Tuesday, December 12, 2006

Á síðustu metrunum

Hæhó

Fór í stórskemmtilega jólaveislu á Seyðisfirði um síðustu helgi. Það var mikið gaman. Maturinn stórfínn og hljómsveitin Bermúda (sem ég rangnefndi Barracuda í færslu hér á dögunum) stóð sig stórvel.

Ég átti skemmtilegt móment þar sem ég labbaði á barinn í Herðubreið og pantaði tvær flöskur af víni með matnum (ekki bara fyrir mig sko....) 8500 kall takk fyrir. Sjjjjjjitt.

Er annars á síðustu metrunum að klára það sem klárað verður fyrir hátíðar. Er að fara til Reykjavíkur á morgun. Flýg svo til Hollands á sunnudag og til Frakklands á mánudaginn. Heim á þriðjudag (nokkurra tíma stoppi á Heathrow) og út til Norge á fimmtudag. Fuk mi. Ég hugsa að maður liggi í kóma fyrstu dagana í Noregi.

Anyhoo......

Veit ekki hvort ég má vera að því að blogga fyrr en á nýju ári. Ef ekki, þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og ánægjulegs nýárs. Megi kvarkar ykkar sveiflast í takt við alheiminn. Ef ég hef gleymt að senda ykkur jólakort (eða jólagjöf) þá bið ég innilega forláts. It's not because I don't love you :-)


kv.
Siggi

Tuesday, December 05, 2006

Skál fyrir bassaleikurum!!

Sit í sófanum, vinn (eða sko....vinn, blogga og drekk bjór á víxl) með Muse tónleika í DVD spilaranum. Djöfull eru þetta svalir drengir. Samt eru þeir nettir proggarar. Gleður mitt litla progghjarta að sjá svala proggara sem tekst að laða kvennfólk á tónleika.

Ég var hins vegar bara að kveikja almennilega á perunni með það núna hvað bassaleikarinn í Muse er ÓGEÐSLEGA góður. Hann er bara gjörsamlega í skugganum af Bellamy, sem náttúrulega súperstjarna. Bassaleikarinn heitir semsagt Chris Wolstenholme. Gaurinn er skuggalega þéttur og sándar eins og móðurserðir. Það er ekkert auðvelt að halda uppi þéttleika í þriggja manna bandi þar sem einn meðlimurinn er athyglissjúkur virtúós.

Þetta blogg er almennt séð tileinkað proggurum, en bassaleikurum sérstaklega. Bassaleikarar fá sjaldnast athyglina, en eru þó allt í öllu. Hljómsveit getur gert ágæta hluti með slakann gítarleikara innanborðs. Hljómsveit með lélegann bassaleikara er hins vegar...LÉLEG. Og hananú!

Skál fyrir bassaleikurum þessa heims! Skál fyrir Fjalari! Skál fyrir Jóni Hafliði! Skál fyrir Vidda Gúmm! Og (dare I say it?.....) skál fyrir mér!


kveðja:
Siggi


p.s. flest sem ég sagði áðan á líka við um trommuleikara. Skálum líka fyrir trommuleikurum!

Sunday, December 03, 2006

Hálfnakin Andrea ca. 1991, Ben Elton og fleira smálegt

Sit hér í dæmigerðum sunnudagsþægindum. Er að hlusta á Gunnar Kvaran sarga selló og drekka te. Nice.

Ég tek aftur allar efasemdir sem ég hafði um nýju Todmobile plötuna. Hún er gargandi snilld. Textagerð hefur vissulega aldrei verið þeirra sterkasta hlið, en tónlistin er bara svo góð að það gleymist algerlega. Hvílíkar raddir! Hvílíkar melódíur! Ég get ekki beðið eftir að heyra þessi lög live. Það er örugglega magnað. Ég hlustaði á plötuna á leið í og úr vinnu alla vikuna. Fæ enn reglulega gæsahúð þegar ég hlusta á hana.

Þegar ég var að hlusta á eitt lag plötunnar skaut gömul minning upp kollinum:

Árið er ca. 1991. Ég er á heim úr blakferð með Þrótti Nes og við stoppum í Staðarskála til að tæma blöðrur og fylla maga. Þar sem ég stend á miðju gólfi og er við það að stinga upp í mig pylsu með tómat, sinnepi og steiktum, opnast hurðin og inn gengur Andrea Gylfadóttir. Á þessum tíma var ég þegar orðinn einlægur aðdáandi og ég er ekki frá því að hún hafi birst mér oftar en einu sinni í draumum af votara taginu. Mér varð þvi ekkert lítuð um að sjá stjörnuna birtast holdi klædda á svo óvæntum stað, en það var þó ekki síst klæðaburðurinn sem vakti óskipta athygli mína. Hún var nefnilega BARA í lopapeysu og ENGU öðru. Peysan var það stór að hún átti hana örugglega ekki. Hún náði rétt niður fyrir rass. Andrea var ekki í neinu öðru- hvorki skóm né sokkum. Hún brosti feimnislega til okkar og trítlaði svo niður stigann. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn nálægt því að fá heilablóðfall af skyndilegum viðsnúningi blóðflæðis.

Það þarf vart að taka það fram að umrætt atvik varð ekki til þess að minnka aðdáun mína á Andreu og hefur sá áhugi lifað fram á þennan dag, þótt hún sé löngu hætt að vitja mín í draumi. Hvílík rödd, hvílík rödd.

-----------------------------------------------

Ég var að ljúka lestri á nýjustu bók Ben Elton. Elton er einn af mínum uppáhaldspennum. Hefur gríðarlegt innsæi í líðandi stund og tekst að skrifa bækur með verulegum broddi og ríku innihaldi sem eru líka frábærlega skemmtilegar aflestrar. Hér hefur hann samt skitið yfir markið, því "Chart Throb" fannst mér ekki nógu góð bók. Hún rennur svo sem nokkuð ljúflega í gegn, en stór hluti af karakterunum er svo skelfilega viðurstyggilegur að maður tengir ekki mikið við þá. Ádeilan mistekst líka að talsverðu leyti. Ég held þó að ég muni ekki horfa á "veruleikaþætti" með sama hætti og áður- ekki það að ég hafi horft mikið á slíka þætti yfir höfuð, enda megnið af þeim óttalegt rusl.

Ég er núna að lesa John Grisham. Ekki mikill súbstans, en afar læsilegt og skemmtilegt. Maður á ekki að vanmeta gildi góðra afþreyingarbókmennta.

-----------------------------------------------

Við Jóna fórum á jólahlaðborð á Skriðuklaustri í gærkvöldi í boði KPMG. Þar vorum við ásamt starfsmönnum Intrum og fasteignasölunnar Domus. Það var stórskemmtilegt og maturinn var frábær. Þessi julefrokost tími er ótrúlegt álag á meltingarfærin. Um næstu helgi förum við svo í jólaveislu á Seyðisfirði þar sem við fáum gourmet mat frá Öldunni og dillum okkur svo við tóna frá hljómsveitinni Barracuda. Ætti að verða fjör.

----------------------------------------------

Við erum að fara til Noregs á skíði yfir jólin. Fljúgum út 21. des og verðum í viku. Við verðum í Trysil, sem er stærsta skíðasvæði í Noregi (ca. 60-70 lyftur). Nú ber hins vegar svo við að ekkert hefur snjóað í Trysil. Hlýjasta haust þar um slóðir í 200 ár. Ég ætla rétt að vona að það rætist úr því, enda búið að borga flug og hótel.

----------------------------------------------

Gífurlega bissí vinnuvika framundan. Ég þarf að verja tveimur dögum í vikunni í kennslu. Það tekur alltaf á. Það er ótrúlega erfitt að kenna sama hópnum í 8 tíma í beit. Veit ekki hvernig það mun ganga með hálsbólgu og kvef. Auk þess þarf ég að gera 12.000.000 aðra hluti í vikunni. Púff.

Bið að heilsa ykkur


kv.
Siggi

Sunday, November 26, 2006

Sunnudagsblogg

Mikið eru sunnudagar skrítnir dagar. Einhverskonar limbó. Maður leitast við að slappa af en nýja vinnuvikan sem vofir yfir eins og köld holskefla gerir raunverulega afslöppun erfiða. Ég hef því ekki enn fundið neina formúlu til að njóta sunnudaganna í botn. Það er mjög misjafnt hvað virkar. Ég er þó að komast á þá skoðun að það sé best að gera sem minnst. Í dag svaf ég t.d. til rúmlega 10, fór og keypti nýbakað brauð, horfði á Simpsons, horfði á skemmtilegan ferðaþátt með Michael Palin um Himalaya svæðið, horfði á fræðsluþátt um Mára, drakk kaffi, las í nýju Ben Elton bókinni minni, skrifaði í dagbókina og nú er ég að blogga.

