Thursday, December 27, 2007

Gleðileg jól!

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á ári komanda!

Annað árið í röð klikkaði ég algerlega á því að senda jólakort og bið ég auðmjúklega forláts. Það er samt einhvernvegin þannig að kortin sem maður fær gleðja mann, en maður pælir ekkert í því hverjir sendu manni EKKI kort. Það eru því hugsanlega skelfileg mistök að vekja máls á þessu.

Ég er búinn að hafa það svakalega gott yfir hátíðar- hef etið, drukkið, lesið og sofið til skiptis- og faðmað fólkið mitt auðvitað. Vigtin hélt því fram í morgun að ég væri einu kílógrammi þyngri en fyrir hátíðar. Geri aðrir betur! Og áramótasukkið er allt eftir! Jibbí! Þá hefur maður eitthvað að gera í janúar.

Ég ætla að skrifa hér einhverja rosalega djúpa áramótahugleiðingu innan skamms, en í augnablikinu eru æðarnar sem eiga að sjá heilanum í mér fyrir súrefni meira og minna stíflaðar af mettaðri fitu.

Hugs to all:

-Siggi

1 comment:

sys said...

Hressandi hugsanir um jólakílóin!