Tuesday, May 06, 2008

Fleiri myndir af litla manninum


Það gengur annars afar vel með litla manninn. Hann aðlagast lífinu á Skorrastað undrafljótt. Hann sefur ca. 18-20 tíma á sólarhring, drekkur eins og fiskur og þyngist jafnt og þétt...eh...svona svipað og pabbinn bara. 

Júlíus er sterkur strákur, spyrnir og sparkar, getur nánast haldið haus, hefur greindarlegt augnaráð og er langt kominn með að læra Einræður Starkaðar utanbrókar. Svo brosir hann eins og engill. Við vitum ekki að hverju, en það er eins og hann sé að rifja upp eitthvað sniðugt. Smábörn eru merkilegar verur.


-S

5 comments:

Steinunn Þóra Árnadóttir said...

Mannalegur er hann og sætur!

Heiða said...

Sætur stráksi :) Já hann er örugglega að rifja upp eitthvað skemmtilegt, enda á hann ekki langt að sækja húmorinn!

Magni Harðar said...

Til lukku með drenginn, myndarlegur er hann og með kómískt glott á vör.

Kv.Magni

Anonymous said...

Elsku Siggi, Jóna og Sigga Thea, innilegar hamingjuóskir með prinsinn. Svakalega myndarlegur lítill maður. Hlökkum til að hitta ykkur í sumar.

Kær kveðja, Addi, Erla, Agnes og Birgir.

SP said...

Gratúlera með soninn.

Við tökum hann út síðsumars þegar við Reykjavíkurrotturnar höldum austur um verslunarmannahelgi, nema eitthert brúðkaupið reki á eftir okkur fyrr...