Skip to main content

Hvað er að kapitalismanum?

Þessa dagana hriktir í stoðum kapitalismans og heimurinn stendur á heljarþröm. Við gætum verið á barmi nýrrar heimskreppu, með öllum þeim hörmungum sem því fylgja. Reyndar er heimurinn að mörgu leiti betur undir slíkt búinn en hann var í lok þriðja áratugarins en að sumu leiti er hann líka verr undir það búinn. T.d. er dreifingarfyrirkomulag matvæla orðið þannig að matvæli geta klárast á skömmum tíma ef illa fer, þótt líklegt sé að slík vændræði væru tímabundin. Hvað alla innviði varðar er hins vegar ljóst að við erum mun betur í stakk búin til að glíma við erfiðleika af þessu tagi en fyrri kynslóðir. Ef allt fer á versta veg má einnig leiða að því líkum að fituforði landsmanna muni duga í einhvern tíma, enda annar hver landsmaður vel yfir kjörþyngd.

Þessi kreppa sem nú skellur á okkur ýtir við gömlum efasemdum mínum um kapitalismann, eða öllu heldur ákveðnar hliðar hans. Ég hef alltaf verið tortrygginn gagnvart hinni "ósýnilegu hönd" markaðarins og þeirri pælingu að græðgi geti orðið til góðs. Ég hef alltaf haft áhyggur af hinu andlitslausa, sálarlausa fjármagni sem heimtar VÖXT sama hvað það kostar. Friedman og hans kónar hafa reyndar haldið því fram að þannig ætti það að vera. Að fjármagnið ætti einfaldlega að leita þangað sem það fengi hæstu ávöxtun fyrir ásættanlega áhættu. Það væri svo löggjafans að setja leikreglur og gæta hagsmuna samfélagsins. Þetta hefur þann galla í för með sér að fjármagnið og þeir sem því stjórna hugsa og framkvæma alltaf hraðar heldur en löggjafinn. Það er því eins og að girða af hóp af köttum að ætla að treysta á löggjöf til að setja frjálsum markaði skorður. Fjármagnið hefur einnig einstakt lag á því að ota sínum tota og hafa áhrif á lagasetningu með ýmsu móti- bæði með því að gefa örlátlega í rétta kosningasjóði (og bjóða mönnum í veislur, veiðiferðir, flugferðir....) og einnig með því að hræða stjórnmálamenn frá því að fikta í gæsinni sem verpir gulleggjunum. Á síðustu vikum hefur einnig komið berlega í ljós að ýmsir gjörningar fjármálafyrirtækja eru svo flóknir að löggjafinn og eftirlitsaðilar ríkisvaldsins skilja þá alls ekki nógu vel (enda segir sig sjálft að stærstu heilarnir enduðu ekki í vinnu hjá Fjármálaeftirlitinu...og þannig verður það aldrei).

Kapitalisminn verður því aðeins bættur með löggjöf upp að vissu marki, þótt vissulega sé algerlega nauðsynlegt að gengið verði í að endurskoða löggjöf um rekstur og fjárfestingar fyrirtækja. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að krosseignatengslum, eignarhlut fyrirtækja í bönkum, aðskilnaði áhættufjárfestinga og hlutabréfamiðlunar (sem er galinn kokteill) og myndun auðhringa (t.d. með því að skattlegja hátt arðgreiðslur á milli fyrirtækja). En...eins og áður sagði, þá mun löggjöfin aðeins duga til að girða kettina af í skamman tíma.

Allt áðurnefnt mun nefnilega ekki valda því að fjármagnið fái samvisku- að fjármagnið fari að haga sér með ábyrgum hætti. Að það hætti að flæða í verkefni sem skemma náttúruna, drepa fólk og gera heiminn að verri stað fyrir börnin okkar. Það GERIR fjármagnið í dag. Á þessu eru engar einfaldar lausnir. Þó mætti t.d. hugsa sér að:

