Skip to main content

Álbandið í Eskivík

Jæja! Álbandið tryllir lýðinn í Eskivík um helgina. Ball frá 24:00-3:00. Alcoar mæta kl:22:00, hita upp og skála. Við lofum miklu rokki og róli! Be there....or be square!

Afsaka annars gríðarlega bloggleti upp á síðkastið. Hef ekki fundið mig knúinn til að segja margt. Er á mjög skrítnu skeiði í tónlistarpælingum. Er enn stórneytandi á Bach, sérstaklega selló- og lútusónóturnar, en er svo dottinn í minimalíska nútíma tónlist...Arvo Part og Jóhann Jóhannsson. Hlusta út í eitt á verk sem heitir Te Deum eftir Part sem Hugi vinur gaf mér um árið. Algjör snilld. Mikil handanheimsfegurð þar á ferð. Var að panta mér ca. 4 titla í viðbót af Part. Jóhann Jóhannsson er líka alger snillingur. Ég hlusta mikið á verk sem heitir Virðulegu forsetar. Bæði þessi verk hafa þá eiginleika að manni finnst maður vera betri manneskja eftir að hafa hlustað. Ég hef heyrt að tónlist Jóhanns við leikritið Englabörn sé alger snilld, enda pantaði ég hana af Amazon (eftir að hafa reynt að fá hana í Skífunni og Tónspil, án árangurs. How weird is that?).

Ég er líka búinn að liggja í djassi af ýmsu tagi- nú síðast Thelonius Monk og Charles Mingus. Skrítnir fuglar. Fíla Monk betur en Mingus. Það er einhver illilegur undirtónn í Mingus. Monk er hins vegar ljúfari- skemmtilega sérvitur og frumlegur píanóleikari. Samt eiga þeir heilmikið sameiginlegt. Ég var líka að panta mér slatta af djassi. Þrjár plötur með Miles- Birth of the cool, Round Midnight og Milestones. Hlakka til að sökkva tönnunum í þær. Pantaði mér líka plötu með franska gítarsnillingnum Sylvain Luc, sem er sennilega besti gítarleikari sem ég hef séð spila- að Steve Vai meðtöldum. 

Til að fullkomna skitsófreníuna í Amazonpöntuninni minni þá pantaði ég líka Symphony X, sem er progmetalsveit dauðans. Feit (bókstaflega) útgáfa af Dream Theater- með helmingi stærri eistu. 

Minimalismi og progg.....Skitsó fritsó..skitsó fritsó


-S

Comments

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…