Tuesday, December 11, 2007

Show and snow

Jæja....í kvöld er síðasti séns að sjá og heyra hið stórskemmtilega rockshow Brján, en undirritaður mundast við að þenja raddbönd í þeirri ágætu sýningu. Þið getið séð dæmi á YouTube:

http://www.youtube.com/watch?v=mT0SuKNHYsk


Sýningin í kvöld er opin og ókeypis í tilefni af 1000 ára afmæli Síldarvinnslunnar.


Á skíðum skemmti ég mér..........

Fór á skíði um helgina og skemmti mér stórvel. Fríkaði út og keypti mér árskort á 14.000 kall. Finnst það vel sloppið m.v. að dagurinn er kominn upp í 1700 kall. Kosturinn við að hafa árskort er að maður getur kíkt í fjallið í klukkutíma án þess að vera svekktur yfir því að punga út 1700 kalli fyrir klukkutíma skemmtun. Ég gerði nákvæmlega það í gær. Droppaði við í fjallinu á leið heim úr vinnu og tók 10 ferðir eða svo. Geðveikt adrenalínkikk- stórsvig og brun á svívirðilegum hraða. Flaug reyndar á hausinn þar sem ég var að skíða í lausamjöll. Mæli ekki með því að gera það í myrkri. En ég mæli með skíðaiðkan. Ótrúlega skemmtilegt sport sem tekur heilmikið á skrokkinn. Það loguðu á mér lappirnar eftir klukkutíma í brekkunum og maður fann hjartað berjast í brjóstinu eftir hverja ferð. Svo er fjallaloftið örugglega heilnæmt, svo maður tali nú ekki um kyrrðina.


kv.
Siggi

2 comments:

Anonymous said...

Fær maður þá ekki að sjá þig á Brodway eftir áramótin?

Kv.
Steinunn Þóra

Siggi Óla said...

Júhú! Sennilega 18 janúar.