Skip to main content

Posts

Showing posts from August, 2006

Ganga

Gekk upp í Miðstrandarskarð á laugardagsmorguninn. Djöfull erfitt, en algerlega þess virði. Frábært útsýni, þó að það sé reyndar nokkuð þröngt. Skarðið sjálft er líka bara svo flottur staður.

Ég vaknaði eldsnemma bæði á laugardag og sunnudag. Mikið skrambi er helgin löng þegar maður sker niður svefninn! Ég hef tekið stefnumarkandi ákvörðun um að sofa ekki meira en 6 tíma á sólarhring- þ.e. fjórðung sólarhringsins í stað þriðjungs!

Við Jóna áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Sjö ár! Tíminn líður maður! Á þessum síðustu og verstu tímum telst 7 ára hjónaband bara nokkuð gott. Við ætlum að halda upp á það um helgina með því að borða á Friðrik V. á Akureyri. Namm.


later:
Siggi

Breaking the silence

Whoa! Það hefur svo margt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast að ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera því skil, enda örugglega búinn að glata lesendahópnum endanlega og gæti því alveg eins verið að skrifa flöskuskeyti.

og þó...............

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

-Komið til Portúgal, Brasilíu og Tyrklands
-Látið krúnuraka mig
-Kafað
-Skoðað rústir Efesusborgar
-Gengið á fjöll
-Orðið brúnni en ég hef verið í mörg ár (þ.e.a.s. fólk sem ég mæti í sundi er hætt að hníga niður í snöktandi hrúgu sem segir í sífellu "augun í mér! augun í mér!)
-Lesið a.m.k. 20 bækur
-Spilað eitt gigg í Egilsbúð með Rokkhundunum (það var GAAAAAMAN)
-Drukkið 700 lítra af bjór (er nú hættur bjórdrykkju....aftur)
-Drekk í staðinn fyrir bjórinn eitt glas af rauðvíni á dag. Most refreshing.

Anyhoo........Ég hef a.m.k. augljóslega ekki setið alveg auðum höndum.

Ég er rétt að skríða saman og ná áttum eftir sumarfríið. Það var dásamlegt að taka sér gott frí. Ég náði að slappa mjög vel af. Mun betur en í P…