Þetta hljómar ekki merkilegt, en dagurinn hefur verið óralengi að líða. Og það er gott! Ég er farinn að hallast að því að aðgerðarleysi sé okkur afar hollt í réttum skömmtum. Í aðgerðarleysinu slappar maður af, hugurinn hvílist, en að lokum verður maður eirðarlaus og upp úr því skapast ný orka til að framkvæma. Þetta er náttúrulega ekki ný sannindi, enda hafa flest samfélög frá örófi alda haldið hátíðlegan hvíldardag. Ég er bara svo tregur að ég er fyrst að fatta þetta núna. Silly me.

Nýja Ben Elton bókin sem ég er að lesa er stórskemmtileg. hún heitir "Chart Throb" og er um raunveruleikaþátt í ætt við X-Factor og Idol. Stórskemmtilegar pælingar um slíka þætti sem á örugglega eftir að auka andúð mína á þeim. Ég gerðist reyndar sekur um að horfa á X-Factor á föstudaginn og hafði bara nokkuð gaman af. Þetta auðvitað mjög líkt Idolinu, en ég held að það sé verulega til bóta að afnema aldurstakmörkin. Gamlingjar geta vel rokkað, eins og dæmin sanna.

Nýja Todmobile platan er t.d. dæmi um rokkandi gamlingja. Þetta er reyndar rokkaðasta plata sem Todmobile hefur sent frá sér. Ég er nú ekki búinn að hlusta á hana nema tvisvar-þrisvar sinnum þannig að ég ætla ekki að kveða upp neina endanlega dóma, en mér finnst hún svolítið formúlukennd á köflum, auk þess sem simfóníska elementið er á undanhaldi- það eru engin "Betra en nokkuð annað" eða "Brúðkaupslög" á þessari plötu. En samt, mjög áheyrilegt allt saman. Fín partíplata og verður örugglega gaman að heyra þau flytja þetta læv. Það jafnast náttúrulega ekkert á við Todmobile læv. ÞAÐ er Betra en nokkuð annað. Ég gleymi aldrei balli með þeim á Neistaflugi ca. ´95. Frábær upplifun sem gleymist seint. Ég var á vakt í löggunni fram eftir kvöldi, skellti mér svo heim í sturtu, sturtaði í mig ólyfjan og fór svo og dansaði eins og andsetinn köngulóarapi á spítti til kl:4:00 um morguninn. Ef ég man rétt þá spiluðu þau m.a. "Killing in the name of" og Bohemian rhapsody. Dásamlegt.

Ég spilaði á blakmóti í gær. Spilaði 12 hrinur á 5 tímum. Get mig varla hrært í dag. Mér er illt ALLSSTAÐAR. Það er nokkuð ljóst mál að ég verð að koma mér í eitthvað form. Þegar rúmlega fimmtugur karl faðir minn er minna þreyttur eftir svona mót heldur en ég, þá þarf að gera eitthvað í því. Ég ætla því að drullast á blakæfingar tvisvar í viku til að koma mér í spilform. Mér finnst þetta ennþá alveg hrikalega gaman og ekki spillir skemmtilegur félagsskapur fyrir. Ég hef annars slegið verulega slöku við í hreyfingu upp á síðkastið og ég held að það gæti ýtt manni vel af stað ef maður þyrfti að byrja að mæta einhversstaðar í sprikl tvisvar í viku.

Anyhoo..........

Gotta go

Ykkar:

Siggi

Thursday, November 23, 2006

Stöðubreyting, rokk og ról og fleira smálegt

Hello darlings

Ef eitthvað kemur einkennilega út í þessu bloggi, þá er það vegna þess að Google hefur yfirtekið blogger.com (sem hét reyndar blospot.com þegar ég byrjaði að blogga). Semsagt...not my fault.

Það hefur ýmislegt gengið á upp á síðkastið. Synd að segja að maður hefði ekki nóg að gera þessa dagana. Hér eru nokkur dæmi:

Ég er nú formlega titlaður Fræðslustjóri ("Training manager" upp á ástkæra engilsaxneska) Alcoa Fjarðaáls. Verkefnin eru mjög skemmtileg, en jafnframt örlítið yfirþyrmandi á köflum. Ég ber nú orðið talsverða ábyrgð á því að þessar tæplega 400 sálir okkar læri allt sem þær þurfa að læra til að gera þetta að besta álveri í heimi og fái svo tækifæri til að vaxa og dafna í starfi í takt við hæfileika og áhuga. Kosturinn er hins vegar sá að þetta er ótvírætt uppbyggilegt starf þar sem ég get haft jákvæð áhrif á líf fjölmargra. Ég held því að það séu mjög jákvæðir tímar framundan. Það hjálpar líka til að ég er að vinna með stórskemmtilegu fólki sem hefur mikinn áhuga á því sem það er að gera.

Og ég var einmitt að djamma með þessu fólki síðustu helgi, en þá mættu um 150 Alcóar og makar í Egilsbúð til að eta jólamat og blóta bakkus. Ég stóð raunar stærstan hluta kvölds og nætur uppi á sviði og plokkaði bassa. Það var alveg svakalega gaman. Ég var að spila með Rokkhundunum, sem eru Lukku Láki, Snúruvaldi og Helgi (yeah..I know) Gogga. Strákarnir stóðu sig stórkostlega og var grúppan bara drulluþétt. Villi Harðar þandi með okkur raddbönd talsverðan hluta kvölds og stóð sig mjög vel- enda var ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur á nokkrar af helstu hetjutenósaríum rokkbókmenntanna, svo sem Lick it up, I was made for loving you, Living on a prayer og Final Countdown. Það síðastnefnda var lokalag kvöldsins og var tekin upp sú nýbreytni að láta bassaleikarann spila sólóið. Það var gaman, enda ekki oft sem við bassaleikarar fáum að láta ljós okkar skína svo einhverjir aðrir en aðrir bassaleikarar í salnum taki eftir því. Reyndar var talsverð mannraun að spila áðurnefnt sóló, þar sem ég var á þessum tímapunkti orðinn heldur fingrahrumur (við byrjuðum að æfa fyrir giggið kvöldið áður) og ölur (við fengum ókeypis bjór).

Hanna rokk söng líka með okkur nokkur lög og var alveg stórgóð. Stúlkan sú er hörkutalent. Hún söng m.a. "Ég vil að þú komir" með Trúbroti. Við fengum það til að grúva stórvel. Hún söng líka "Play that funky music", en á meðan flutningi þess stóð lentum við í fídbakki dauðans- hausinn á eldri konu út í sal sprakk og hundar í 7 mílna radíus ærðust. Goggson æddi að mixernum til að redda málunum, sem tók lungann úr laginu, en við hin spiluðum og sungum áfram eins og sannir proffar þótt það væri farið að blæða úr eyrum, augum og öðrum líkamsopum.

Senuþjófur kvöldsins var samt Þorleifur spítubassi, sem m.a. hefur gert hefur garðinn frægann með Bubba og KK. Hann söng eigin ljóð og lék undir á bassa íklæddur glimmerskyrtu og með hatt á höfði. Snilld. Gaurinn er endalaust flottur karakter og ótrúlega næs gæi.

Svo ég haldi áfram í þessum fréttagír þá er ég að fara að spila blak um helgina. Næ vonandi að hrista af mér spikið sem ég bætti á mig á jólahlaðborðinu. Þar er um að ræða Austurlandsmót í blaki, þar sem við munum etja kappi við aðra austfirska ístrubelgi. Það ætti að verða gaman. Ég mætti á fyrstu æfinguna í vetur á síðasta mánudag og er nú með stjarnfræðilegar harðsperrur í vöðum sem ég var búinn að gleyma að ég hefði. Sjitt.

Ég fór í sprautu í dag og er með fjörfisk í upphandleggsvöðvanum. Óþægilegt.

Hvað er með þennan þátt hans Hemma. Djöfuls hörmung!

Sá í vikunni leiðinlegustu mynd sem ég hef séð um langt árabil. Pirates of the Carribabean II. Ætli það sé enginn með viti í Hollywood? Skelfileg þvæla.

Tek aftur það sem ég sagði um þáttinn hans Hemma. Er að horfa á Eirík Hauksson syngja lag með Uriah Heep. Gypsy Queen. Snilld.

Anyhoo....

Nú er ég farinn að röfla.

Smell you later

-S

Tuesday, November 07, 2006

Frankfurter Schlumpfferein!

Ég eyddi helginni í Frankfurt. Það var gaman. Við hjónakornin fórum þangað til að taka þátt í árshátíð KPMG. Í undirbúningi árshátíðar fengu starfsmenn séns á að velja vettvang árshátíðarinnar. Í boði voru Franfurt, París og London. Ég veit ekki hvort það segir eitthvað um endurskoðendur að Frankfurt skyldi verða fyrir valinu, en ég verð þó að játa að við hjónin völdum Franfurt þótt sú borg sé ekki beint fræg fyrir að vera aðlaðandi eða skemmtileg. Fyrir þessu voru nokkrar ástæður:

1. Við höfum komið oft og mörgum sinnum til London. Þótt þar sé gaman, þá er líka alltaf gott að prófa eitthvað nýtt.
2. 3 dagar í París myndu vera algerlega ófullnægjandi til að skoða borgina. Auk þess var hótelið ekki mjög freistandi.
3. Þegar við lásum okkur til um Frankfurt þá leist okkur ágætlega á borgina. Auk þess stóð til að gista á Hilton hótelinu, sem er mjög flott.

Í stuttu máli, þá kom Frankfurt skemmtilega á óvart. Borgin minnir svolítið á Boston. Gamlar og stórglæsilegar byggingar innan um skýjakljúfa og forljótar nýlegri byggingar. Þjónusta var stórfín, Þjóðverjar afar vingjarnlegir, kurteisir og hjálpsamir, gott að versla, frábær matur, góður bjór, frábært hvítvín og glæsileg söfn. Við skelltum okkur líka á Cirque du Solei sem var mjög skemmtilegt.

Á heimleiðinni lentum við í 4 tíma töf, en þann tíma notuðum við hjónin til að bruna aftur inn í Franfurt og fara á frábært listasafn þar sem við skoðuðum myndir eftir Rembrandt, Renoir, Bottichelli, Picasso og fleiri drátthaga menn og konur sem ég kann ekki skil á. Algerlega frábært.

Þessi frábæra slökun átti sér þá miður skemmtilegu hliðarverkun að ónæmiskerfið komst í eitthvað uppnám, eins og oft gerist þegar maður hefur verið undir miklu álagi og fær skyndilega upplist. Ég er semsagt búinn að vera veikur bæði í gær og í dag. Sökks. Kannski er þetta bara overdose of bratwurst og bjór? Anyhoo...

Ég get alveg mælt með Frankfurt sem helgarferðaráfangastað.

Saturday, October 28, 2006

Sakleysi

Ég vaknaði illa í gærmorgun. Dreymdi stríð og annan viðbjóð. Ég andaði djúpt, geispaði og kveikti ljósið.

Sigga litla hafði fengið að sofa í bóli mömmu sinnar sem þurfti að fara suður á námskeið. Hún rumskaði, opnaði augun og brosti til mín.

"Góðan daginn", sagði ég. "Hvernig svafst þú elskan?"

"Vel", svaraði hún og geispaði. "Mig dreymdi að ég ætti hvolp. Hann hét Snæbert. Við vorum að tína blóm", sagði hún og brosti sællega.

Ég komst við. Þvílíkur munur á draumförum. Hvenær töpum við þessu sakleysi æskunnar. Væri ekki gaman ef við töpuðum því ekki nánast algerlega? Að við yrðum ekki svona kaldhæðin og.....hörð?

I wonder

Friday, October 20, 2006

Hann á afmælií dag...hann á afmælií dag

Jamm...Yðar einlægur er þrjátíuogtveggja í dag. Bammbarabamm!

Get ekki sagt að ég sé fróðari og þroskaðari en í gær. Finnst reyndar eins og ég sé feitari, vitlausari og eldri en í gær. Hmmm...fúlt að eiga down-dag þegar maður á afmæli.

Reyndar hefur dagurinn verið að batna jafnt og þétt síðan um hádegisbil þannig að þetta horfir nú allt til betri vegar. Nú ætlar mín ástkær eiginkona að elda handa mér nautasteik, en að því loknu ætla ég að skella mér á blakleik. Gaman, gaman.

Annars ætti maður nottlega á þessum tímamótum að hugsa um árið sem liðið er frá því að maður átti síðast afmæli. Þetta er búið að vera stórgott ár að flestu leyti. Ég náði t.d. að heimsækja þrjú áhugaverð ný lönd- Kanada, Brasilíu og Tyrkland. Það er líka búið að vera mikið rokk og ról í vinnunni og maður er búinn að læra gífurlega mikið á þessu eina ári. Vona bara að þanþol hugans sé nóg- að þetta endi ekki með sóðalegu skanners atriðið. Splatt!

Anyhoo.........

Hafið það gott


kveðja:
Siggi afmælisstrumpur

Wednesday, October 18, 2006

Eru hvalveiðar góð hugmynd?

Mér er spurn. Er þér svarn? (svo að ég steli góðum útúrsnúningi frá Orra Smára)

Nú finnst mér það meika fyllilega sens að það þurfi að halda hvalastofninum í skefjum með skynsamlegum veiðum. Eeeeen:

1. Það þarf að veiða miklu meira af hval heldur en nokkur hundruð stykki til að minnka stofnstærðina.
2. Það er algerlega óljóst hvað á að gera við afurðirnar.
3. Það hlýtur að vera ljóst mál að hvalveiðar geta haft slæm áhrif á útflutning okkar á öðrum vörum og túrisma, fyrir utan það að vera pólitískur saurstormur (þó í vatnsglasi sé).

Svo fer þessi þjóðrembingslegi tónn í umræðunni alveg svakalega í taugarnar á mér (Það er náttúrulega fyrir löngu búið að benda á tengingarnar á milli íslenskrar þjóðernishyggju og afstöðu Íslendinga til hvalveiða). Það er því ekki laust við að það sé smá popúlísk kosningalykt af þessu. Leiðindamál- Enda nenni ég ekki að skrifa meira um þetta.

Sunday, October 15, 2006

Ótrúleg kona

Hvílík ástríða. Hvílík leikni. Hvílík snilld. Hvílíkt "femme fatale"

Ég hef hlustað á þessa upptöku 1000 sinnum, en var semsagt að uppgötva að þetta er til á filmu líka.

http://www.youtube.com/watch?v=zqTrspJngJc&search=argerich

Saturday, October 14, 2006

Að fylla fötur

Ég er búinn að hugsa mikið um bjartsýni upp á síðkastið.

Ég er búin að kenna nokkrum hópum stuttan sjálfseflingarkúrs sem ég setti saman. Allir nýir starfsmenn Alcoa fara í gegnum þennan kúrs. Þegar ég setti efnið saman þá leitaði ég fanga nokkuð víða og er enn að viða að mér efni og pæla.

Eitt af því sem ég hef tæpt í námskeiðinu er um mikilvægi þess að vera virkur og taka ábyrgð á eigin gjörðum og tilfinningum. Það er nefnilega ótrúlega algengt að fólk taki enga ábyrgð á viðbrögðum sínum við áreiti. "Hann gerði mig bara brjálaðan", er oft viðkvæðið hjá fólki sem handtekið er fyrir ofbeldisbrot. Það er kannski öfgakennt dæmi um það hvernig menn geta afneitað ábyrgð á tilfinningum og gjörðum, en ég held að okkur hætti allt of mikið til að láta ytri aðstæður og atburði virka neikvætt á okkur. Við getum nefnilega alltaf valið viðbrögð. Við erum raunar eina skepnan á jörðinni sem getur brugðist við ytra áreiti með svo yfirveguðum hætti, enda erum við einu skepnurnar sem hafa til að bera sjálfsmynd, ímyndunarafl og samvisku.

Margt af því sem ég hef verið að lesa bendir til þess að við getum svo sannarlega ákveðið að vera jákvæðari og glaðari manneskjur. Það getum við t.d. gert með eftirfarandi hætti:

1. Með því að stoppa af neikvætt hugarflæði, rökræða við sjálfan sig, varast að draga víðtækar ályktanir af neikvæðum atburðum og vega og meta neikvæðar staðhæfingar okkar um okkur sjálf.

2. Með því að BROSA og bera okkur vel. Ef manni líður illa getur virkað afar vel að brosa einfaldlega. Það hefur verið sýnt fram á að þótt hegðun stjórnist yfirleitt af tilfinningum þá hefur hegðun líka áhrif á tilfinningar. Þú brosir þegar þú ert ánægður, en þú verður líka ánægður (eða ánægðari a.m.k.) þegar þú brosir. Þarna á slagorð Nike ágætlega við: Just fucking do it.

3. Með því að gera í því að hrósa öðrum og dreifa gleði hvert sem þú ferð. Ég var að enda við að lesa stórskemmtilega bók sem heitir "how full is your bucket" sem fjallar einmitt um þetta efni- þ.e. mikilvægi jákvæðni í samskiptum á vinnustað (og í lífinu almennt). Við eigum að leitast við að fylla stöðugt á "fötur" hvers annars og varast neikvæðni eins og pestina.

Anyhoo.....

Grundvallaratriðið er þetta: Við getum ákveðið að vera jákvæðari og glaðari og slík hegðun smitar út frá sér. Alveg eins og nokkrir neikvæðir einstaklingar geta eitrað andrúmsloft á vinnustað þá getur jákvæðni fárra haft gríðarlega keðjuverkun í för með sér. Tökum ábyrgð á tilfinningum okkar og hegðun og einsetjum okkur að dreifa aðeins gleði og jákvæðni. Tökum neikvæðnina úr umferð (nema að sjálfsögðu á bloggsíðum, þar sem maður VERÐUR stundum bara að fá útrás fyrir ákveðnar frústrasjónir :-)

Góðar stundir.

Monday, October 09, 2006

Lækkun matarverðs

Skyldi lækkun matarverðs tengjast því eitthvað að nú eru kostningar í vor? Duh!

Nú opnast pyngjan og við getum verði alveg viss um að hún mun opnast þegar tækifæri gefst til að gera sem mestan mat (pun intended) úr því pólitískt. Sumsagt, popúlismi af svæsnustu gerð. Hefði ekki verið sniðugt að leggja þessa milljarða t.d. í barna og unglingageðdeild eða eitthvað annað brýnt málefni. Það er ekki eins og ekki sé af nógu að taka.

(Ekki það...matvælaverð er náttúrulega fáránlega hátt á Íslandi og besta mál að mjaka því niður- en ég held bara að stóri vandinn í því samhengi séu ekki skattar, heldur innflutningshöft og gráðugir stórkaupmenn, en.....nóg um það)

Að mínu viti snýst pólitík fyrst og fremst um tvennt: a) Að tryggja að efnahagslegur jarðvegur sé frjór og laus við illgresi; og b) Að tryggja sem flestum sem besta möguleika á því að lifa góðu og hamingjuríku lífi.

Núverandi stjórnvöld hafa að mörgu leyti staðið sig vel hvað varðar lið a). Stærstur hluti þess árangurs sem nást hefur má þó öðru fremur rekja til inngöngu okkar í EES. Þó má vera að lækkun fjármagnstekjuskatts hafi haft talsverð áhrif. Það er þó klárt mál að það ríkir ekki stöðugleiki á Íslandi og menn hljóta að spyrja sig hvort svo gríðarlegar sveiflur á gengi gjaldmiðilsins séu forsvaranlegar. Við höldum jú úti minnsta "fljótandi" gjaldmiðli heimsins. Útflutningsgreinarnar hafa fundið VERULEGA fyrir þessum sveiflum (og þið ykkar sem ætlið að kenna stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi alfarið um hátt gengi krónunnar: Save your breath)

Hvað varðar lið b) þá er dagljóst að núverandi stjórnvöld eru að klúðra ýmsu án þess að sýna mikla tilburði í þá átt að bæta um betur. Dæmi:

Lýst er eftir menntastefnu Íslendinga. Hún sást síðast árið...uh....uh...Ok..Hún hefur aldrei sést, en ákveðnir aðilar við Sölvhólsgötu halda því statt og stöðugt fram að hún sé til. Menntakerfið okkar er náttúrulega djók. Í Noregi ljúka 98% þjóðarinnar einhverskonar starfsnámi. Á Íslandi er þessi tala um eða innan við 50% og þekkist vart annað eins í hinum vestræna heimi. Samt skera menn niður framlög til framhaldsskólastigsins og eru ótrúlega lítið að gera til að laga þetta. Mjög takmarkað framboð er á menntun fyrir þann hluta landsmanna sem ekki er svo lánsamur að búa á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir fullkomnar tæknilegar forsendur til að halda uppi öflugu fjarnámi á flestum útnesjum. Menntun er eitthvað öflugasta þjóðfélagsþróunartæki sem þekkist og við VERÐUM að standa okkur betur á því sviði. Legg til að við gerum Jón Torfa að menntamálaráðherra.

Það bendir líka margt til þess að við séum að klúðra því að gera þetta að góðu samfélagi. Skv. nýlegum fréttum koma nú reglulega tilfelli inn á BUGL, jafnvel niður í 8 ára grey, sem vilja ekki lengur vera til. 8 ára börn greinast líka með anorexíu. Við höfum það betra efnahagslega en nokkru sinni fyrr, en keppumst við að drekka og éta okkur í hel. Eða sitjum dofin í miðri dótahrúgunni og störum á sjónvarpskjáinn með bjór í hönd og sleftaum úr munnvikinu.

Kannski er þetta svaragallsraus, en mér finnst margt af þessu skuggalegt og ég vildi óska þess að við hefðum stjórnvöld sem væru að spá í hverju sætti. Stjórnvöld sem væru að spá í þá heildarmynd sem við blasir og markvissar mótvægisaðgerðir.

En það er væntanlega útópía: Heimur þar sem Jón Torfi er menntamálaráðherra, Stefán Ólafsson er félagsmálaráðherra; heimur þar sem enginn vinnur meira en 8 tíma á sólarhring; þar sem menn hugsa um INNIHALD ekki umbúðir; þar sem maður er manns gaman og menn bera virðingu hver fyrir öðrum.

Sunday, October 08, 2006

Að gera veður.....

Carry your own weather, sagði einhver spekingur. Góð og gild pæling, en það er erfitt að halda í svona hugsun þegar veðrið er jafn ömurlegt og þessa helgina. Þetta leggst óhjákvæmilega á sálartetrið. Það er ekki bara rigning, heldur HELLIRIGNING. Og rok. Depressing.

og mér finnast sunnudagskvöld yfirleitt nógu depressing fyrir. Vinnuvikan gnæfir yfir mann eins og holskefla og maður getur bara beðið í hnipri eftir gusunni...og haldið niðri í sér andanum. Til að bæta gráu ofan á svart er konan í Reykjavík þannig að maður er einn að gaufa með unganum. Sigh...

En! Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Það er lítið gagn í að barma sér. Það þarf að spíta í lófa, bretta upp ermar og kíláða!

Saturday, October 07, 2006

Bill Bryson

Var að enda við lesa "Notes from a small island" eftir Bill Bryson í annað sinn. Gaurinn er ótrúlega fyndinn og skemmtilegur penni. Eftirfarandi er skemmtilegt brot þar sem hann er að tala um þann merkilega sið Yorkshire-búa að æða inn í hús hverjir hjá öðrum, en Bryson bjó um margra ára skeið í Yorkshire dölunum:

"They do things differently in the Dales, you see. For one thing, people who know you come right in your house. Sometimes they knock once and shout "Hullo!" before sticking their head in, but often they don't even do that. It's an unusual experience to be standing at the kitchen sink talking to yourself animatedly and doing lavish, raised-leg farts and then turning around to find a fresh pile of mail lying on the kitchen table"

Þegar ég las þessar línur fyrst þá var ég á flugi á leið heim frá Englandi. Ég fékk hálfgert móðursýkiskast af hlátri og ætlaði aldrei að ná mér. Varð eldrauður í framan og tárin láku niður kinnarnar á mér. Ég er ekki frá því að ástkær eiginkona mín hafi verið farin að skammast sín eilítið fyrir þessa sérkennilegu hegðun mína.

Bryson er í miklu uppáhaldi hjá mér og finnst mér hann sérstaklega góður að grípa í þegar ég er ekki að meika það að lesa eitthvað krefjandi. Hann skrifaði gersamlega frábæra bók sem heitir "A short history of nearly everything" sem er stórskemmtilegt rit um vísindi. Ég ætla pottþétt að endurlesa þá bók. Úr henni er t.d. þessi frábæra lýsing á Sir Isac Newton:

"upon swinging his feet out of bed in the morning he would reportedly sometimes sit for hours, immobilized by the sudden rush of thoughts to his head"

Snilld!

Eini gallinn við að lesa bækur af þessu tagi er sú örvænting sem maður fyllist þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað það er margt sem maður veit ekki. Ég las viðtal við Illuga Gunnarsson um daginn þar sem hann lýsti því hvernig honum finnst hann vita sífellt minna með aldrinum- eða öllu heldur að því meir sem hann lærir, því meira skilur hann hvað hann á mikið ólært. Eins og talað út úr mínu hjarta. Á menntaskólaaldri taldi maður sig vita alla skapaða hluti. It's all been downhill since then.

