Skip to main content

Hálfnakin Andrea ca. 1991, Ben Elton og fleira smálegt

Sit hér í dæmigerðum sunnudagsþægindum. Er að hlusta á Gunnar Kvaran sarga selló og drekka te. Nice.

Ég tek aftur allar efasemdir sem ég hafði um nýju Todmobile plötuna. Hún er gargandi snilld. Textagerð hefur vissulega aldrei verið þeirra sterkasta hlið, en tónlistin er bara svo góð að það gleymist algerlega. Hvílíkar raddir! Hvílíkar melódíur! Ég get ekki beðið eftir að heyra þessi lög live. Það er örugglega magnað. Ég hlustaði á plötuna á leið í og úr vinnu alla vikuna. Fæ enn reglulega gæsahúð þegar ég hlusta á hana.

Þegar ég var að hlusta á eitt lag plötunnar skaut gömul minning upp kollinum:

Árið er ca. 1991. Ég er á heim úr blakferð með Þrótti Nes og við stoppum í Staðarskála til að tæma blöðrur og fylla maga. Þar sem ég stend á miðju gólfi og er við það að stinga upp í mig pylsu með tómat, sinnepi og steiktum, opnast hurðin og inn gengur Andrea Gylfadóttir. Á þessum tíma var ég þegar orðinn einlægur aðdáandi og ég er ekki frá því að hún hafi birst mér oftar en einu sinni í draumum af votara taginu. Mér varð þvi ekkert lítuð um að sjá stjörnuna birtast holdi klædda á svo óvæntum stað, en það var þó ekki síst klæðaburðurinn sem vakti óskipta athygli mína. Hún var nefnilega BARA í lopapeysu og ENGU öðru. Peysan var það stór að hún átti hana örugglega ekki. Hún náði rétt niður fyrir rass. Andrea var ekki í neinu öðru- hvorki skóm né sokkum. Hún brosti feimnislega til okkar og trítlaði svo niður stigann. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn nálægt því að fá heilablóðfall af skyndilegum viðsnúningi blóðflæðis.

Það þarf vart að taka það fram að umrætt atvik varð ekki til þess að minnka aðdáun mína á Andreu og hefur sá áhugi lifað fram á þennan dag, þótt hún sé löngu hætt að vitja mín í draumi. Hvílík rödd, hvílík rödd.

-----------------------------------------------

Ég var að ljúka lestri á nýjustu bók Ben Elton. Elton er einn af mínum uppáhaldspennum. Hefur gríðarlegt innsæi í líðandi stund og tekst að skrifa bækur með verulegum broddi og ríku innihaldi sem eru líka frábærlega skemmtilegar aflestrar. Hér hefur hann samt skitið yfir markið, því "Chart Throb" fannst mér ekki nógu góð bók. Hún rennur svo sem nokkuð ljúflega í gegn, en stór hluti af karakterunum er svo skelfilega viðurstyggilegur að maður tengir ekki mikið við þá. Ádeilan mistekst líka að talsverðu leyti. Ég held þó að ég muni ekki horfa á "veruleikaþætti" með sama hætti og áður- ekki það að ég hafi horft mikið á slíka þætti yfir höfuð, enda megnið af þeim óttalegt rusl.

Ég er núna að lesa John Grisham. Ekki mikill súbstans, en afar læsilegt og skemmtilegt. Maður á ekki að vanmeta gildi góðra afþreyingarbókmennta.

-----------------------------------------------

Við Jóna fórum á jólahlaðborð á Skriðuklaustri í gærkvöldi í boði KPMG. Þar vorum við ásamt starfsmönnum Intrum og fasteignasölunnar Domus. Það var stórskemmtilegt og maturinn var frábær. Þessi julefrokost tími er ótrúlegt álag á meltingarfærin. Um næstu helgi förum við svo í jólaveislu á Seyðisfirði þar sem við fáum gourmet mat frá Öldunni og dillum okkur svo við tóna frá hljómsveitinni Barracuda. Ætti að verða fjör.

----------------------------------------------

Við erum að fara til Noregs á skíði yfir jólin. Fljúgum út 21. des og verðum í viku. Við verðum í Trysil, sem er stærsta skíðasvæði í Noregi (ca. 60-70 lyftur). Nú ber hins vegar svo við að ekkert hefur snjóað í Trysil. Hlýjasta haust þar um slóðir í 200 ár. Ég ætla rétt að vona að það rætist úr því, enda búið að borga flug og hótel.

----------------------------------------------

Gífurlega bissí vinnuvika framundan. Ég þarf að verja tveimur dögum í vikunni í kennslu. Það tekur alltaf á. Það er ótrúlega erfitt að kenna sama hópnum í 8 tíma í beit. Veit ekki hvernig það mun ganga með hálsbólgu og kvef. Auk þess þarf ég að gera 12.000.000 aðra hluti í vikunni. Púff.

Bið að heilsa ykkur


kv.
Siggi

Comments

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…