Tuesday, April 04, 2006

Bokmenntir og tonlist

Kannski banal pæling, en rosalega eru bókmenntir og tónlist mikil blessun. Ég er búinn að vera á kafi í vinnu, en það er ótrúleg huggun og upplifting að geta týnt sér í góðri bók eða upplífgandi tónlist.

Ég var að klára bók sem heitir "Í skugga vindsins" eftir Carlos Ruiz Zafón. Ég gaf mömmu þessa bók í jólagjöf...og ég verð að játa að það var ekki alfarið óeigingjörn gjöf þar sem ég vissi mætavel að ég ætti eftir að fá hana lánaða. Bókin er í einu orði sagt frábær. Persónur og sögusvið er ljóslifandi fyrir manni, húmorinn dásamlegur og ótrúlegum örlögum lýst. Þýðing Tómasar R. er líka frábær og hefði vel mátt trúa því að bókin hefði upphaflega verið skrifuð á íslensku. Tómas hefur greinilega jafn góð tök á hljómfalli tungumáls og tónlistar.

Það er gaman að lesa bækur úr öðrum menningarheimi en hinum engilsaxneska, en það er ca. 80% af því sem ég les....því miður. Það gefur manni að einhverju leyti ferskt sjónarhorn að lesa bækur úr menningarheimum sem maður gjörþekkir ekki.

Og það á líka við um tónlist. Ég er búinn að liggja í proggi, djassi, Sjostokovich og Zappa (sem er ekki nokkur leið að draga í dilk). Hef verið að hlusta á Return to Forever (Romantic warrior), Miles Davis (Bitches Brew/Sketches of Spain), strengjakvarteta Sjosta og bland í poka með Zappa.

Zappa var náttúrulega alger snillingur. Platan Over nite sensation er einstaklega skemmtileg og stútfull af dásamlegri vitleysu. Highly recommended. "Moving to Montana sooooooon......gonna be a dental floss tycoooooooon!" Ég trúi því varla að ég sé fyrst núna að uppgötva Zappa. Þetta er algerlega mín deild. Ég hugsa að það hafi fælt mann frá hvað karlinn gaf mikið út. 70 titlar. Frekar yfirþyrmandi.

Talandi um þarma, þá er ljóst mál að ég mun þurfa bleyju á tónleikunum í júni! Mikið svakalega hlakka ég til!

Anyhoo..........smell you later

3 comments:

Hugi said...

Heja! Heyrðu þegar þú kemur suður, er séns að gabba þig til að taka með þér eitthvað af Zappa, Romantic Warrior-diskinn og Shostakovich-gleði? Ég mun gjalda það góðu.

Ætla að skreppa á morgun og sækja mér "Í skugga vindsins".

Siggi Óla said...

Úhú! Á að borga mér í blíðu? Grrrrr..

Anonymous said...

Alger skandall að koma ekki með ykkur. Uppáhaldslagið mitt með honum er Dynah-Moe Hummm, sérstaklega millikaflinn.
Knúturinn.