Þetta rímar vel við stærsta vandamál vísindanna. Hver spurning sem við finnum einhverskonar svar við vekur upp ótal spurningar sem er ósvarað- svörin við þeim spurningum vekja hvert og eitt upp enn fleiri spurningar. Ergo: Því meira sem við vitum, því betur áttum við okkur á því hvað við vitum lítið.

Þetta gæti virkað niðurdrepandi hugsun, en þetta þýðir líka að við munum aldrei þekkja eða skilja eðli allra hluta. Á fyrri hluta 20. aldar töldu menn aðeins vera örfá ár í að öllum spurningum um alla skapaða hluti yrði svarað. Yrði það ekki leiðinleg tilvera?

Ég held að það sé ágætt að hafa einhverja mystík í tilverunni. Okkur ætti a.m.k. ekki að leiðast á meðan við höfum allar þessar gátur að glíma við.

Thursday, October 05, 2006

Fjölmiðlar

Einu sinni vann ég á fjölmiðli. Sá fjölmiðlill var ekki stór. Hann kallaðist Austurland og var forveri Austurgluggans. Þegar ég vann á fjölmiðli þá gerði ég mér far um að kynna mér mál af sæmilegri kostgæfni áður en ég fjallaði um þau og skrifa svo sæmilega hlutlægan/hlutlausan texta. Þetta gekk nú oftast sæmilega, en þó kom fyrir að maður fékk símtöl frá fólki sem taldi halla á þeirra hlið í umfjölluninni. Sumir voru jafnvel sárir eða æstir. Í kjölfar slíkra samtala fór maður yfir það sem skrifað var og tékkaði á staðreyndum málsins, skoðaði orðalag og vó og mat hvort maður hefði virkilega klúðrað einhverju. Stundum var það raunin og þá reyndi maður að gera betur næst.

Ég held að flestir ærlegir blaðamenn kannist við þessa lýsingu. Mér sýnist hins vegar sífellt oftar að menn vandi vinnubrögð alls ekki nógu mikið. Það er nefnilega þannig að ef maður veit eitthvað um þau mál sem eru til umfjöllunar þá sér maður ótal villur og mistúlkanir í meðferð fjölmiðla á málinu. Og ef maður sér alltaf einhverja meinbaugi á umfjöllun um þau mál sem maður þekkir sjálfur, eru þá ekki talsverðar líkur á því að það sama gildi um þau mál sem maður þekkir ekki?

Ég ætla ekki að segja að ég hafi nokkurntíman kokgleypt það sem ég les, heyri eða sé í fjölmiðlum- sérstaklega eftir að ég skreið út úr skóla, tortrygginn, kaldhæðinn og fullur af efa. Hins vegar stend ég mig að því að gleypa sífellt minna við því sem er í fjölmiðlum hverju sinni. Kveður jafnvel svo rammt að þessu að ég er hreinlega að spá í hætta að fylgjast með fréttum. Fyrir því er raunar ein ástæða í viðbót.

Málið er nefnilega að "good news is no news". Fréttir eru samsuða af öllu því neikvæðasta sem dynur yfir á hverjum tíma. Það þýðir að ef tveir aðilar deila á opinberum vettvangi, túlkun annars þeirra á þrætuefninu er neikvæð en túlkun hins jákvæð, þá er vonlaus slagsíða á umfjöllun um efnið. Jákvæði málstaðurinn er ekki fréttnæmur- hinn neikvæði er endalaus uppspretta efnis. Miðlarnir eru óseðjandi skepnur sem þrífast á ótíðindum.

Kannski er þetta vandamál óvenju slæmt á Íslandi, þar sem smæð miðlanna og markaðarins gerir fagmannleg vinnubrögð að sumu leyti erfiðari en ella. Það er mikill munur á því að vinna á blaði sem getur borgað fyrir margra vikna, mánaða eða jafvel áralangar rannsóknir á einstökum málum og nógu há laun til að laða að sér kaliberfólk.

Ekki misskilja mig...vönduð fjölmiðlun er mikilvægur hluti af lýðræðissamfélagi. Það er bara rosalegur skortur á vandaðri fjölmiðlun.

Wednesday, October 04, 2006

Að VERA

Hugvekja dagsins:

Fortíð og framtíð eru óraunveruleg fyrirbæri. Fortíðin eru minningar, framtíðin hugarórar. Líf þitt er ÞESSI STUND. Núið er lífið. Það er ekkert til utan þess.

Við eyðum hins vegar 95% af vökutíma okkar í að hugsa um fortíð eða framtíð. Við erum svefngenglar- lifum í draumaheimum. Því greindari sem þú ert og því meira krefjandi sem starfið þitt er, því ólíklegri ert þú til að vera nokkurntíman fullkomlega meðvitaður um núið. Þú getur bætt líf þitt ótrúlega mikið með því læra að skynja núið til fulls- að VERA.

Here endeth the lesson

Ég er búinn að reka mig þetta í sífellu síðustu dagana- að vera endalaust í vinnunni. Líka þegar ég er heima hjá mér, eða í göngutúr með hundinn. It is the way to madness.

Ég ætla að reyna að nýta hvert tækifæri til að vera meðvitaður og vakandi. Annars koma mennirnir með risavaxna fiðrildanetið og ná í mig.

Smell you later

-S

Tuesday, October 03, 2006

Sprengjuhótun

Í gær fengum við Sprengjuhótun. Það var ekki skemmtileg tilfinning. Eins og það hafi ekki gengið nóg á síðustu mánuði. Það er búið að kalla okkur vopnaframleiðendur, umhverfissóða, lögbrjóta, fjallkonunauðgara og ég veit ekki hvað...og nú þetta. Mikið svakalega er mikið að fólki sem gerir svona. Þetta er í raun terrorismi þótt ekkert hafi verið sprengt (ennþá a.m.k.). Tilgangurinn er að valda starfsmönnum ótta og vanlíðan og draga þannig úr líkunum á því að við náum árangri.

Ég vísa á niðurlagið í síðasta innslagi mínu. Við munum beina allri okkar orku í það að ná árangri með þessa verksmiðju og í það að byggja upp gott samfélag á Austurlandi. Terroristar, úrtölumenn, dómsdagsspámenn og aðrir fýlupúkar geta gargað sig hása mín vegna. Við MUNUM ná árangi.

Anyhoo.......

Mig vantar nýja gönguskó. Traustu Salomon skórnir eru farnir að leka og eru bara orðnir ansi þreyttir. Any recommendations?

Smell you later:

Siggi Nobb

Tuesday, August 15, 2006

Ganga

Gekk upp í Miðstrandarskarð á laugardagsmorguninn. Djöfull erfitt, en algerlega þess virði. Frábært útsýni, þó að það sé reyndar nokkuð þröngt. Skarðið sjálft er líka bara svo flottur staður.

Ég vaknaði eldsnemma bæði á laugardag og sunnudag. Mikið skrambi er helgin löng þegar maður sker niður svefninn! Ég hef tekið stefnumarkandi ákvörðun um að sofa ekki meira en 6 tíma á sólarhring- þ.e. fjórðung sólarhringsins í stað þriðjungs!

Við Jóna áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Sjö ár! Tíminn líður maður! Á þessum síðustu og verstu tímum telst 7 ára hjónaband bara nokkuð gott. Við ætlum að halda upp á það um helgina með því að borða á Friðrik V. á Akureyri. Namm.


later:
Siggi

Friday, August 11, 2006

Breaking the silence

Whoa! Það hefur svo margt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast að ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera því skil, enda örugglega búinn að glata lesendahópnum endanlega og gæti því alveg eins verið að skrifa flöskuskeyti.

og þó...............

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

-Komið til Portúgal, Brasilíu og Tyrklands
-Látið krúnuraka mig
-Kafað
-Skoðað rústir Efesusborgar
-Gengið á fjöll
-Orðið brúnni en ég hef verið í mörg ár (þ.e.a.s. fólk sem ég mæti í sundi er hætt að hníga niður í snöktandi hrúgu sem segir í sífellu "augun í mér! augun í mér!)
-Lesið a.m.k. 20 bækur
-Spilað eitt gigg í Egilsbúð með Rokkhundunum (það var GAAAAAMAN)
-Drukkið 700 lítra af bjór (er nú hættur bjórdrykkju....aftur)
-Drekk í staðinn fyrir bjórinn eitt glas af rauðvíni á dag. Most refreshing.

Anyhoo........Ég hef a.m.k. augljóslega ekki setið alveg auðum höndum.

Ég er rétt að skríða saman og ná áttum eftir sumarfríið. Það var dásamlegt að taka sér gott frí. Ég náði að slappa mjög vel af. Mun betur en í Portúgal í fyrra. Mæli eindregið með Tyrklandi. Tyrkir hafa t.d. svona 30 sinnum meiri þjónustulund en Portúgalir- Virðast mjög vingjarnlegir að eðlisfari og vilja allt fyrir mann gera. Kannski skýrist þetta bara af gengismun...veit ekki...held þó ekki. Það er skratti erfitt að feika alvöru bros.

