Monday, January 23, 2006

Uppfærsla- Nýjasta nýtt

Djööfull er maður búinn að vera latur að blogga! Hneyksli!

Ég gerði mér lítið fyrir og mætti á blakæfingu í síðustu viku. Þurfti að ráða hjúkrunarfræðing í fullt starf daginn eftir til að ýta mér um í hjólastól (handleggir mínir voru álíka orkumiklir og sellerístönglar) og gefa mér morfínsprautur. Þjálfarinn reyndist vera landflótta búlgarskur fasisti. Það þarf enginn að veltast í vafa um hvort hann sé sadó eða masó- Ó nei.

Það kom sem sagt berlega í ljós að ég er einhverjum kílóum of þungur til að spyrna mér jafnt langt frá jarðarkringlunni og í eina tíð og nokkuð ljóst mál að betur má ef duga skal. Nú tekur við strangur megrunarkúr, stífar blakæfingar, gönguferðir, skokk og ýmsar fettur og brettur með verulegan mörbræðing að leiðarljósi.

Annars þótti mér gaman að finna hvað tæknihliðinni hefur lítið hrakað. Maður KANN þetta allt saman, þó svo að maður hafi ekki endilega líkamlega burði til að GERA það (spila blak, sko). Mér fannst þetta líka alveg skrambi skemmtilegt. Maður tengir svolítið við barnið í sjálfum sér þegar maður spriklar í blaki. Það ER gaman að leika sér með bolta. Maður finnur að maður er lifandi þegar maður hoppar af öllu afli upp í loftið og slær bolta af öllu afli.

Annað mál sem tengist þessu ekkert. Ég fór af einhverjum ástæðum í dag að rifja upp setu í aðferðafræðitímum á ofanverðum 10. áratugnum í Háskóla Íslands. Við Maggi Ásgeirs sátum gjarnan saman í þessum tímum og stundum kom það fyrir næm skilningarvit okkar og frjótt ímyndunarafl beindist að grunlausum samnemendum okkar. Það makalaust hvað er gaman að gera fólki upp eiginleika án þess að þekkja það nokkurn skapaðan hlut.

Þeir sem vöktu einna mesta athygli okkar Magnúsar í þessum aðferðafræðitímum (aðferðafræði I, II og III) voru þrjár manneskjur sem sátu alltaf saman á fremsta bekk. Tveir gaurar á óræðum aldri og kona um fertugt. Við vissum ekkert um þetta fólk , en skálduðum upp eftirfarandi persónueinkenni og tengsl:

Nornin: Konuna kölluðum við nornina. Hún var með svart hár og var hálf skuggaleg á að líta og yfirleitt svartklædd.

Centroid: Centroid-inn sat ALLTAF í miðjunni, enda öfgasinnaður jafnaðarmaður (að við töldum). Ótrúlega rúðustrikaður gaur- pervisinn og fölur, dökkhærður með svört hornspangagleraugu. Pottþétt þriðja hjól undir vagni í þessum undarlega trekanti.

Morðinginn: Lítill, ljóshærður samanrekinn kubbur með ferkantaðan kjálka. Mætti alltaf of seint í tíma og oft mjög þreytulegur- enda morð iðurlega framin seint á kvöldin. Skuggalegur gaur.

Við vorum handvissir um að þessi hópur ætti í einhverskonar sérkennilegum "Menge a troi", án þess að við kæmumst nokkurntíman að niðurstöðu um hvers eðlis sambandið væri. Einu sinni kom ég út úr aðferðafræðiprófi í aðalbyggingunni og gekk þá fram á þremenningana þar sem þau stóðu úti á tröppum og reyktu vindla!

Mig grunar sterklega að samskipti þeirra hafi endað með því að Morðinginn stytti Centroid aldur og hafi því næst tekið saman við Nornina.

Anyhoo..................

Bið að heilsa ykkur í bili og bið báða lesendur mína afsökunar á bloggletinni.

kveðja:
Siggi

9 comments:

Hugi said...

Ferlegir þessir öfgasinnuðu jafnaðarmenn, maður er hvergi óhultur fyrir þeim :-).

Anonymous said...

Já, maður missti oft af fyrirlestrum hér í denn vegna þess að ímyndunaraflið lét mann ekki í friði. En stundum þurfti maður ekki að ímynda sér neitt því sumir nemendur voru svo skrítnir. Manstu eftir forsetaframbjóðandanum á fremsta bekk - þessi með míkrafóninn?
Jón.

Siggi Óla said...

Eitthvað rámar mig í T-listann, lista öfgasinnaðra jafnaðarmanna á Suðurnesjum. Þeirra helsta baráttumál var 8 akreina upplýst hrðabraut til Keflavíkur. Kliiiiikað lið mar....

Siggi Óla said...

Dúd.....Forsetaframbjóðandinn...djöfull var hann klikkaður. Sat alltaf fremst með stefnumíkrófón og tók allt upp á teip. Fífl!

shawntaft1354036043 said...

I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. So please Click Here To Read My Blog

http://pennystockinvestment.blogspot.com

Hugi said...

Heyrðu já, Siggi, tékkaðu á manninum hérna fyrir ofan, þetta virðist vera rooosalega áhugavert.

Olla Z. said...

Guð minn góður. Átti nákvæmlega sömu blak upplifun og þú í vikunni. Aumir handleggir, vömbin hrökk útúr bolnum, skutlin ekki alllveg jafn frísk og í gamla daga en samt rosalega gaman! Þyngdaraflið tók völdin þegar maður hoppaði af eldmóð upp í æðisgengið smass og maður lyftist nákvæmlega 1,2 cm frá gólfinu. Úff. En við gefumst ekki upp! Stå på Siggi! eins og nossararnir myndu segja það!

Nanna Gødd said...

Ja.. eg a nu ad heita systir tin en eg held ad eg se ad les bloggid titt i fyrsta skipti... Eg vissi ekki einu sinni ad tu værir med blogg.. Getur verid ad tu hafir sagt mer fra tvi, en ta var eg greinilega ekkert ad hlusta a tig:) En allavega ta datt mer i hug nytt markmid fyrir 2006 fyrir tig... Sem ter datt ad sjalfsøgdu ekki i hug sjalfum.... hmm spennandi... en her kemur tad.. HRINGJA OFTAR I SYSTUR TINA!!

klem klem..

Siggi Óla said...

Játs maður! Það er nú verðugt markmið. Ég lofa að taka mig á! (föln....roðn)