Wednesday, October 04, 2006

Að VERA

Hugvekja dagsins:

Fortíð og framtíð eru óraunveruleg fyrirbæri. Fortíðin eru minningar, framtíðin hugarórar. Líf þitt er ÞESSI STUND. Núið er lífið. Það er ekkert til utan þess.

Við eyðum hins vegar 95% af vökutíma okkar í að hugsa um fortíð eða framtíð. Við erum svefngenglar- lifum í draumaheimum. Því greindari sem þú ert og því meira krefjandi sem starfið þitt er, því ólíklegri ert þú til að vera nokkurntíman fullkomlega meðvitaður um núið. Þú getur bætt líf þitt ótrúlega mikið með því læra að skynja núið til fulls- að VERA.

Here endeth the lesson

Ég er búinn að reka mig þetta í sífellu síðustu dagana- að vera endalaust í vinnunni. Líka þegar ég er heima hjá mér, eða í göngutúr með hundinn. It is the way to madness.

Ég ætla að reyna að nýta hvert tækifæri til að vera meðvitaður og vakandi. Annars koma mennirnir með risavaxna fiðrildanetið og ná í mig.

Smell you later

-S

No comments: