Thursday, May 01, 2008

Nýr Júlíus
Drengur er fæddur, Júlíus Bjarni Sigurðsson. Móður og syni heilsast vel. Drengurinn kom í heiminn á slaginu 8:00 í morgun, en 8 tímum áður, á miðnætti, fossaði legvatn skyndilega um allt svefnherbergisgólf. Fæðing gekk stóráfallalaust og drengurinn er hraustur og heilbrigður, 13,5 merkur. 
Þetta er greinilega mjög akkúrat drengur og ekki ólíklegt að hann eigi framtíð fyrir sér sem verkalýðsforkólfur. Hann er auk þess fæddur á uppstigningardag, eins og Óli afi hans, sem þó er fæddur 27. maí. Hann hefur verið nefndur Júlíus Bjarni í höfuðið á langöfum sínum, en ótækt þótti að ekki væri lengur neinn Júlli á Skorrastað. Nafnið Bjarni smellpassar svo sem miðnafn. Tvö sterk nöfn fengin frá tveimur sterkum karakterum. Kannski drengurinn verði útvegsbóndi... 
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af gripnum, þreyttri móður og stoltri systur:


kv.
Siggi

P.s. Á Skorrastað fæddist einnig folald í nótt og lamb í morgun...þetta er greinilega að ganga

12 comments:

Steini Stellu said...

Frábært.. tær snilld og innilega til hamingju. Það blasir náttúrulega við - svona þegar bent er á það að það vantaði nýjan Júlla á Skorrastað. Með uppeldi í anda Seligmans getur svo ekkert klikkað :-) Hann verður ánægður gleðigjafi.

Orri said...

Innilega til hamingju með drenginn!
Hann er stórglæsilegur, auðvitað.

Anonymous said...

Innilega til hamingju- frábært! Njótið þess að knúsast saman í einni klessu sem lengst!

Kveðja Krissa

Anonymous said...

Innilega til hamingju- frábært! Njótið þess að knúsast saman í einni klessu sem lengst!

Kveðja Krissa

Steinunn Þóra said...

Til hamingju með þennan stórglæsilega dreng. Ég er þegar farin að hlakka til að kynnast honum í sumar.

frujohanna said...

Innilega til hamingju með flottan Júlíus Bjarna! Þetta eru flott systkyni. Ég væri alveg til í að líta svona "þreytt" út eftir sex vikur. Kærar kveðjur til Jónu.

Anonymous said...

Kæra fjölskylda innilega til hamingju með Júlíus Bjarna!! :) Bestu kveðjur, Unnur Ása og CO..

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju !
Fallegt nafn á fallegan dreng.

Gangi ykkur vel
Svana o.co

Bryndís said...

Hjartanlega til hamingju með myndarlegan dreng og myndarlegt nafn.

Kærar kveðjur til ykkar allra.
Bryndís Zoëga.

Siggi Óla said...

Takk fyrir allar kveðjurnar! Þær hlýja okkur um hjartarætur (sem þó eru í volgara lagi þessa dagana!)

kv.
Siggi

Valdi said...

Þetta er glæsilegur drengur. TIl hamingju öll á skorrastað með Júlla, Follaldið og Lambið :-)

inga hanna said...

Innilega til hamingju með barnið! bið kærlega að heilsa Jónu og Siggu Theu.
Kv. Inga Hanna