Saturday, October 28, 2006

Sakleysi

Ég vaknaði illa í gærmorgun. Dreymdi stríð og annan viðbjóð. Ég andaði djúpt, geispaði og kveikti ljósið.

Sigga litla hafði fengið að sofa í bóli mömmu sinnar sem þurfti að fara suður á námskeið. Hún rumskaði, opnaði augun og brosti til mín.

"Góðan daginn", sagði ég. "Hvernig svafst þú elskan?"

"Vel", svaraði hún og geispaði. "Mig dreymdi að ég ætti hvolp. Hann hét Snæbert. Við vorum að tína blóm", sagði hún og brosti sællega.

Ég komst við. Þvílíkur munur á draumförum. Hvenær töpum við þessu sakleysi æskunnar. Væri ekki gaman ef við töpuðum því ekki nánast algerlega? Að við yrðum ekki svona kaldhæðin og.....hörð?

I wonder

No comments: