopped to tiny bits fame).

Það er ljóst að ferðalögum er ekki lokið hjá mér. Ég er að fara til Hollands í næstu viku og til Búdapest um miðjan janúar. Jæja...........mér leiðist ekki á meðan.

Smell you later............

Comments

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…