Tuesday, November 27, 2007

Andinn snýr aftur

Eftir langa fjarveru úr bloggheimum er Andinn nú að íhuga endurkomu. Ég hef ekkert bloggað vegna almenns áhugaleysis á bloggi, vegna anna, skorts á nettengingu á heimavígstöðvum, auk annarra tæknilegra vandkvæða.

Nú hefur áhugi minn á þessu fyrirbæri kviknað á ný og ekki loku fyrir það skotið að ég fari að láta ljós mitt skína aftur. Ég er samt óviss um tilganginn með því. Ég er að spá í að vera jákvæður bloggari- If you can't say something nice it's better to say nothing at all- sagði vitur maður. En hver nennir að lesa það? Vilja menn ekki helst bloggara sem tæma endaþarm hugans inn á bloggsíðuna sína svo að allir geti hnusað og velt sér upp úr skítnum (bið forláts á einstaklega óviðurkvæmilegri samlíkingu). Allavega......það les mig þá bara enginn- Það verður bara að hafa það. Hér kemur hin nýja ritstjórnarstefna Andans í stuttu máli:

1. Ég ætla að segja fréttir af sjálfum mér svo að vinir mínir og ættingjar geti séð hvað ég er að sýsla.
2. Ég ætla að segja frá bókum sem ég er að lesa, tónlist sem ég hlusta á og kvikmyndum sem ég horfi á.
3. Ef ég ræði þjóðmál þá ætla ég að forðast póstmódernískt niðurrif, svartagallsraus, yfirdrull, níhilisma og kaldhæðni (vá....þetta verður ekki auðvelt....)

Þetta er ekki endanleg útgáfa ritstjórnarstefnunnar, en dugar vonandi í bili.


kv.
Siggi

6 comments:

Anonymous said...

Ljómandi. Uppbyggilegheitin fara yður vel, meistari. Hlakka til lestursins.

Jón Knútur.

Siggi Óla said...

Vá! Ég verð greinilega að fara að skrifa. Ég er með lesanda! :-) Jamm...ég ætla að reyna að vera uppbyggilegur. Gaman að sjá hvort það text.

Orri said...

Gaman að sjá að andinn er vaknaður. Megi hann fljótt ná fyrri hæðum.

Siggi Óla said...

Vá! Ég er með TVO lesendur! Frábært! Ég verð greinilega að standa mig.

valdi said...

Góður

Anonymous said...

Hey, ég les þig líka alltaf. Gaf ekkert upp vonina um að þú myndir byrja aftur. Kíkt alltaf af og til, og mér til mikillar gleði sá ég áðan að það voru komnar nokkrar nýjar færslur.....

Kveðja Þórey