Thursday, March 20, 2008

Hólí fokking shit

Smellið á titilinn. Að þyrla með annari...ekkert mál. Þessi gaur er geðveikur

Thursday, March 06, 2008

Álbandið í Eskivík

Jæja! Álbandið tryllir lýðinn í Eskivík um helgina. Ball frá 24:00-3:00. Alcoar mæta kl:22:00, hita upp og skála. Við lofum miklu rokki og róli! Be there....or be square!

Afsaka annars gríðarlega bloggleti upp á síðkastið. Hef ekki fundið mig knúinn til að segja margt. Er á mjög skrítnu skeiði í tónlistarpælingum. Er enn stórneytandi á Bach, sérstaklega selló- og lútusónóturnar, en er svo dottinn í minimalíska nútíma tónlist...Arvo Part og Jóhann Jóhannsson. Hlusta út í eitt á verk sem heitir Te Deum eftir Part sem Hugi vinur gaf mér um árið. Algjör snilld. Mikil handanheimsfegurð þar á ferð. Var að panta mér ca. 4 titla í viðbót af Part. Jóhann Jóhannsson er líka alger snillingur. Ég hlusta mikið á verk sem heitir Virðulegu forsetar. Bæði þessi verk hafa þá eiginleika að manni finnst maður vera betri manneskja eftir að hafa hlustað. Ég hef heyrt að tónlist Jóhanns við leikritið Englabörn sé alger snilld, enda pantaði ég hana af Amazon (eftir að hafa reynt að fá hana í Skífunni og Tónspil, án árangurs. How weird is that?).

Ég er líka búinn að liggja í djassi af ýmsu tagi- nú síðast Thelonius Monk og Charles Mingus. Skrítnir fuglar. Fíla Monk betur en Mingus. Það er einhver illilegur undirtónn í Mingus. Monk er hins vegar ljúfari- skemmtilega sérvitur og frumlegur píanóleikari. Samt eiga þeir heilmikið sameiginlegt. Ég var líka að panta mér slatta af djassi. Þrjár plötur með Miles- Birth of the cool, Round Midnight og Milestones. Hlakka til að sökkva tönnunum í þær. Pantaði mér líka plötu með franska gítarsnillingnum Sylvain Luc, sem er sennilega besti gítarleikari sem ég hef séð spila- að Steve Vai meðtöldum. 

Til að fullkomna skitsófreníuna í Amazonpöntuninni minni þá pantaði ég líka Symphony X, sem er progmetalsveit dauðans. Feit (bókstaflega) útgáfa af Dream Theater- með helmingi stærri eistu. 

Minimalismi og progg.....Skitsó fritsó..skitsó fritsó


-S