Skip to main content

Bill Bryson

Var að enda við lesa "Notes from a small island" eftir Bill Bryson í annað sinn. Gaurinn er ótrúlega fyndinn og skemmtilegur penni. Eftirfarandi er skemmtilegt brot þar sem hann er að tala um þann merkilega sið Yorkshire-búa að æða inn í hús hverjir hjá öðrum, en Bryson bjó um margra ára skeið í Yorkshire dölunum:

"They do things differently in the Dales, you see. For one thing, people who know you come right in your house. Sometimes they knock once and shout "Hullo!" before sticking their head in, but often they don't even do that. It's an unusual experience to be standing at the kitchen sink talking to yourself animatedly and doing lavish, raised-leg farts and then turning around to find a fresh pile of mail lying on the kitchen table"

Þegar ég las þessar línur fyrst þá var ég á flugi á leið heim frá Englandi. Ég fékk hálfgert móðursýkiskast af hlátri og ætlaði aldrei að ná mér. Varð eldrauður í framan og tárin láku niður kinnarnar á mér. Ég er ekki frá því að ástkær eiginkona mín hafi verið farin að skammast sín eilítið fyrir þessa sérkennilegu hegðun mína.

Bryson er í miklu uppáhaldi hjá mér og finnst mér hann sérstaklega góður að grípa í þegar ég er ekki að meika það að lesa eitthvað krefjandi. Hann skrifaði gersamlega frábæra bók sem heitir "A short history of nearly everything" sem er stórskemmtilegt rit um vísindi. Ég ætla pottþétt að endurlesa þá bók. Úr henni er t.d. þessi frábæra lýsing á Sir Isac Newton:

"upon swinging his feet out of bed in the morning he would reportedly sometimes sit for hours, immobilized by the sudden rush of thoughts to his head"

Snilld!

Eini gallinn við að lesa bækur af þessu tagi er sú örvænting sem maður fyllist þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað það er margt sem maður veit ekki. Ég las viðtal við Illuga Gunnarsson um daginn þar sem hann lýsti því hvernig honum finnst hann vita sífellt minna með aldrinum- eða öllu heldur að því meir sem hann lærir, því meira skilur hann hvað hann á mikið ólært. Eins og talað út úr mínu hjarta. Á menntaskólaaldri taldi maður sig vita alla skapaða hluti. It's all been downhill since then.

Þetta rímar vel við stærsta vandamál vísindanna. Hver spurning sem við finnum einhverskonar svar við vekur upp ótal spurningar sem er ósvarað- svörin við þeim spurningum vekja hvert og eitt upp enn fleiri spurningar. Ergo: Því meira sem við vitum, því betur áttum við okkur á því hvað við vitum lítið.

Þetta gæti virkað niðurdrepandi hugsun, en þetta þýðir líka að við munum aldrei þekkja eða skilja eðli allra hluta. Á fyrri hluta 20. aldar töldu menn aðeins vera örfá ár í að öllum spurningum um alla skapaða hluti yrði svarað. Yrði það ekki leiðinleg tilvera?

Ég held að það sé ágætt að hafa einhverja mystík í tilverunni. Okkur ætti a.m.k. ekki að leiðast á meðan við höfum allar þessar gátur að glíma við.

Comments

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…