Skip to main content

Posts

Showing posts from November, 2007

Múgíbúgíwúgí

Fór á tónleika með Mugison í Egilsbúð í gær. Þvílík snilld! Langt síðan ég hef setið eins dolfallinn á tónleikum. Sleftaumar úr báðum munnvikjum og ég held að ég þurfi á fullorðinsbleyunni að halda a.m.k. fram að helgi.

Örn var með hrikalegt gengi með sér á sviðinu. Guðni Finnsson- einn al-besti, ef ekki besti- bassaleikari landsins, Pétur Ben, gítarvirtúós og stórmúsíkant, Davíð Þór Jónsson- SNILLINGUR og strákur sem heitir Arnar (held ég) á trommur- mesti trommu GEÐSJÚKLINGUR sem ég hef séð lengi (svona eiga trommarar að vera- spólgraðir, með tunguna lafandi, bjótandi kjuða og ÓÐEÐSLEGA þéttir).

Spilamennskan var frábær og tónlistin snilldin ein. Tom Waits fílingurinn í Erni eykst með hverri plötunni. Gaurinn er fenómen.

Mætingin var bara þokkaleg miðað við miðja viku og snjókomu. Tónleikagestir voru mjög vel með á nótunum og í góðum fíling. Bandið skemmti sér líka konunglega sýndist mér.

Sex stjörnur af fimm mögulegum. Mæli líka eindregið með plötunni. Hún er frábær.


kveðja:
Siggi

Fjölgun á Skorrastað, óperugubb, Arnaldur Indriðason o.fl.

Nú er svo langt síðan ég hef bloggað að ég veit varla hvar ég á að byrja. Jæja…ég byrja bara einhversstaðar…..

---------------------------------------

Fjölgun stendur fyrir dyrum á Skorrastað 3. Nýtt kríli mun bætast í hóp vistmanna í aprílmánuði ef áætlanir standast. Meðganga gengur prýðilega og eiginkonan verður blómlegri með hverri vikunni. Tilhlökkun er mikil, enda eru börn dásamleg fyrirbæri. Fyrsta eintakið var sérlega vel heppnað og engin ástæða til að ætla að það næsta verði eitthvað síðra. Kyn hefur enn ekki fengið staðfest, en það mun þó gerast alveg á næstunni. Okkur er auðvitað nákvæmlega sama hvort það verður. Það verður elskað. Það er þó ljóst að það verður heilmikil breyting að fá alveg splunkunýja manneskju í hendurnar til að hugsa um. Frumburðurinn er að verða 10 ára og maður er auðvitað búinn að steingleyma því hvernig þetta smábarnastúss gengur fyrir sig. Við erum samt ótrúlega mikið betur í stakk búin til að takast á við þetta núna heldur en í fyrsta skiptið- búin að…

Andinn snýr aftur

Eftir langa fjarveru úr bloggheimum er Andinn nú að íhuga endurkomu. Ég hef ekkert bloggað vegna almenns áhugaleysis á bloggi, vegna anna, skorts á nettengingu á heimavígstöðvum, auk annarra tæknilegra vandkvæða.

Nú hefur áhugi minn á þessu fyrirbæri kviknað á ný og ekki loku fyrir það skotið að ég fari að láta ljós mitt skína aftur. Ég er samt óviss um tilganginn með því. Ég er að spá í að vera jákvæður bloggari- If you can't say something nice it's better to say nothing at all- sagði vitur maður. En hver nennir að lesa það? Vilja menn ekki helst bloggara sem tæma endaþarm hugans inn á bloggsíðuna sína svo að allir geti hnusað og velt sér upp úr skítnum (bið forláts á einstaklega óviðurkvæmilegri samlíkingu). Allavega......það les mig þá bara enginn- Það verður bara að hafa það. Hér kemur hin nýja ritstjórnarstefna Andans í stuttu máli:

1. Ég ætla að segja fréttir af sjálfum mér svo að vinir mínir og ættingjar geti séð hvað ég er að sýsla.
2. Ég ætla að segja frá bókum sem ég er…