Sunday, October 08, 2006

Að gera veður.....

Carry your own weather, sagði einhver spekingur. Góð og gild pæling, en það er erfitt að halda í svona hugsun þegar veðrið er jafn ömurlegt og þessa helgina. Þetta leggst óhjákvæmilega á sálartetrið. Það er ekki bara rigning, heldur HELLIRIGNING. Og rok. Depressing.

og mér finnast sunnudagskvöld yfirleitt nógu depressing fyrir. Vinnuvikan gnæfir yfir mann eins og holskefla og maður getur bara beðið í hnipri eftir gusunni...og haldið niðri í sér andanum. Til að bæta gráu ofan á svart er konan í Reykjavík þannig að maður er einn að gaufa með unganum. Sigh...

En! Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Það er lítið gagn í að barma sér. Það þarf að spíta í lófa, bretta upp ermar og kíláða!

No comments: