Tuesday, October 03, 2006

Sprengjuhótun

Í gær fengum við Sprengjuhótun. Það var ekki skemmtileg tilfinning. Eins og það hafi ekki gengið nóg á síðustu mánuði. Það er búið að kalla okkur vopnaframleiðendur, umhverfissóða, lögbrjóta, fjallkonunauðgara og ég veit ekki hvað...og nú þetta. Mikið svakalega er mikið að fólki sem gerir svona. Þetta er í raun terrorismi þótt ekkert hafi verið sprengt (ennþá a.m.k.). Tilgangurinn er að valda starfsmönnum ótta og vanlíðan og draga þannig úr líkunum á því að við náum árangri.

Ég vísa á niðurlagið í síðasta innslagi mínu. Við munum beina allri okkar orku í það að ná árangri með þessa verksmiðju og í það að byggja upp gott samfélag á Austurlandi. Terroristar, úrtölumenn, dómsdagsspámenn og aðrir fýlupúkar geta gargað sig hása mín vegna. Við MUNUM ná árangi.

Anyhoo.......

Mig vantar nýja gönguskó. Traustu Salomon skórnir eru farnir að leka og eru bara orðnir ansi þreyttir. Any recommendations?

Smell you later:

Siggi Nobb

4 comments:

ljd188k said...

hey, I just got a free $500.00 Gift Card. you can redeem yours at Abercrombie & Fitch All you have to do to get yours is Click Here to get a $500 free gift card for your backtoschool wardrobe

Anonymous said...

Ég mæli með Scarpa. Gengið á mínum síðan sumarið 2004. Sérdeilis fínir. Kosta að vísu 25 þús.

Og svo er ég ánægður með dugnað í blogginu. Loksins.

Jón.

Anonymous said...

Call me a cheap bastard en mér finnst blóðugt að eyða 25 kalli í skó. Hmmmmm....ég tékka kannski á Meindl skóm í Þýskalandi upp úr mánaðarmótum. Eru Þjóðverjar ekki göngunöttar? Og nískupúkar?

Jamm...það er gott að blogga

kv:
Siggi

Anonymous said...

Á Meindl schuuus. Helvíti fínir.

FJ