Friday, December 30, 2005

Jóla- og nýársblogg

Hello my darlings

Vona að þið hafið haft það gott um jólin. Ég hef sjálfur haft það afar gott. Búinn að éta fullt af góðum mat og fékk fullt af skemmtilegum pökkum.

Fyndnasta gjöfin var frá Knútnum. Hann gaf mér disk með Miles Davis- sem út af fyrir sig væri ekkert sérlega fyndið ef ég hefði ekki gefið honum disk með Miles Davis. Great minds think alike

Ég fékk þrjár bækur í jólagjöf: Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson og Vetrarborgina eftir Arnald. Er búinn að lesa tvær fyrstnefndu og er byrjaður á Arnaldi. Allt fínar bækur. Það er eitthvað heillandi við að lesa sögur sem eru skrifaðar af samlöndum manns og gerast í okkar kúltúr. Þessar sögur ná betur til manns en erlendir reyfarar. Ég fæ reyndar svipaðan fíling þegar ég les Skandenavíska krimma.

Nú líður að áramótum. Eins og venjulega á þessum tíma þá lítur maður yfir farinn veg og spáir í framtíðina.

Ég held að árið hjá mér hafi bara verið með besta móti. Hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta var engin lognmolla a.m.k. Það var brjálað að gera hjá mér þegar ég var hjá Fræðslunetinu- mjög áhugavert og lifandi starf. Starfið hjá Alcoa er hins vegar draumastarfið, enda ekki til meira spennandi gigg á mannauðssviðinu á Íslandi. Og jafnvel þótt víðar væri leitað. Það er ekki algengt að menn fái tækifæri til að byggja svo stórt fyrirtæki upp frá grunni. Og ég hef aldrei kynnst öðrum eins metnaði á sviði mannauðsstjórnunar. Ég held að næstu ár hjá Alcoa-Fjarðaáli verði stórskemmtileg og spennandi.

Á þessum tíma árs er ég vanur að setja mér markmið fyrir komandi ár. Það er misjafnt hvernig mér tekst að ná þeim, en yfirleitt hafa hlutirnir þróast nokkurnvegin í þá átt sem ég hef stefnt að í upphafi árs. Ég hef nú ekki verið að flíka þessum markmiðum mínum mikið, en nú datt mér í hug að gera þetta bara fyrir opnum tjöldum. Þá hef ég þetta skráð á aðgengilegum stað og er að auki búinn að setja nokkurn þrýsting á sjálfan mig með að standa við stóru orðin. Markmiðin fyrir árið 2006 eru eftirfarandi:

Ég ætla að:

 • Stunda meiri útivist- Ganga helst daglega með hundinn
 • Bæta mataræðið- borða minni fitu og minna af slæmum kolvetnum
 • Létta mig í 82 kg
 • Stunda hugleiðslu á hverjum degi
 • Drekka minna af áfengi
 • Horfa minna á sjónvarp
 • Lesa meira af góðum bókum (alvöru bókum!)
 • Vera enn betri og ástríkari eiginmaður og faðir
 • Halda góðu sambandi við vini mína
 • Leggja mig fram um að kynnast nýju fólki
 • Auka hæfni mína markvisst og ná frábærum árangri í nýja starfinu
 • Forðast það að flækjast fyrir sjálfum mér

Hananú.............ég held að þetta sé orðið gott. Ef þetta tekst allt saman, þá held ég að ég sé bara í nokkuð góðum málum. We'll see.

Annars vil ég nota tækifærið og óska öllum sem þetta lesa gleðilegs árs. Ég vona að þið hafið það öll sem best á næsta ári! Rock on!

5 comments:

Stefán Arason said...

Ég þekki vini þína þannig að nokkur heit þín eru standa í vegi fyrir hvort öðru.
Sko:
- að drekka minna og rækta samband við vinina passar ekki saman.
- að hafa meira samband við vinina leiðir af sér minni samvistir við fjölskyldu.
- að hitta vinina leiðir af sér át á óhollari fæðu.

En gleðilegt nýtt ár samt og gangi þér vel með þetta allt saman :-)

Siggi Óla said...

Ég geri mér fulla grein fyrir því að mörg þessara markmiða stangast á. Trikkið er að ná skynsamlegum balance á þetta!

arnoldkline2574 said...

I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. My blog is just about my day to day life, as a park ranger. So please Click Here To Read My Blog

http://www.juicyfruiter.blogspot.com

Olla Z said...

Ó mæ godd. Ég gaf einmitt vinkonu minni líka Mæles Deivis OG hún er rauðhærð. Heldurðu að þetta sé tilviljun???

Siggi Óla said...

Þetta er EKKI tilviljun. Ég átta mig þó í fljótu bragði ekki á merkingunni.