Saturday, October 04, 2008

Kind of Death

Ég stofnaði á dögunum í félagi við skemmtilegt fólk hljómsveit sem fékk nafnið "Kind of Death". Skemmtilegt band sem spilar aðallega rokk í þyngra kantinum frá 7. og 8. áratugnum. Hljómsveitina skipa Pjetur Hallgrímsson, Þröstur Rafnsson, Marínó Gylfason, Guðmundur Höskuldsson, Jóhanna Seljan og yðar enlægur. Hljómsveitin tróð upp í Blúskjallaranum þann 19. september og gekk giggið bara ágætlega. Við spiluðum:

1. Pearly Queen með Traffic
2. Alright Now með Free
3. Move over með Janis Joplin
4. Alone með Heart
5. Its only goodbye með Gentle Giant
6. Mary Long með Deep Purple
7. More than a feeling með Boston
8. Barracuda með Heart

Þetta prógramm féll í ágætis jarðveg og mikið var gaman að spila þetta. Sérstaklega var gaman að spila More than a feeling. Það var góður....fílingur.

Af einhverjum ástæðum skrifaði JensGuð, ofurbloggari um hljómsveitina- sennilega vegna þess að honum fannst nafnið sniðugt. Hann er með fáar staðreyndir á hreinu, en skemmtilegt samt:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/660491/

No comments: