Skip to main content

Jóla- og nýársblogg

Hello my darlings

Vona að þið hafið haft það gott um jólin. Ég hef sjálfur haft það afar gott. Búinn að éta fullt af góðum mat og fékk fullt af skemmtilegum pökkum.

Fyndnasta gjöfin var frá Knútnum. Hann gaf mér disk með Miles Davis- sem út af fyrir sig væri ekkert sérlega fyndið ef ég hefði ekki gefið honum disk með Miles Davis. Great minds think alike

Ég fékk þrjár bækur í jólagjöf: Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson og Vetrarborgina eftir Arnald. Er búinn að lesa tvær fyrstnefndu og er byrjaður á Arnaldi. Allt fínar bækur. Það er eitthvað heillandi við að lesa sögur sem eru skrifaðar af samlöndum manns og gerast í okkar kúltúr. Þessar sögur ná betur til manns en erlendir reyfarar. Ég fæ reyndar svipaðan fíling þegar ég les Skandenavíska krimma.

Nú líður að áramótum. Eins og venjulega á þessum tíma þá lítur maður yfir farinn veg og spáir í framtíðina.

Ég held að árið hjá mér hafi bara verið með besta móti. Hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta var engin lognmolla a.m.k. Það var brjálað að gera hjá mér þegar ég var hjá Fræðslunetinu- mjög áhugavert og lifandi starf. Starfið hjá Alcoa er hins vegar draumastarfið, enda ekki til meira spennandi gigg á mannauðssviðinu á Íslandi. Og jafnvel þótt víðar væri leitað. Það er ekki algengt að menn fái tækifæri til að byggja svo stórt fyrirtæki upp frá grunni. Og ég hef aldrei kynnst öðrum eins metnaði á sviði mannauðsstjórnunar. Ég held að næstu ár hjá Alcoa-Fjarðaáli verði stórskemmtileg og spennandi.

Á þessum tíma árs er ég vanur að setja mér markmið fyrir komandi ár. Það er misjafnt hvernig mér tekst að ná þeim, en yfirleitt hafa hlutirnir þróast nokkurnvegin í þá átt sem ég hef stefnt að í upphafi árs. Ég hef nú ekki verið að flíka þessum markmiðum mínum mikið, en nú datt mér í hug að gera þetta bara fyrir opnum tjöldum. Þá hef ég þetta skráð á aðgengilegum stað og er að auki búinn að setja nokkurn þrýsting á sjálfan mig með að standa við stóru orðin. Markmiðin fyrir árið 2006 eru eftirfarandi:

Ég ætla að:

 • Stunda meiri útivist- Ganga helst daglega með hundinn
 • Bæta mataræðið- borða minni fitu og minna af slæmum kolvetnum
 • Létta mig í 82 kg
 • Stunda hugleiðslu á hverjum degi
 • Drekka minna af áfengi
 • Horfa minna á sjónvarp
 • Lesa meira af góðum bókum (alvöru bókum!)
 • Vera enn betri og ástríkari eiginmaður og faðir
 • Halda góðu sambandi við vini mína
 • Leggja mig fram um að kynnast nýju fólki
 • Auka hæfni mína markvisst og ná frábærum árangri í nýja starfinu
 • Forðast það að flækjast fyrir sjálfum mér

Hananú.............ég held að þetta sé orðið gott. Ef þetta tekst allt saman, þá held ég að ég sé bara í nokkuð góðum málum. We'll see.

Annars vil ég nota tækifærið og óska öllum sem þetta lesa gleðilegs árs. Ég vona að þið hafið það öll sem best á næsta ári! Rock on!

Comments

Stefán Arason said…
Ég þekki vini þína þannig að nokkur heit þín eru standa í vegi fyrir hvort öðru.
Sko:
- að drekka minna og rækta samband við vinina passar ekki saman.
- að hafa meira samband við vinina leiðir af sér minni samvistir við fjölskyldu.
- að hitta vinina leiðir af sér át á óhollari fæðu.

En gleðilegt nýtt ár samt og gangi þér vel með þetta allt saman :-)
Siggi Óla said…
Ég geri mér fulla grein fyrir því að mörg þessara markmiða stangast á. Trikkið er að ná skynsamlegum balance á þetta!
arnoldkline2574 said…
I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. My blog is just about my day to day life, as a park ranger. So please Click Here To Read My Blog

http://www.juicyfruiter.blogspot.com
Olla Z said…
Ó mæ godd. Ég gaf einmitt vinkonu minni líka Mæles Deivis OG hún er rauðhærð. Heldurðu að þetta sé tilviljun???
Siggi Óla said…
Þetta er EKKI tilviljun. Ég átta mig þó í fljótu bragði ekki á merkingunni.

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…