Monday, October 20, 2008

Ég á afmæli í dag

"Ég á afmælí dag, ég á afmæli sjálfur, ég á afmælí dag". Hiphip: Húrra!

Nú er ég orðinn 34 ára gamall. Sem er bara flott. Ég var samt að pæla...Nú er ég orðinn jafn gamall og mamma var þegar ég var 16 ára. Sjittmar....

Það er þó ekki nokkur spurning að lífið batnar jafnt og þétt með aldrinum. Ég er farinn að halda að ellin verði stórskemmtileg! Ég nenni a.m.k. ekki að vera með neinn barlóm yfir því að hrukkunum fjölgi og hárunum (á höfðinu þ.e.) fækki. Málið er að njóta þess að vera til....enjoy the ride. It's the journey, not the destination, eins og heimspekingar Hertz bílaleigunnar hafa réttilega bent á.

Í dag flýg ég til Boston og svo áfram til Chicago þar sem ég ætla að sitja áhugavert námskeið...um námskeið. Skemmtilegt. Það er ekkert ljóst hvenær maður kemst næst til útlanda, þannig að það er eins gott að njóta þess.

Ég er í miklum pælingum um kapitalisma þessa dagana. Takmarkanir hans og gallar eru að koma glögglega í ljós þessa dagana. Mig grunar að rót vandans sé hið sósíópatíska eðli kerfisins. Maður uppsker eins og maður sáir og ef maður sáir engu nema græðgi þá mun hið óskeikula lífshjól sjá til þess að uppskeran verði í takt við það. Það vantar sál og hjarta í kapitalismann, þess vegna er svona fyrir okkur komið. Þessir þankar mínir munu væntanlega skila sér fljótlega í löngu (og örugglega hrútleiðinlegu) bloggi sem enginn nennir að lesa.


Guð blessi Ísland! Stórasta land í heimi!

-SigZ

3 comments:

Valdi said...

Til hamingju með afmælið. Fock the system.

Steinunn Þóra said...

Til hamingju með gærdaginn

Jón Knútur Ásmundsson said...

Til hamingju með daginn um daginn. Bíð enn eftir þessu bloggi um el kapítalismó. Manstu þegar við gengum úr tímunum hans Smára og ræddum kosti og galla áætlunarbúskaps og markaðskerfis á leiðinni í Melabúðina? Er ekki frá því að lausnin hafi þá þegar verið fundin. Man ekki hver hún var samt.

Lifðu heill, gamli góði vinur.