Skip to main content

Af barflugum og bassaföntum

Ég fór á hraustlegt fyllerí í gær. Djöfull er nú nauðsynlegt að detta í það annað slagið. Og það þarf ekki leggja upp með eitthvað rosalegt plan til að ná skemmtilegu djammi...ónei.

Konseptið var einfalt. Helstu innihaldsefni voru tvær kippur af bjór, nýju plöturnar með Chilipeppers og Pearl Jam og góða skapið. Þáttakendur voru tveir, að mér meðtöldum. Hinn þáttakandinn var sem sagt Knúturinn.

Og mikið fjári var þetta gaman. Chilipeppers grúva eins og móðurserðar á nýju plötunni. Flea er besti bassaleikari á plánetunni. Þeir sem halda öðru fram eru afstrympi. Frusciante er líka í fantaformi og hefur ekki verið betri síðan á Bloodsugar. Heví góð plata. Fimm stjörnur.

Pearl Jam eru líka í hörkuformi og hafa ekki verið jafn beittir í langan tima. Það rifjuðust aftur upp fyrir mér tónleikarnir þeirra í Boston Garden árið 1994, en þar fékk ég að berja þá augum (og eyrum). Vedderinn var orðinn frekar ölur í lok tónleikanna (eftir að hafa rokkað eins fathermocker) og í siðasta laginu fór hann að berja míkrófónstatífinu í sviðið eins og óður maður. Á endanum kom gat á sviðið sem Vedderinn stækkað með spörkum. Svo hoppaði hann í gegnum gatið og hvarf af sviðinu! Þvílíkt rokk! Verður seint toppað.

Anyhoo.......

Þegar bjórinn var búinn fórum við Knúturinn í bæinn. Fórum fyrst í biðröð á Ölstofunni þar sem hassreykur liðaðist út um glugga og dyr (ég er ekki að grínast). Við gáfumst upp á því og röltum niður í Austurstræti. Þar byrjuðum við á að fara á Pravda, af öllum stöðum. Tilgangurinn var að framkvæma stutta ethnógrafíska rannsókn á kúnnum Pravda. Við stútuðum einum bjór og komumst að því að mannfræðirannsóknir á Pravda eru einkar leiðinleg iðja.

Til þess að tryggja það að kvöldið yrði algerlega ódæmigert þá héldum við næst á Rex. Við vorum búnir að gefa mannfræðina upp á bátinn. Langaði bara í góðan kokteil. Á Rex drukkum við Mojito kokteila, dönsuðum eins heilalamaðir simpansar við einstaklega hörmulega tónlist. Það er magnað hvað sumir plötusnúðar eru miklir afglapar. Djöfull sakna ég 22. Þar var góð tónlist.

Í morgun var þynnkan talsverð, enda létum við ofan í okkur óskynsamlegt magn af ólyfjan. Ólyfjan er best læknuð með lyfjan og ég er búinn að komast að því að optimal skammtur af íbúfeni eru 1200 milligrömm. Svínvirkar.

Andleg líðan var frábær eftir vel heppnað fyllerí og þar sem skandaliseruðum ekkert (flettum okkur ekki klæðum, átum ekki kerti...you catch my drift), þá var maður alveg laus við bömmerinn. Ég endaði svo daginn á ríflega klukkutíma göngutúr út undir Nípu. Fann hriklega flottan útsýnisstað þar sem maður sér tugi kílómetra út á sjó. Bjútifúl. Ég held að ég sofni vel í kvöld.

Ást:
Siggi

Comments

Steinunn Þóra said…
Verðið þið heiðurshjón í bænum um sjómannadagshelgina? Þá ætlum við fjölskyldan nefnilega að skella okkur austur í sæluna...og þar sem leyfa verður afanum að kynnast barnabarninu ætlum við að vera á stanslausu djammi meðan hann passar.
Siggi Óla said…
Það eru talsverðar líkur á að við hjónakornin verðum í bænum! Það væri nú gaman að sameinast um að myrða nokkrar heilafrumur í sameiningu. Enda eruð þið skötuhjú fyllilega aflögufær :-)

Það var reyndar verið að orða það eitthvað við mig að plokka bassagítar eitthvað kvöldið þessa helgi, en það ætti nú ekki að verða alvarleg fyrirstaða.

Stefnum á þetta!
Anonymous said…
Oi! Þú þegir bara! Á ekkert að fara láta ljós sitt skína?

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…