Tuesday, November 07, 2006

Frankfurter Schlumpfferein!

Ég eyddi helginni í Frankfurt. Það var gaman. Við hjónakornin fórum þangað til að taka þátt í árshátíð KPMG. Í undirbúningi árshátíðar fengu starfsmenn séns á að velja vettvang árshátíðarinnar. Í boði voru Franfurt, París og London. Ég veit ekki hvort það segir eitthvað um endurskoðendur að Frankfurt skyldi verða fyrir valinu, en ég verð þó að játa að við hjónin völdum Franfurt þótt sú borg sé ekki beint fræg fyrir að vera aðlaðandi eða skemmtileg. Fyrir þessu voru nokkrar ástæður:

1. Við höfum komið oft og mörgum sinnum til London. Þótt þar sé gaman, þá er líka alltaf gott að prófa eitthvað nýtt.
2. 3 dagar í París myndu vera algerlega ófullnægjandi til að skoða borgina. Auk þess var hótelið ekki mjög freistandi.
3. Þegar við lásum okkur til um Frankfurt þá leist okkur ágætlega á borgina. Auk þess stóð til að gista á Hilton hótelinu, sem er mjög flott.

Í stuttu máli, þá kom Frankfurt skemmtilega á óvart. Borgin minnir svolítið á Boston. Gamlar og stórglæsilegar byggingar innan um skýjakljúfa og forljótar nýlegri byggingar. Þjónusta var stórfín, Þjóðverjar afar vingjarnlegir, kurteisir og hjálpsamir, gott að versla, frábær matur, góður bjór, frábært hvítvín og glæsileg söfn. Við skelltum okkur líka á Cirque du Solei sem var mjög skemmtilegt.

Á heimleiðinni lentum við í 4 tíma töf, en þann tíma notuðum við hjónin til að bruna aftur inn í Franfurt og fara á frábært listasafn þar sem við skoðuðum myndir eftir Rembrandt, Renoir, Bottichelli, Picasso og fleiri drátthaga menn og konur sem ég kann ekki skil á. Algerlega frábært.

Þessi frábæra slökun átti sér þá miður skemmtilegu hliðarverkun að ónæmiskerfið komst í eitthvað uppnám, eins og oft gerist þegar maður hefur verið undir miklu álagi og fær skyndilega upplist. Ég er semsagt búinn að vera veikur bæði í gær og í dag. Sökks. Kannski er þetta bara overdose of bratwurst og bjór? Anyhoo...

Ég get alveg mælt með Frankfurt sem helgarferðaráfangastað.

6 comments:

Fjalar said...

Mig hefur alltaf langað til Prag.

Siggi Óla said...

Hehe.... Þar munu vera fögur fljóð.

Villi Harðar said...

Glæsilegt bassasólóið í Final countdown um helgina... 89 rokkstig

Anonymous said...

Er bassasóló í Final countdown?

Jón.

Valdi said...

Auðvitað er Bassasóló í Final Countdown. Þessir SÍVA menn Tóku alltaf Lögin á auðveldasta hátt.
Á ekkert að fara að Blogga Siggi

50 Rock Stig fyrir Giggið.

Anonymous said...

Hér eftir er bassasóló í Final Countdown! Og hananú!

-Siggi