Ég er núna á fullu að undirbúa mig andlega fyrir veturinn. Er að viða að mér andlegu fóðri og er að plana líkamlega uppbyggingu samhliða. Keypti af rælni bók sem heitir því skelfilega nafni "Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn", eftir gaur sem heitir Robin Sharma. Bókin er ansi matarmikill grautur af ýmiskonar sjálfseflingarliteratúr. Það er ekkert nýtt í henni en það sem gefur henni aukið gildi er það að spekin er sett á söguform. Reyndar er sagan frekar hallærisleg, en þetta er þó að virka skrambi vel á mann. Stöffið sem hann er vitna í er allt hægt að finna í bókum eftir Chopra, Covey, Seligman, Anthony Robbins, Millman o.fl. Það er hins vegar mjög gagnlegt hvað gaurinn er lítið að reyna að vera frumlegur. Hann er einfaldlega að tengja þessar pælingar prýðilega saman og skella því á söguform svo að maður muni það betur og hafi það allt á einum stað. Því skiptir í raun ekki miklu máli þótt sagan sé hálfgert crap.

Ef þið viljið krasskúrs í sjálfseflingu þá get ég mælt með þessari bók. Og ef þið þurfið ítarefni í kjölfarið þá megið þið senda mér línu og ég skal mæla með einhverju sniðugu.

Ein ástæða fyrir því að ég las bókina er sú að ég er að plana daglangann sjálfseflingarkúrs sem ég ætla að kenna nýjum starfsmönnum Alcoa-Fjarðaáls. Ég er eindreginn talsmaður þess að mannauðsstjórnun og mannrækt séu nátengd fyrirbæri.

Veturinn leggst annars vel í mig. Þetta verður erfitt...en vonandi gaman. Svolítið eins og lífið almennt: Erfitt....en vonandi skemmtilegt.

Farið vel með ykkur. Og hvert annað.

Fokk! Did I just quote Jerry Springer??!

Saturday, May 13, 2006

Af barflugum og bassaföntum

Ég fór á hraustlegt fyllerí í gær. Djöfull er nú nauðsynlegt að detta í það annað slagið. Og það þarf ekki leggja upp með eitthvað rosalegt plan til að ná skemmtilegu djammi...ónei.

Konseptið var einfalt. Helstu innihaldsefni voru tvær kippur af bjór, nýju plöturnar með Chilipeppers og Pearl Jam og góða skapið. Þáttakendur voru tveir, að mér meðtöldum. Hinn þáttakandinn var sem sagt Knúturinn.

Og mikið fjári var þetta gaman. Chilipeppers grúva eins og móðurserðar á nýju plötunni. Flea er besti bassaleikari á plánetunni. Þeir sem halda öðru fram eru afstrympi. Frusciante er líka í fantaformi og hefur ekki verið betri síðan á Bloodsugar. Heví góð plata. Fimm stjörnur.

Pearl Jam eru líka í hörkuformi og hafa ekki verið jafn beittir í langan tima. Það rifjuðust aftur upp fyrir mér tónleikarnir þeirra í Boston Garden árið 1994, en þar fékk ég að berja þá augum (og eyrum). Vedderinn var orðinn frekar ölur í lok tónleikanna (eftir að hafa rokkað eins fathermocker) og í siðasta laginu fór hann að berja míkrófónstatífinu í sviðið eins og óður maður. Á endanum kom gat á sviðið sem Vedderinn stækkað með spörkum. Svo hoppaði hann í gegnum gatið og hvarf af sviðinu! Þvílíkt rokk! Verður seint toppað.

Anyhoo.......

Þegar bjórinn var búinn fórum við Knúturinn í bæinn. Fórum fyrst í biðröð á Ölstofunni þar sem hassreykur liðaðist út um glugga og dyr (ég er ekki að grínast). Við gáfumst upp á því og röltum niður í Austurstræti. Þar byrjuðum við á að fara á Pravda, af öllum stöðum. Tilgangurinn var að framkvæma stutta ethnógrafíska rannsókn á kúnnum Pravda. Við stútuðum einum bjór og komumst að því að mannfræðirannsóknir á Pravda eru einkar leiðinleg iðja.

Til þess að tryggja það að kvöldið yrði algerlega ódæmigert þá héldum við næst á Rex. Við vorum búnir að gefa mannfræðina upp á bátinn. Langaði bara í góðan kokteil. Á Rex drukkum við Mojito kokteila, dönsuðum eins heilalamaðir simpansar við einstaklega hörmulega tónlist. Það er magnað hvað sumir plötusnúðar eru miklir afglapar. Djöfull sakna ég 22. Þar var góð tónlist.

Í morgun var þynnkan talsverð, enda létum við ofan í okkur óskynsamlegt magn af ólyfjan. Ólyfjan er best læknuð með lyfjan og ég er búinn að komast að því að optimal skammtur af íbúfeni eru 1200 milligrömm. Svínvirkar.

Andleg líðan var frábær eftir vel heppnað fyllerí og þar sem skandaliseruðum ekkert (flettum okkur ekki klæðum, átum ekki kerti...you catch my drift), þá var maður alveg laus við bömmerinn. Ég endaði svo daginn á ríflega klukkutíma göngutúr út undir Nípu. Fann hriklega flottan útsýnisstað þar sem maður sér tugi kílómetra út á sjó. Bjútifúl. Ég held að ég sofni vel í kvöld.

Ást:
Siggi

Monday, April 10, 2006

Vinir Dóra

Einhverjir hafa eflaust umsvifalaust ályktað sem svo að nú ætlaði ég að fara að tjá mig um framsóknarflokkinn, en svo er ekki (þannig að þið getið lesið áfram án þess að eiga það á hættu að fá heilablóðfall af leiðindum).

Ég var nefnilega að lesa viðtal við Halldór Bragason, blúshund, í Mogganum um helgina. Þá lét lítil minning á sér kræla:

"Árið er ca. 1995. Ég er staddur á Reykjavíkurflugvelli í bið-"sal" Íslandsflugs. Á biðstofunni eru tvö farlama gamalmenni, kona með grátandi ungabarn og bólugrafinn unglingur sem er að sporðrenna prins póló númer 2 og drekka kókómjólk. Ég er heldur daufur í dálkinn yfir þessari ofurraunsæislegu hversdagssenu þegar hurðin þeytist skyndilega upp og inn ganga fjórir svartklæddir menn. Snjófjúk fylgir þeim inn í biðstofuna og ískaldur ferskur andblær.

Mennirnir eru Halldór Bragason og vinir hans. Dóri er með kúrekahatt á höfði og í leðurstígvélum. Guðmundur Pétursson er í skósíðum frakka með krullurnar í allar áttir. Þeir eru með gítartöskur í höndum og dauft glott á vörum. Djöfull eru þeir svalir.

Skyndilega er depurð mín horfin. Það er til fólk sem hefur sig yfir hversdagsleikann. Er öðruvísi en fólk er flest. Fólk sem lifir fyrir listina. Ég brosi í kampinn og kinka kolli til Vina Dóra, fullur af einkennilegu þakklæti."


Þetta flaug gegnum huga minn þegar ég las viðtalið við Dóra og skyndilega fylltist ég þakklæti yfir því að fuglar eins og hann skuli fljúga meðal vor. Þessir fuglar fljúga ekki alltaf í hópnum- en undurfagurt kvak þeirra og skemmtileg uppátæki gera okkur hinum ferðina bærilegri.

Thursday, April 06, 2006

Veðurtepptur

Ég er búinn að vera veðurtepptur á Norðfirði í allan dag. Það var reyndar bara ágætt, enda get ég svo sem unnið hvar sem er ef ég hef tölvu og síma. Þetta vekur mann samt til umhugsunar um samgöngumálin.

Það þarf ekkert tala við elstu menn til að rifja upp tímabil þegar veður eins og við upplifðum hér í dag voru mjög algeng á vetrum. Fyrir 15-20 árum var svona veður oft á vetri og raunar var talað um mildan vetur ef skaflar urðu ekki hærri en einlyft hús. Þrátt fyrir umtalaða hnatthlýnun, þá er ég smeykur um að við gætum átt eftir að upplifa svona vetur á ný.

Sem undirstikar nauðsyn þess að fá almennileg göng í gegnum þessi fjöll okkar. Oddskarðsgöng eru náttúrulega löngu orðin gersamlega fáránleg, og þau eru raunar ólögleg skv. Evrópustöðlum. Ég keyri þarna í gegn á hverjum degi og oftar en ekki lendir maður í því að bakka af því að einhver örviti kann ekki reglurnar, eða er ófær um að finna bakkgírinn. Göng takk....strax!

Ef stjórnvöld vilja styðja við þá uppbyggingu sem nú á sér stað á Austurlandi, þá geta þau ekki eytt peningunum í neitt betra en Oddskarðsgöng (til að byrja með...svo þurfum við náttúrulega tengingu við Seyðisfjörð og Hérað) Þetta meikar sens á ýmsum forsendum:

-Það myndi gera Fjarðabyggð að einu atvinnusvæði. Raunhæfu atvinnusvæði þar sem menn þyrftu ekki að vera haldnir sjálfeyðingarhvöt til að láta sér detta í hug að sækja vinnu í næsta byggðarlagi.

-Það myndi veita Austfirðingum greiðari aðgang að Fjórðungssjúkrahúsinu (krefst ekki frekari útskýringa)

-Það myndi veita Austfirðingum greiðari aðgang að eina iðnskólanum í fjórðungnum. Þessi punktur skiptir miklu máli á tímum þar sem iðnaður er í gríðarlegri uppsveiflu og framtíðarskortur á iðnmenntuðu fólki blasir við.

-Það myndi senda sterk skilaboð til sveitarfélaga um að sameining skili einhverri góðvild hjá ríkinu.

-Það myndi gefa mér rúman klukkutíma á dag til að eyða í eitthvað annað en að hristast í blikkdollu og brenna jarðefnaeldsneyti.

Nuff said

Fékk það staðfest í dag að ég er á leið til Brasilíu í maímánuði. Það verður örugglega áhugavert. Ég er að fara á námskeið og að skoða álver sem náð hefur athyglisverðum árangri í gæðamálum. Er að spá í að eyða helgi í Lissabon á leiðinni út. Það eru hins vegar tveir alvarlegir gallar við þessa ferð:

-Ég missi sennilega af afmælinu hennar Jónu, þann 27. maí

-Ég þarf að fá spautur við stífkrampa, taugaveiki, mænuveiki, svartadauða, malaríu, hægðatregðu, niðurgangi, eyrnaveiki, nýrnaveiki, heilabilun, gin og skaufaveiki.

Ég elska Jónu

Ég hata spautur

Wednesday, April 05, 2006

Change

Rule 1: One change leads to another.
Rule 2: Adding change to change causes chaos
Rule 3: People create change- people constrain change
Rule 4: Accomplished change is change chosen and carried out carefully

Sit og pæli í breytingastjórnun. Skemmtilegar pælingar. Ákvað að uppfræða ykkur um grundvallarlögmál breytingastjórnunar....svona til að dreifa gleðinni og viskunni.

Eric Johnson rúllar á fóninum- Ah via musicom. Dásamleg tímalaus snilld. Sumt þarfnast engra breytinga. Ahhhhhh............

Tuesday, April 04, 2006

Bokmenntir og tonlist

Kannski banal pæling, en rosalega eru bókmenntir og tónlist mikil blessun. Ég er búinn að vera á kafi í vinnu, en það er ótrúleg huggun og upplifting að geta týnt sér í góðri bók eða upplífgandi tónlist.

Ég var að klára bók sem heitir "Í skugga vindsins" eftir Carlos Ruiz Zafón. Ég gaf mömmu þessa bók í jólagjöf...og ég verð að játa að það var ekki alfarið óeigingjörn gjöf þar sem ég vissi mætavel að ég ætti eftir að fá hana lánaða. Bókin er í einu orði sagt frábær. Persónur og sögusvið er ljóslifandi fyrir manni, húmorinn dásamlegur og ótrúlegum örlögum lýst. Þýðing Tómasar R. er líka frábær og hefði vel mátt trúa því að bókin hefði upphaflega verið skrifuð á íslensku. Tómas hefur greinilega jafn góð tök á hljómfalli tungumáls og tónlistar.

Það er gaman að lesa bækur úr öðrum menningarheimi en hinum engilsaxneska, en það er ca. 80% af því sem ég les....því miður. Það gefur manni að einhverju leyti ferskt sjónarhorn að lesa bækur úr menningarheimum sem maður gjörþekkir ekki.

Og það á líka við um tónlist. Ég er búinn að liggja í proggi, djassi, Sjostokovich og Zappa (sem er ekki nokkur leið að draga í dilk). Hef verið að hlusta á Return to Forever (Romantic warrior), Miles Davis (Bitches Brew/Sketches of Spain), strengjakvarteta Sjosta og bland í poka með Zappa.

Zappa var náttúrulega alger snillingur. Platan Over nite sensation er einstaklega skemmtileg og stútfull af dásamlegri vitleysu. Highly recommended. "Moving to Montana sooooooon......gonna be a dental floss tycoooooooon!" Ég trúi því varla að ég sé fyrst núna að uppgötva Zappa. Þetta er algerlega mín deild. Ég hugsa að það hafi fælt mann frá hvað karlinn gaf mikið út. 70 titlar. Frekar yfirþyrmandi.

Talandi um þarma, þá er ljóst mál að ég mun þurfa bleyju á tónleikunum í júni! Mikið svakalega hlakka ég til!

Anyhoo..........smell you later

Saturday, April 01, 2006

Til hvers er blogg?

Þar sem ég lá á mörkum svefns og vöku í morgun gerðist tvennt skrítið í hausnum á mér. Annarsvegar fattaði ég allt í einu nafnið á hinni frábæru plötu Frank Zappa, Sheik Yerbouti (fattaru?........shake your booty). Á albúminu er mynd af Zappa í einhverskonar Touareq galla- túrban og alles- og af einhverjum ástæðum hef ég bara aldrei kveikt á perunni með þetta. Djöfull getur maður verið fattlaus!

Svo leið góð stund og ég lá í rúminu og las endinn á Skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. Ég tárðaðist (er rosalega viðkvæmur fram að fyrsta kafffibolla á morgnana) og fór svo að hugsa um vini mína.

Ég fór að hugsa um þetta dásamlega fólk sem maður þekkir og hefur umgengist mest í gegnum tíðina. Ég hugsaði um það hvað maður er heppinn að þekkja svona frábært, hæfileikaríkt, fallegt og gott fólk. Svo fór ég að hugsa um það hvað ég hitti þetta fólk lítið og táraðist aftur (sjá skýringu í síðustu málsgrein).

Líf okkar flestra eru flókin og dagskrár okkar þéttskipaðar. Einhvernvegin skortir mann orku til að halda almennilega sambandi við annað fólk en nánustu fjölskyldu- og meira að segja nánasta fjölskylda er oft útundan. Jamm.....rottukapphlaupið getur verið skemmilegt og spennandi, en meðan á því stendur þá umgengst maður aðallega hinar rotturnar (ef vinnufélagar mínir lesa þetta....no pun intended)

Þá fór ég að hugsa um bloggið. Mér hefur nefnilega fundist bloggið vera ótrúlega góð leið til að halda einhverskonar sambandi við vini mína. Ég tékka á bloggi flestra þeirra á hverjum degi- jafnvel þótt þeir skrifi ekki nema endrum og eins. Bloggið gefur okkur nefnilega innsýn í sál fólks og viðheldur tengingum á milli okkar með dularfullum hætti- Ekki síst þegar jafn ritfærir og djúpþenkjandi menn og mínir vinir eiga í hlut.

Ég held því að við séum að vanmeta mátt bloggsins stórlega. Þetta skiptir meira máli en við höldum! Og það þarf ekki endilega að vera merkilegt. Það er nóg að menn skrifi nokkrar línur um það sem þeir eru að lesa eða hugsa eða hlusta eða horfa á. Eða bulli bara einhverja vitleysu.

Ég ætla því að heita því hér með að vera duglegri að blogga. Ég ætla að blogga a.m.k. einu sinni í viku og deila einhverjum molum úr lífi mínu. Ég ætla ekki að lofa því að það verði alltaf einhver snilld- en ég ætla a.m.k. að sýna lit og lífsmark.

Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að hugsa um mátt bloggsins og vera með í að viðhalda þessum ósýnilegu þráðum sem binda okkur saman og gera okkur kleyft að halda sambandi í þessari klikkuðu tilveru okkar.

Hafið það sem allra best!


kveðja:
Siggi

Thursday, February 16, 2006

Fer heimur versnandi?

Á dögunum fór fram áhugaverð umræða um stöðu íslenskunnar. Yfirleitt hefur mér fundist umræða um stöðu málsins vera fremur hallærisleg og dómsdagsspár um hnignun málsins hafa runnið inn um annað eyra mitt og og út um hitt. Nú lagði ég hins vegar við hlustir.

