Thursday, November 29, 2007

Múgíbúgíwúgí

Fór á tónleika með Mugison í Egilsbúð í gær. Þvílík snilld! Langt síðan ég hef setið eins dolfallinn á tónleikum. Sleftaumar úr báðum munnvikjum og ég held að ég þurfi á fullorðinsbleyunni að halda a.m.k. fram að helgi.

Örn var með hrikalegt gengi með sér á sviðinu. Guðni Finnsson- einn al-besti, ef ekki besti- bassaleikari landsins, Pétur Ben, gítarvirtúós og stórmúsíkant, Davíð Þór Jónsson- SNILLINGUR og strákur sem heitir Arnar (held ég) á trommur- mesti trommu GEÐSJÚKLINGUR sem ég hef séð lengi (svona eiga trommarar að vera- spólgraðir, með tunguna lafandi, bjótandi kjuða og ÓÐEÐSLEGA þéttir).

Spilamennskan var frábær og tónlistin snilldin ein. Tom Waits fílingurinn í Erni eykst með hverri plötunni. Gaurinn er fenómen.

Mætingin var bara þokkaleg miðað við miðja viku og snjókomu. Tónleikagestir voru mjög vel með á nótunum og í góðum fíling. Bandið skemmti sér líka konunglega sýndist mér.

Sex stjörnur af fimm mögulegum. Mæli líka eindregið með plötunni. Hún er frábær.


kveðja:
Siggi

2 comments:

Anonymous said...

Sammála, þrælgóðir tónleikar.Hefði samt viljað sjá meira af fólki.
Mugison er mjög flottur
kv
Þorlákur

Siggi Óla said...

Jamm þeir hefðu mátt vera fleiri. Hins vegar var einstaklega góðmennt!