Tuesday, August 15, 2006

Ganga

Gekk upp í Miðstrandarskarð á laugardagsmorguninn. Djöfull erfitt, en algerlega þess virði. Frábært útsýni, þó að það sé reyndar nokkuð þröngt. Skarðið sjálft er líka bara svo flottur staður.

Ég vaknaði eldsnemma bæði á laugardag og sunnudag. Mikið skrambi er helgin löng þegar maður sker niður svefninn! Ég hef tekið stefnumarkandi ákvörðun um að sofa ekki meira en 6 tíma á sólarhring- þ.e. fjórðung sólarhringsins í stað þriðjungs!

Við Jóna áttum 7 ára brúðkaupsafmæli í gær. Sjö ár! Tíminn líður maður! Á þessum síðustu og verstu tímum telst 7 ára hjónaband bara nokkuð gott. Við ætlum að halda upp á það um helgina með því að borða á Friðrik V. á Akureyri. Namm.


later:
Siggi

6 comments:

Anonymous said...

Það spáir vel fyrir morgundaginn, ég ætla að skjótast niðureftir og ganga á Nípukoll.

Knúturinn.

Anonymous said...

Og náttla til hamingju með daginn! Tíminn flýgur maður.

Steinunn Þóra said...

Miðstrandarskarð stendur alltaf fyrir sínu.

Óska þér og Jónu til hamingju með brúðkaupsafmælið. Vona að maturinn á Friðrik V. renni ljúflega niður.

Það má svo alveg vera í sambandi við okkur ef þið leggið leið ykkar einhverntíma til höfuðborgarinnar.

Hugi said...

Til hamingju með árin 7!
Vildi að ég væri fyrir austan til að stunda göngur með þér. Við tökum kannski eina góða þegar þú kemur suður þarnæst.

Anonymous said...

Thank you my darlings. Love you all.

kv:
Siggi

Hugi said...

Fyrir hönd stéttarfélags lesenda neyðist ég til að heimta meiri skrif. Þótt þessi ganga upp í Miðstrandarskarð hafi verið frábær fer hún að verða gamlar fréttir.