Það er nefnilega varla hægt að neita því að maður hafi orðið var við slæma málnotkun og slælegan málskilning á síðari tímum. Ég verð t.d. var við skelfilegar málvillur í fjölmiðlum (og er þó ekki íslenskufræðingur) og slettur í daglegu máli taka orðið út yfir allan þjófabálk. Og stór hluti yngri kynslóðarinnar hefði ekki skilið setninguna hér á undan (þetta með þjófabálkinn). Þegar ég tala við 15 ára gamlan bróður minn þá hváir hann reglulega, eða skellir hreinlega uppúr, og spyr mig hvað ég sé eiginlega að meina (“Er þetta orð? Ertekki að djóka mar”). Kennarar sem ég hef rætt málið við segja sömu sögu. Þeir eyða orðið talsverðum tíma í að útskýra orð sem hefðu engra skýringa þarfnast við fyrir örfáum árum síðan.

Skýringanna þarf ekki að leita langt. Menningarumhverfi okkar er gegnsýrt af enskri tungu og börn lesa orðið í miklu minna mæli en áður þekktist.

En..........so what? (pun intended)

Er ekki bara allt í lagi þótt krakkar lesi minna? Lifum við ekki á margmiðlunaröld? Eru bækur ekki bara gamaldags? Og er ekki bara allt í lagi þótt við tölum ensku? Er ekki bara flott að enskan skuli vera orðin okkur svona töm?

Ég er hræddur um ekki:

Í fyrsta lagi er vert að minna á kenningu Marshal McLuhan um tengsl á milli miðlunarforms og hugsunar. Sú kenning gengur í stuttu máli út á það að línuleg hugsun hafi í raun fyrst orðið almenn í kjölfar prentbyltingar Gutenbergs um mitt síðasta árþúsund. Á rituðu máli eru hugsanir settar skipulega á blað- einn atburður rekur annan og að lokum kemst höfundur að einhverri niðurstöðu. Línuleg hugsun er forsenda almennrar rökhyggju og vísinda og þess samfélags sem við þekkjum í dag.

Ég ætla ekki að vera með frekari málalengingar um þessa kenningu McLuhans, en ef hún á við einhver rök að styðjast þá er getur sífellt minnkandi bóklestur augljóslega haft víðtækar afleiðingar. Talsverðar líkur eru á að það dragi úr almennri hæfni til rökrænnar hugsunar.

En, hvað með það? Lifum við ekki í margmiðlunarsamfélagi? Jú, fyrir því má færa gild rök. Hins vegar er það svo að samfélag okkar grundvallast enn alfarið á rörænni hugsun og læsi. Lög okkar eru færð í bækur og í rituðu máli miðlum við þekkingu hvert til annars og á milli kynslóða. Og hvaða gagn er t.d. af netinu ef menn eru ekki læsir (ok.....ótrúleg uppspretta kláms við allra hæfi....en þess utan....). Minnkandi læsi getur sem sagt haft víðtækar afleiðingar, burtséð frá því á hvaða tungumáli lesturinn á sér stað.

En erum við ekki bara að skipta yfir í enskuna? Er það ekki bara málið?
Neibb. Íslendingar eru nefnilega ekki nærri því jafn góðir í ensku og þeir telja sjálfir. Ármann Jakobsson skrifaði skemmtilega (ok....ekki skemmtilega......fróðlega) grein í moggann á dögunum þar sem hann benti á að þótt Íslendingar séu e.t.v. í kringum meðallag evrópuþjóða hvað varðar enskukunnáttu, þá eigum við mjög langt í land með að geta talist tvítyngd. Enskukunnáttan byggist nefnilega að talsverðu leyti á læsi og ef að fólk hefur aldrei lesið á ensku, þá myndar það aldrei nægilega sterkan grunn til að byggja upp raunverulega færni í málinu.

Mér finnst ljóst mál að við verðum að hafa áhyggjur af þessari þróun. Geta okkar til að tjá okkur og skilja hvert annað er að minnka. Og þar sem sterk tengsl eru á milli tungumáls og hugsunar má leiða að því líkur að geta okkar til að hugsa rökrétt sé líka á fallanda fæti. Það hlýtur að vera áhyggjuefni.

Ég ætla að reyna mitt besta til að bæta hæfni mína í íslensku máli og reyna að venja mig af því að sletta stöðugt. Ég ætla að vera dóttur minni góð fyrirmynd, lesa fyrir hana á hverju kvöldi og reyna með ráðum og dáð að auka áhuga hennar á bókmenntum og lestri. Þannig legg ég mitt lóð á vogarskálarnar. Þá sem hafa sýnt mér þann heiður að stauta sig í gegnum þennan texta minn hvet ég til að gera slíkt hið sama.

Monday, January 23, 2006

Uppfærsla- Nýjasta nýtt

Djööfull er maður búinn að vera latur að blogga! Hneyksli!

Ég gerði mér lítið fyrir og mætti á blakæfingu í síðustu viku. Þurfti að ráða hjúkrunarfræðing í fullt starf daginn eftir til að ýta mér um í hjólastól (handleggir mínir voru álíka orkumiklir og sellerístönglar) og gefa mér morfínsprautur. Þjálfarinn reyndist vera landflótta búlgarskur fasisti. Það þarf enginn að veltast í vafa um hvort hann sé sadó eða masó- Ó nei.

Það kom sem sagt berlega í ljós að ég er einhverjum kílóum of þungur til að spyrna mér jafnt langt frá jarðarkringlunni og í eina tíð og nokkuð ljóst mál að betur má ef duga skal. Nú tekur við strangur megrunarkúr, stífar blakæfingar, gönguferðir, skokk og ýmsar fettur og brettur með verulegan mörbræðing að leiðarljósi.

Annars þótti mér gaman að finna hvað tæknihliðinni hefur lítið hrakað. Maður KANN þetta allt saman, þó svo að maður hafi ekki endilega líkamlega burði til að GERA það (spila blak, sko). Mér fannst þetta líka alveg skrambi skemmtilegt. Maður tengir svolítið við barnið í sjálfum sér þegar maður spriklar í blaki. Það ER gaman að leika sér með bolta. Maður finnur að maður er lifandi þegar maður hoppar af öllu afli upp í loftið og slær bolta af öllu afli.

Annað mál sem tengist þessu ekkert. Ég fór af einhverjum ástæðum í dag að rifja upp setu í aðferðafræðitímum á ofanverðum 10. áratugnum í Háskóla Íslands. Við Maggi Ásgeirs sátum gjarnan saman í þessum tímum og stundum kom það fyrir næm skilningarvit okkar og frjótt ímyndunarafl beindist að grunlausum samnemendum okkar. Það makalaust hvað er gaman að gera fólki upp eiginleika án þess að þekkja það nokkurn skapaðan hlut.

Þeir sem vöktu einna mesta athygli okkar Magnúsar í þessum aðferðafræðitímum (aðferðafræði I, II og III) voru þrjár manneskjur sem sátu alltaf saman á fremsta bekk. Tveir gaurar á óræðum aldri og kona um fertugt. Við vissum ekkert um þetta fólk , en skálduðum upp eftirfarandi persónueinkenni og tengsl:

Nornin: Konuna kölluðum við nornina. Hún var með svart hár og var hálf skuggaleg á að líta og yfirleitt svartklædd.

Centroid: Centroid-inn sat ALLTAF í miðjunni, enda öfgasinnaður jafnaðarmaður (að við töldum). Ótrúlega rúðustrikaður gaur- pervisinn og fölur, dökkhærður með svört hornspangagleraugu. Pottþétt þriðja hjól undir vagni í þessum undarlega trekanti.

Morðinginn: Lítill, ljóshærður samanrekinn kubbur með ferkantaðan kjálka. Mætti alltaf of seint í tíma og oft mjög þreytulegur- enda morð iðurlega framin seint á kvöldin. Skuggalegur gaur.

Við vorum handvissir um að þessi hópur ætti í einhverskonar sérkennilegum "Menge a troi", án þess að við kæmumst nokkurntíman að niðurstöðu um hvers eðlis sambandið væri. Einu sinni kom ég út úr aðferðafræðiprófi í aðalbyggingunni og gekk þá fram á þremenningana þar sem þau stóðu úti á tröppum og reyktu vindla!

Mig grunar sterklega að samskipti þeirra hafi endað með því að Morðinginn stytti Centroid aldur og hafi því næst tekið saman við Nornina.

Anyhoo..................

Bið að heilsa ykkur í bili og bið báða lesendur mína afsökunar á bloggletinni.

kveðja:
Siggi