Skip to main content

Fréttaskot frá Skorrastað

Eins og venjulega eftri mikla bloggleti fallast manni hendur. Hvar á maður að byrja? Úff. Ég byrja bara einhversstaðar. Þetta verður því samhengislítil samsuða af molum úr ýmsum áttum:

Stóra málið er auðvitað væntanlegur erfingi. Hann kemur í heiminn á næstu dögum. Skv. áætlun á það að gerast 6. maí, en móðir hans hefur trú á að það verði heldur fyrr. Spennan eykst, búið að skrúfa saman rimlarúm og skiptiborð, sauma utan um vöggu, redda bílstól o.s.frv. Eiginkonan á reyndar mestan heiður að þessu öllu saman, þótt ég reyni auðvitað að vera duglegur. Ég held raunar að karlmenn séu eins og sauðir þegar kemur að barneignum- alveg þangað til þeir fá skælandi krílið í hendurnar. Þá fer okkar hormónaframleiðsla á fullt og við komum okkur í gírinn við að verja hellinn og veiða sverðtígra til að grilla í hvert mál.

Ég á reyndar varla orð yfir dugnað eiginkonunnar sem ákvað að skipta um vinnu kominn 8 mánuði á leið. Hún er að taka við sem fjármálastjóri (eða forstöðukona fjármála öllu heldur) Fjarðabyggðar. Ég er ekkert smá stoltur af minni og veit að hún á eftrir að brillera í þessu djobbi. Mikill fengur fyrir sveitarfélagið, enda ekkert lítið mál í dag að halda utan um fjárhag sveitarfélaga og láta þetta allt ganga upp. Endalausar kröfur um þjónustustig og takmarkaður skilningur á því að allt kostar þetta jú peninga. Þá er ekki verra að fá löggiltan endurskoðanda með massíft bein í nefinu til að halda utan um fjárhaginn!

Við Hugi, stórsnillingur, Þórðarson erum að fara á tónleika í London í Júli sem ég bind miklar vonir við. Við ætlum að sjá súpergrúppuna "Return to forever", en hana skipa Chick Korea, Stanley Clarke, Al Di-Meola og Lenney White. Chick, Stanley og Al eru auðvitað goðsagnir í lifanda lífi. Þetta er eins og að sjá Jesúm, Múhameð og Búdda saman á sviði- eitthvað sem maður hélt ekki að maður ætti eftir að upplifa. Og ekki get ég hugsað mér mikið skemmtilegri ferðafélaga! Ekki er ólíklegt að við félagarnir eigum eftir að kíkja á Ronnie Scott's a.m.k eitt kvöld og það ætti ekki að verða skortur á skemmtan þessa daga sem við stoppum í Lundúnum. Frábær borg.

Ég er búinn að liggja í tónlist og bókum sem aldrei fyrr. Er búinn að vera að hlusta á algerlega frábæra lævplötu með Wes Montgomery frá 1962. Platan er tekin upp á kaffihúsi í Berkely og hljómurinn er ótrúlega góður. Magnað hvað margar af þessum gömlu djassplötum hljóma vel. Flutningurinn á þessari plötu er virkilega góður. Wes kallinn var einn besti gírtarleikari sem uppi hefur verið, það er alveg á hreinu.

Talandi um gítarleikara, þá er Larry Carlton á leið á Djasshátíð Austurlands sem Jón Hilmar vinur minn á veg og vanda að. Glæsilegt framtak að fá svona stórstjörnu á svæðið. Larry var, eins og allir vita, "hinn gaurinn" í Steeley Dan. Gífurlega flinkur gítaristi og tónlistarmaður. Mikill fengur í því að fá hann hingað austur og ef þessi hátíð er ekki komin á kortið, þá hlýtur hún að komast þangað núna.

Hvað lestur varðar þá er ég búinn að lesa vítt og breitt upp á síðkastið. Er núna að lesa enn eina bókina eftir Paul Auster: Mr. Vertigo. Djöfull er gaurinn massífur penni. Hef nýlokið við Steinsmiðinn eftir Camillu Lackberg sem er fínasti krimmi. Hef áður lýst ást minni á skandenavískum "mannlegum" glæpasögum, en hún minnkaði síst við lestur þessarar bókar. Las líka nýlega góðar bækur eftir Paul Theroux og Ben Elton, auk massífrar bókar sem heitir Authentic Happiness og er eftir dr. Martin Seligman sem er faðir jákvæðrar sálfræði. Mæli endregið með henni. Það mætti fyrirbyggja stóran hluta geðsjúkdóma og óhamingju ef allir gætu lesið og meðtekið þá skræðu.

Ég tróð upp á árshátíð Fjarðaáls um síðustu helgi, bæði sem bassastrumpur álbandins og sem geðþekki leðurpervertinn Gunther Grosskopf. Það gekk stórvel og Helga Braga, sem var veislustjóri, var alveg að fíla Gunther.

Púff....eitthvað fleira?

Já! Hvað eru þessir fjárans trukkabílstjórar að pæla? Ímynda þeir sér að það sé einhver séns að það verði orðið við kröfum þeirra út því sem komið er? Ef svo er, þá eru þeir heimskari en þeir líta út fyrir að vera (and boy, do they look stupid). Stjórnvöld geta einfaldlega ekki bakkað fyrir svona ruddaskap- sem er af sömu ástæðu og bandarísk stjórnvöld semja aldrei við hryðjuverkamenn og mannræningja.

...Yfir og út

Comments

Anonymous said…
Gaman að sjá líf hérna. Ég treysti því að þú verðir fljótur að láta alþjóð vita þegar erfinginn birtist.

Steinunn Þóra
Anonymous said…
Mér finnst allataf jafn merkilegt að einhver skuli enn nenna að tékka á þessu bloggi mínu! Gaman að því.

Þú mátt treysta því Steinunn mín að ég mun skrifa langt og væmið blogg um fæðingu nýja erfingjans!


kv.
Siggi

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…