Thursday, April 06, 2006

Veðurtepptur

Ég er búinn að vera veðurtepptur á Norðfirði í allan dag. Það var reyndar bara ágætt, enda get ég svo sem unnið hvar sem er ef ég hef tölvu og síma. Þetta vekur mann samt til umhugsunar um samgöngumálin.

Það þarf ekkert tala við elstu menn til að rifja upp tímabil þegar veður eins og við upplifðum hér í dag voru mjög algeng á vetrum. Fyrir 15-20 árum var svona veður oft á vetri og raunar var talað um mildan vetur ef skaflar urðu ekki hærri en einlyft hús. Þrátt fyrir umtalaða hnatthlýnun, þá er ég smeykur um að við gætum átt eftir að upplifa svona vetur á ný.

Sem undirstikar nauðsyn þess að fá almennileg göng í gegnum þessi fjöll okkar. Oddskarðsgöng eru náttúrulega löngu orðin gersamlega fáránleg, og þau eru raunar ólögleg skv. Evrópustöðlum. Ég keyri þarna í gegn á hverjum degi og oftar en ekki lendir maður í því að bakka af því að einhver örviti kann ekki reglurnar, eða er ófær um að finna bakkgírinn. Göng takk....strax!

Ef stjórnvöld vilja styðja við þá uppbyggingu sem nú á sér stað á Austurlandi, þá geta þau ekki eytt peningunum í neitt betra en Oddskarðsgöng (til að byrja með...svo þurfum við náttúrulega tengingu við Seyðisfjörð og Hérað) Þetta meikar sens á ýmsum forsendum:

-Það myndi gera Fjarðabyggð að einu atvinnusvæði. Raunhæfu atvinnusvæði þar sem menn þyrftu ekki að vera haldnir sjálfeyðingarhvöt til að láta sér detta í hug að sækja vinnu í næsta byggðarlagi.

-Það myndi veita Austfirðingum greiðari aðgang að Fjórðungssjúkrahúsinu (krefst ekki frekari útskýringa)

-Það myndi veita Austfirðingum greiðari aðgang að eina iðnskólanum í fjórðungnum. Þessi punktur skiptir miklu máli á tímum þar sem iðnaður er í gríðarlegri uppsveiflu og framtíðarskortur á iðnmenntuðu fólki blasir við.

-Það myndi senda sterk skilaboð til sveitarfélaga um að sameining skili einhverri góðvild hjá ríkinu.

-Það myndi gefa mér rúman klukkutíma á dag til að eyða í eitthvað annað en að hristast í blikkdollu og brenna jarðefnaeldsneyti.

Nuff said

Fékk það staðfest í dag að ég er á leið til Brasilíu í maímánuði. Það verður örugglega áhugavert. Ég er að fara á námskeið og að skoða álver sem náð hefur athyglisverðum árangri í gæðamálum. Er að spá í að eyða helgi í Lissabon á leiðinni út. Það eru hins vegar tveir alvarlegir gallar við þessa ferð:

-Ég missi sennilega af afmælinu hennar Jónu, þann 27. maí

-Ég þarf að fá spautur við stífkrampa, taugaveiki, mænuveiki, svartadauða, malaríu, hægðatregðu, niðurgangi, eyrnaveiki, nýrnaveiki, heilabilun, gin og skaufaveiki.

Ég elska Jónu

Ég hata spautur

2 comments:

Sigrún said...

samt betra að láta sprauta sig en drepast úr drullu eða öðru minna skemmtilegu...

Hugi said...

Það þarf nauðsynlega að finna nýtt orð fyrir göng. Það verður allt vitlaust þegar maður segir þetta orð við höfuðborgarbúa.