  • Eignarhald á fyrirtækjum breyttist þannig að starfsmenn ættu stærri hlut í þeim og tækju virkan þátt í ákvarðanatöku. Nú hlæja kannski einhverjir, en ótal dæmi eru til um fyrirtæki sem virka svona. Slík fyrirtæki taka mun síður ákvarðanir sem eru samfélaginu til ógagns í nútíð eða framtíð og laun og bónusar stjórnenda slíkra fyrirtækja eru ekki bara háð hreinum arði af starfseminni.
  • Þetta er e.t.v. útópísk hugmynd, en kannski mætti stofna hlutabréfasjóði sem einbeittu sér að samfélagslega ábyrgum, sjálfbærum fjárfestingum og höfða svo til samvisku fjármagnseigenda til að fá þá til að velja slíka kosti. Það er óþolandi að fjármagnseigendur skuli geta setið stikkfrí án þess að pæla í í hvað sparifé þeirra er notað og þetta er einn stærsti ljóðurinn á núverandi kerfi. 
Annað sem böggar mig svakalega við núverandi kerfi eru þessar órökréttu og illviðráðanlegu "bólur" ("blaðra" er reyndar meira réttnefni). Hlutabréf eru bara jafn mikils virði og einhver er tilbúinn að borga fyrir þau og það stjórnast af vonum, væntingum, sögusögnum og LYGUM. Eftir að verð er orðið óeðlilega hátt eiga allt of margir hagsmuna að gæta í því að það lækki ekki, sem veldur því að verðið hækkar og hækkar án þess að neinar raunhæfar hagnaðarvonir séu á bak við rekstur viðkomandi fyrirtækja. Eina hagnaðarvonin fyrir eigendur fyrirtækjanna er enn meiri hækkun á verði bréfanna. Þar með verður sífellt óþægilegra að benda á að keisarinn sé allsber. Það gerist þó alltaf á endanum og bólan springur- með tilheyrandi hörmungum. Ég sé enga frábæra lausn fram hjá þessu, en þó er ljóst að meiri fagmennska í fjárfestingum gæti hugsanlega breytt einhverju- að fram færi raunveruleikatengd úttekt á rekstri og vaxtarmöguleikum fyrirtækja áður en fólki væri ráðlagt að leggja fé í þau. En....þetta er kannski bara barnaleg hugmynd.

Enn eitt sem mér finnst dularfullt í þessu hagkerfi nýfrjálshyggjunnar eru öll þessi dularfullu viðskipti með afleiður, skuldabréfavafninga og slíka hluti. Þetta eru einhverjir gjörningar sem fjármálaverkfræðingar og aðrir stórspekingar hafa fundið upp og margir hafa grætt stórfé á. Í grunninn til er þetta þó ekkert annað en massíft fjárhættuspil þar sem efnahagur heilu þjóðanna er lagður undir. Mjög krípí stöff.

Í stuttu máli er ég orðinn algerlega andsnúinn því að umsvif í efnahagslífi snúist um eitthvað annað en að framleiða vörur og þjónustu sem heimurinn hefur þörf fyrir. Kerfi sem byggir á hreinni græðgi og æxliskenndum vexti, þar sem andlitslaust, samviskulaust fjármagn drottnar- virkar einfaldlega ekki þegar til lengri tíma er litið. Það steypir okkur í glötun ef ekkert er að gert.


kveðja:
Siggi

p.s. Einhverjir hafa kannski tekið eftir því að ég skrifaði heilan pistil um efnahagsmál án þess að minnast einu orði á útrásargosana. Það er vegna þess að aðgerðir þeirra, óhóf og heimska eru einungis einkenni- ekki orsök sjúkdómsins. Vandamálið er miklu dýpra en svo að stjaksetning ákveðinna manna breyti nokkrum sköpuðum hlut.

