Tuesday, August 15, 2006

Ganga

Gekk upp í Miðstrandarskarð á laugardagsmorguninn. Djöfull erfitt, en algerlega þess virði. Frábært útsýni, þó að það sé reyndar nokkuð þröngt. Skarðið sjálft er líka bara svo flottur staður.

Ég vaknaði eldsnemma bæði á laugardag og sunnudag. Mikið skrambi er helgin löng þegar maður sker niður svefninn! Ég hef tekið stefnumarkandi ákvörðun um að sofa ekki meira en 6 tíma á sólarhring- þ.e. fjórðung sólarhringsins í stað þriðjungs!

Við Jóna áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Sjö ár! Tíminn líður maður! Á þessum síðustu og verstu tímum telst 7 ára hjónaband bara nokkuð gott. Við ætlum að halda upp á það um helgina með því að borða á Friðrik V. á Akureyri. Namm.


later:
Siggi

Friday, August 11, 2006

Breaking the silence

Whoa! Það hefur svo margt drifið á daga mína síðan ég bloggaði síðast að ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera því skil, enda örugglega búinn að glata lesendahópnum endanlega og gæti því alveg eins verið að skrifa flöskuskeyti.

og þó...............

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

-Komið til Portúgal, Brasilíu og Tyrklands
-Látið krúnuraka mig
-Kafað
-Skoðað rústir Efesusborgar
-Gengið á fjöll
-Orðið brúnni en ég hef verið í mörg ár (þ.e.a.s. fólk sem ég mæti í sundi er hætt að hníga niður í snöktandi hrúgu sem segir í sífellu "augun í mér! augun í mér!)
-Lesið a.m.k. 20 bækur
-Spilað eitt gigg í Egilsbúð með Rokkhundunum (það var GAAAAAMAN)
-Drukkið 700 lítra af bjór (er nú hættur bjórdrykkju....aftur)
-Drekk í staðinn fyrir bjórinn eitt glas af rauðvíni á dag. Most refreshing.

Anyhoo........Ég hef a.m.k. augljóslega ekki setið alveg auðum höndum.

Ég er rétt að skríða saman og ná áttum eftir sumarfríið. Það var dásamlegt að taka sér gott frí. Ég náði að slappa mjög vel af. Mun betur en í Portúgal í fyrra. Mæli eindregið með Tyrklandi. Tyrkir hafa t.d. svona 30 sinnum meiri þjónustulund en Portúgalir- Virðast mjög vingjarnlegir að eðlisfari og vilja allt fyrir mann gera. Kannski skýrist þetta bara af gengismun...veit ekki...held þó ekki. Það er skratti erfitt að feika alvöru bros.

Ég er núna á fullu að undirbúa mig andlega fyrir veturinn. Er að viða að mér andlegu fóðri og er að plana líkamlega uppbyggingu samhliða. Keypti af rælni bók sem heitir því skelfilega nafni "Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn", eftir gaur sem heitir Robin Sharma. Bókin er ansi matarmikill grautur af ýmiskonar sjálfseflingarliteratúr. Það er ekkert nýtt í henni en það sem gefur henni aukið gildi er það að spekin er sett á söguform. Reyndar er sagan frekar hallærisleg, en þetta er þó að virka skrambi vel á mann. Stöffið sem hann er vitna í er allt hægt að finna í bókum eftir Chopra, Covey, Seligman, Anthony Robbins, Millman o.fl. Það er hins vegar mjög gagnlegt hvað gaurinn er lítið að reyna að vera frumlegur. Hann er einfaldlega að tengja þessar pælingar prýðilega saman og skella því á söguform svo að maður muni það betur og hafi það allt á einum stað. Því skiptir í raun ekki miklu máli þótt sagan sé hálfgert crap.

Ef þið viljið krasskúrs í sjálfseflingu þá get ég mælt með þessari bók. Og ef þið þurfið ítarefni í kjölfarið þá megið þið senda mér línu og ég skal mæla með einhverju sniðugu.

Ein ástæða fyrir því að ég las bókina er sú að ég er að plana daglangann sjálfseflingarkúrs sem ég ætla að kenna nýjum starfsmönnum Alcoa-Fjarðaáls. Ég er eindreginn talsmaður þess að mannauðsstjórnun og mannrækt séu nátengd fyrirbæri.

Veturinn leggst annars vel í mig. Þetta verður erfitt...en vonandi gaman. Svolítið eins og lífið almennt: Erfitt....en vonandi skemmtilegt.

Farið vel með ykkur. Og hvert annað.

Fokk! Did I just quote Jerry Springer??!