Sunday, April 08, 2007

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þetta: Af hverju er ekki a.m.k. annar hver bíll á götunum orðinn rafmagnsbíll? Ef nýtt fyrirtæki eins og Tesla getur framleitt rafknúinn ofursportbíl, þá hlýtur fyrirtæki eins og Toyota að rúlla því upp að framleiða flottan fólksbíl fyrir Jóna Jónssyni þessa heims. Flest okkar vilja bara þægilegann farskjóta til að komast frá A-B (og um helgar á stað C :-) og hafa ekkert að gera við fjögurra sekúndna hröðun í hundraðið. Með okkar ódýru og umhverfisvænu orku þá gætum við tekið stór og markverð skref í þá átt að menga minna.

Mikið svakalega grunar mig að olíhagsmunir hafi eitthvað að segja um það að svona bílar eru ekki komnir í almenna umferð. Reyndar eru sögusagnir um að ýmsar uppfinningar sem hefðu getað dregið verulega úr eldsneytisneyslu hafi verið keyptar af stóru olífélögunum og stungið ofan í skúffu. Á dögunum var grein í viðskiptablaðinu um nýjann mótor sem var á stærð við mjólkurfernu og skilaði um 400 hestöflum. Mönnum hefur greinilega dottið ýmislegt í hug sem ekki hefur fengið hljómgrunn hjá stóru bílaframleiðendunum.

Ég vona því innilega að Tesla mönnum takist ætlunarverkið- að gera rafmagnsbíla kúl. Ég skal a.m.k. glaður kaupa mér rafknúinn bíl, enda orðinn nett leiður á að eyða tugum þúsunda í bensín í mánuði hverjum.

Góðar stundir:

-S

Friday, April 06, 2007

Fuck me Gerald

Múhaha.....Snilld frá Charlie Brooker

I've instinctively hated the Tories since birth. If there was an election tomorrow, and the only two choices were the Nazis or the Tories, I'd vote Tory with an extremely heavy heart. In descending order of vehemence, my objections to the Tory species stem from a) everything they do, b) everything they say, c) everything they stand for, d) how they look, e) their stupid names and f) the noises I imagine they make in bed. I once overheard two posh people - almost certainly Tories - having sex in a hotel room. It was grim. The woman kept saying, "Fuck me, Gerald," in a cut-glass accent, which was funny, but Gerald himself soon wiped the grin off my face with his grunting, which wasn't really grunting at all, but instead consisted of the words "oh" and "ah" crisply orated aloud, like Sir Laurence Olivier reading dialogue off a card at an early rehearsal. I didn't stick around long enough to hear the climax, but I imagine the words "gosh", "crumbs", and "crikey" probably put in an appearance.

Charlie er skemmtilegasti grumpy penninn sem ég hef komist í kynni við. Endalaust kaldhæðinn og endalaust neikvæður. Refreshingly dismal, one might say.

kv.
Siggi

p.s. Ætlaði að fara að blogga um pólitík, en varð óglatt um leið og ég fór að hugsa um hana. Viðurstyggileg tík þessi pólitík.

Tuesday, April 03, 2007

Long time no writeHef verið ótrúlega latur að blogga....eiginlega til skammar. Spurning um að hætta þessu bara....hmmm..

Síðasta helgi var skemmtileg. Álverið var formlega opnað. Ég fékk að halda ræðu og klippa á borðann ásamt Álgerði, Geira Haarde og Hildi, sem er kollegi minn. Um kvöldið var svo mikið húllumhæ á Fáskrúðsfirði, þar sem við átum, drukkum (miiiiiikið) og skemmtum okkur fram á nótt. Á skemmtuninni tróð ég upp í gervi Gunther Grosskopf, eðalleðurhomma, og jóðlaði af hjartans list, auk þess að plokka bassa með léttmálmssveitinni Hösk. Gaman, gaman. Svo var dansað fram á rauða nótt við undirleik hinna geðþekku drengja í hljómsveitinni Buff.

Annars er klikkað að gera í vinnunni. Allt að gerast, enda fer heitur málmur að flæða eftir nokkra daga. Spennó.

Vorið fer einkennilega í mig. Er með kvef og hálf niðurdreginn......I smá "meaning of life" pælingum. Skapið passar hins vegar ekki alveg við veðurfarið. 20°c í dag á Reyðarfirði- svokallað skrifstofuóðveður. Blimey.

Smell you later

-S