Comments

Steinunn Þóra said…
Kommi!
Siggi Óla said…
Já, kannski það. Eða...eiginlega ekki sko. A.m.k. ekki í hinum sovéska stíl. Ríkisvald og miðstýring er nefnilega ekki málið. Frjálst framtak er lykillinn að vexti og framþróun. Gildi eins og lýðræði (raunverulegt lýðræði), ábyrgð, fyrirhyggja, varkárni, umhyggja og jafnrétti eru hins vegar eitthvað sem vantar sárlega til að þessi öfluga maskína sem hið kapitalíska hagkerfi er æði ekki stjórnlaust áfram og vaxi eins og krabbamein. Að einhverju leyti er hið blandaða hagkerfi ekki slæm lausn (og sennilega sú skársta sem fram hefur komið), en það vantar þó ákveðin element í það- og það hefur komið okkur í þær ógöngur sem við erum í.
Einar Solheim said…
Googlaðu "Muhammad Yunus". Þá sérðu að í heimi viðskipta er allt hægt ef menn bara hugsa út fyrir boxið :)
Einar Solheim said…
MUHAMMAD YUNUS
Banking on Service
When Economist Muhammad Yunus returned to his native Bangladesh from the United States in the
early 1970s, he reversed the direction of the normal rules of the banking business and created the now
$490 million institution, Grameen Bank, in an effort that ultimately earned him the Nobel Peace Prize in
2006.
It was the simplicity of the bank’s “value proposition” that became its greatest strength. Rather than
rely on collecting the deposits of the wealthy and of businesses and then lending on a collateralized
basis to boost the bank’s profits, Yunus decided to serve a group of normally ignored customers – the
poor.
With an initial capitalization of just 27 U.S. dollars, Yunus founded Grameen without legal agreements,
credit reports or guarantees. It was literally as simple as it sounds. “I started doing little things, and one
thing led to another," he recalled. Upon his return to Bangladesh, he saw poor residents beholden to
loan sharks. He made some inquiries and soon learned there were 42 people in debt to the loan sharks
for a total of $27. “The loan sharks were making people in the village miserable,” Yunus said. “I couldn’t
believe that anyone could suffer so much for so little.”
Yunus gave the money to the people to repay the loan sharks and ease their burden. The results of his
generosity caused him to wonder, “If you can make so many people so happy with such a small amount
of money, why shouldn’t you do more of it?”
Undeterred by the rejection of his idea by the local bank manager, Yunus borrowed additional money
from the bank himself and guaranteed the loan personally. Then he loaned the money in small amounts
to poor residents, and they ultimately repaid him at a small profit. “People today ask me about how
hard I must have worked to create the Grameen banking system, and I tell them it wasn’t so hard. I went
to find out how the banks do it and then I did the opposite,” Yunus says with humor. He reports that
from day one his bank had a 98 percent repayment rate, far superior to the average in traditional
banking systems.
The majority of Grameen’s customers have been, and still are, women who use the loans for educating
children, launching small businesses and for basic needs. The bank is governed by the borrowers who
elect representatives to sit on the board of directors. “The largest bank in the country is owned by the
poorest women in the country,” Yunus reports with pride.
“Poverty is not created by the poor people. There is nothing wrong with them,” Yunus explains.
“Poverty is created by the system we created. After 32 years, with all the disasters in Bangladesh and
the floods, the return doesn’t stop. We never complain that our borrowers lost everything. We don’t go
to the government. We do it on our own.”
Yunus approaches his contrarian business with equal parts of ironic humor and earthy practicality. He
exults in telling stories about his unlikely customers. For example, the bank launched a program to help
street beggars by providing pencils and other small goods they could choose to sell door to door rather
than simply begging. Of the more then 100,000 beggars in the program, 11,000 have become such
successful salesmen they have stopped begging. Of the remainders who have begun to learn which
houses buy and which ones give money, Yunus shrugs and says they’ve learned “market segmentation.”
“In order to let people get out of poverty, we have to fix the system composed of institutions, policies
and concepts. With the beggars we simply said, you’ll be out there anyway, let the people buy
something from you. How long until they stop begging? We can’t push them. Begging is their ‘core
business’.”
Einar Solheim said…
Creating Social Business Partnerships
Grameen has begun to forge new ventures with European partners to address other social problems in
Bangladesh. For example, the bank, in partnership with Danone, the French yogurt manufacturer, they now manufacture a low-cost, nutrient-packed yogurt especially for poor children. It’s profitable for the
venture company because it does not require marketing, competitive packaging, or other normal
consumer product enhancements. Danone only recoups its costs; profits are placed back into the
venture company and the community it serves.
“In a social business, you don’t report profits, you report how many children are no longer
malnourished,” Yunus said.
In a second joint venture, the bank and a global water company have built a water-treatment plant that
produces clean water in the poorest villages. The results are long lasting in the community.
“The difference between a charity and a social business,” Yunus says, “with a charity you achieve a
social goal but your dollar donated never comes back. If you can convert it to a social business, your
dollar recycles and becomes very powerful.”
For-profit companies who want to create social responsibility initiatives can find them to be profitable
investments rather than corporate public relations expenses, Yunus contends, arguing that companies
who create social responsibility funds that can be used as the initial investment capital for businesses
will see a positive return that can be reinvested in the new social venture. He envisions a future where
others will see these social businesses as profitable and who will invest in them for the benefits the
target community receives. “There is enormous possibility,” he says of what he calls a potential “social
stock market.” “It works by itself, it’s self-sustaining, once you have done that, the sky’s the limit and
you can help address the problems of millions of people.”
Einar Solheim said…
Svo ég haldi nú áfram að spama commenta kerfið hjá þér, þá er hér frábær fyrirlestur sem ég mæli með að menn horfi á í staðinn fyrir að leigja mynd í kvöld :)

http://mitworld.mit.edu/video/289/
Siggi Óla said…
Vá! Takk fyrir þetta! Frábært innlegg sem minnir okkur á það að ýmislegt er hægt ef hugsað er út fyrir rammann!


kv.
Siggi
Fjalar said…
Varstu ekki búinn að kíkja á þessa ?

http://video.google.com/videosearch?q=Zeitgeist+addendum&emb=0&aq=f#
Siggi Óla said…
Kíki á hana annað kvöld með hvítvínsglas í hönd!

Popular posts from this blog

Rafmagnsbílar- ofurvélar

Var á leið í vinnu um daginn þegar ég heyrði viðtal við rafmagnsverkfræðing sem sagði illskiljanlegt af hverju ekki væri lögð meiri áhersla á framleiðslu og notkun rafmagnsbíla. Miklar framfarir hefðu orðið í framleiðlsu rafmótora og rafhlaðna og að í dag væru rafmagnsbílar fremri sprengimótorum að flestu, ef ekki öllu leyti.

Verandi forvitinn maður fór ég að rannsaka málið og datt niður á þessa síðu:

http://www.teslamotors.com/learn_more/faqs.php

Þetta er FAQ síða hjá fyrir tæki sem heitir Tesla Motors. Þeir framleiða rafmagnssportbíl (neibb....ekki oximoron!). Græjan er 4 sekúndur í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og virðist vera ofursvöl græja. Og...hann kostar innan við 100.000 dollara. Strategían hjá þeim virðist vera að gera bílinn algengann hjá ríka fólkinu- fá umhverfismeðvitaða uppa til að skipta Porche-num út fyrir Teslu (Svona rafmagnsbíll myndi örugglega "get one laid" í henni Kaliforníu ,svo dæmi sé tekið). Afar snjallt.

Það sem ég er að velta fyrir mér er þet…

Menntakerfið byggir á úreltum og skaðlegum forsendum

Ákveðnar forsendur liggja til grundvallar í menntakerfinu okkar. Kerfið er í grófum dráttum svona:
Nemendum er skipt í hópa eftir aldri. Allir eru skulu dvelja á skólastofnun frá 6-16 ára. Þar skulu þeir læra samkvæmt gildandi aðalnámsskrá. Aðalnámsskráin er sett saman af sérfræðingum sem er gert að greina og ákveða hvað allir þurfa að læra svo að þeir séu tilbúnir í framhaldsnám og þátttöku í samfélaginu. Kennarar skulu svo gera sitt besta til að tryggja að allir nemendur tileinki sér sem mest af þeirri hæfni og þekkingu sem aðalnámsskráin segir til um. Það eiga sumsé allir að læra það sama. Frammistaða nemenda er vegin og metin frá upphafi með prófum og verkefnum sem eiga að segja til um hvernig þeim gengur.
Það er hægara sagt en gert að ná þeim markmiðum sem kerfið setur. Börnum er ekki eðlislægt að fylgja skipunum og sitja kyrr. Það þurfa þau samt að gera í skólanum, talsverðan hluta dags. Þau ráða engu um það hvað þau læra, hvenær, hvar, með hverjum eða hvernig (í flestum tilvik…

Lausn húsnæðisvandans: Lítil hús!

Mörg byggðarlög í landsbyggðunum eru í spennitreyju. Af ýmsum ástæðum er byggingarkostnaður þar hár (fjarlægð frá heildsölum í Reykjavík, skortur á iðnaðarmönnum o.fl.) og lágt fasteignaverð veldur því að útilokað er að selja eldri fasteign og kaupa sér nýja án þess að tapa á því stórfé. Sú eðlilega hringrás sem skapast þegar eldra fólk minnkar við sig til að fara í minna og hentugra húsnæði og rýmir þannig til fyrir barnafjölskyldum og yngra fólki er því rofin. Fólk fer beint út stóra húsinu sínu og á elliheimilið. Staðan er svo þannig í þeim landsbyggðum sem eru að vaxa (víðast vegna uppsveiflu í ferðaþjónustu) að stórvesen er að hýsa starfsfólk. Ungt fólk sem vill prófa að búa á þessum stöðum þarf annaðhvort að taka sénsinn á að kaupa sér einbýlishús sem það losnar svo tæpast við aftur, eða að leigja á háu verði, ef eitthvað leiguhúsnæði er þá í boði. 
Ég er með lausn á þessu. Hún er þessi:
Byggjum lítil og ódýr hús
Af hverju gerum við ráð fyrir að allir vilji búa í stóru húsi? Er…