Tuesday, December 05, 2006

Skál fyrir bassaleikurum!!

Sit í sófanum, vinn (eða sko....vinn, blogga og drekk bjór á víxl) með Muse tónleika í DVD spilaranum. Djöfull eru þetta svalir drengir. Samt eru þeir nettir proggarar. Gleður mitt litla progghjarta að sjá svala proggara sem tekst að laða kvennfólk á tónleika.

Ég var hins vegar bara að kveikja almennilega á perunni með það núna hvað bassaleikarinn í Muse er ÓGEÐSLEGA góður. Hann er bara gjörsamlega í skugganum af Bellamy, sem náttúrulega súperstjarna. Bassaleikarinn heitir semsagt Chris Wolstenholme. Gaurinn er skuggalega þéttur og sándar eins og móðurserðir. Það er ekkert auðvelt að halda uppi þéttleika í þriggja manna bandi þar sem einn meðlimurinn er athyglissjúkur virtúós.

Þetta blogg er almennt séð tileinkað proggurum, en bassaleikurum sérstaklega. Bassaleikarar fá sjaldnast athyglina, en eru þó allt í öllu. Hljómsveit getur gert ágæta hluti með slakann gítarleikara innanborðs. Hljómsveit með lélegann bassaleikara er hins vegar...LÉLEG. Og hananú!

Skál fyrir bassaleikurum þessa heims! Skál fyrir Fjalari! Skál fyrir Jóni Hafliði! Skál fyrir Vidda Gúmm! Og (dare I say it?.....) skál fyrir mér!


kveðja:
Siggi


p.s. flest sem ég sagði áðan á líka við um trommuleikara. Skálum líka fyrir trommuleikurum!

7 comments:

VAldi said...

Skáll fyrir mér. Takk sömuleiðis. Það klikkar nú aldrey Bassasólóið í Contdowinu þar fellur þú ekki í skuggann

Fjalar said...

True, true, true and true. Skál...sem oftast.

Anonymous said...

skál fyrir því með sigg á fingrum!
-Jón Hafliði

Orri said...

kál!

Einar said...

isssss... bassi skassi... trommi kommi.... allir vita að það eina sem þarf til að gera góða tónlist er góður hljómborðsleikari. Aðrir eru ágætir í að "mæma" on-stage.

Jón Hafliði said...

eru það ekki hljómborðsleikararnir sem ýta á play takkann á hljómborðinu sínu fyrir þá sem eru að mæma? og þykjast svo spila með?

Anonymous said...

Hljómborð er það eina sem má missa sín í hljómsveit. Því er hins vegar ekki að neita að góður hljómborðsleikari getur gert gæfumuninn! Skálum líka fyrir hljómborðsleikurum. Þeir eru þeir fá jafnvel minni athygli en bassaleikarar.

kv.
siggi