Sunday, April 05, 2009

Rokksveitin Arrrrgh!

Kíkti í dag á skemmtilega hljómsveitaræfingu. Þar kom saman í fyrsta sinn hljómsveitin Arrgh. Hana skipa undirritaður, Jón Hilmar, Orri Smára og Þorlákur Ægir. Söngvari er Jóhanna Seljan, undirritaður (kannski), Þorlákur Ægir og hugsanlega Reynir Höskuldsson. Hljómar flókið. Sem það og er.

Arrgh ætlar að leika í Egilsbúð næsta miðvikudagskvöld. Á efnisskránni er fullt af skemmtilegum lögum....Cream, Kiss, Metallica, Skunk Anansi, Rage against the machine, James Brown, Bon Jovi, Bubbi Morthens og margt, margt fleira.

Æfingin gekk vel og á köflum náðist fyrirmyndar þéttleiki. Ég hef aldrei spilað með Orra áður, en þetta fór bara skrambi vel af stað hjá okkur. Ég hef hins vegar oft spilað með Jóni Hilmari áður- fyrst þegar Jón var 14-15 ára gutti í Nokiastígvélum. Það má alveg fylgja sögunni að hann bjó til hljóð með bláa Yamaha gítarnum sínum sem 14-15 ára gutti í Nokiastígvélum ætti ekki að geta búið til.

Enívei. Unnendur rokktónlistar verða ekki sviknir af því að mæta á Arrgh.

Hljómsveitin Winson hitar upp, en það mun vera mjög áhugavert band.

Vertu þar, eða vertu ferhyrndur.

Mér skilst raunar að þetta sama kvöld verði Dylanprógramm á Lúlú. Agalegt að tvö gigg skuli rekast á í ekki stærri bæ, en hver veit, kannski er hægt að byrja á Lúlú og kíka svo í Egilsbúð? Pöbbarölt á Norðfirði! Það er svo rosalega nýtt konsept að maður nær bara ekki að höndla það!love:
Siggi

5 comments:

Orri said...

Jú, þetta er efnileg rokkhljómsveit hjá okkur held ég.

Hlakka bara heilmikið til að spila.

Anonymous said...

Jamm! Þetta er dásamleg tónlist. Það er fátt sem veitir meiri útrás en að rokka aðeins. Þetta verður stórskemmtilegt. Það er líka alltaf gaman að spila með nýju fólki.

kv.
Siggi

Valdi said...

Það er nú ekki eins Jón Hilmar Hafi ekki vitað ef því að Það yrði sett upp Dylan á þessum degi. En leiðinlegt fyrir hann.

Anonymous said...

Ég held að það hafi nú ekki komið að sök að hafa tvo viðburði sama kvöldið. Skilst að mætingin hafi verið fín á Lúlú og við vorum alveg sáttir í Egilsbúð. Stórskemmtilegt kvöld!

-Siggi

Anonymous said...

sigginobb.blogspot.com is very informative. The article is very professionally written. I enjoy reading sigginobb.blogspot.com every day.
quick loan
canada payday loans